Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 65

Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 65
íslenskt grænmeti Sölufélag garðyrkjumanna hauSt 2013 Það hefur oft gengið betur hjá okkur, veðráttan hefur sett strik í reikninginn þetta árið. Það hefur verið mjög mikil úrkoma og lítil sól og lítur út fyrir að uppskera verði langt undir meðallagi“, segir Hrafnkell Karlsson bóndi á Hrauni í Ölfusi og formaður Félags gulrófnabænda. Hann og kona hans Sigríður Gestsdóttir hafa ræktað rófur frá árinu 1975. Þau hjón stofnuðu rekstrarfélagið Hraunsós um jörðina og fleiri eignir árið 2002. Þau rækta hross og einnig er töluverð trjárækt á jörðinni. Einnig hafa þau nytjað söl eins og gert hefur verið á jörð þeirra frá alda öðli. Þau fást í verslunum í Reykjavík, Selfossi, Vestmannaeyjum og víðar, en einnig eru söl flutt út til Danmerkur. Talið er að Hraun hafi byggst upp á 12. – 13. öld og er jarðarinnar getið í rituðum heimildum um 1400. Til eru sagnir um átök sem urðu á Hrauni 1502, þegar Lénharður fógeti var veginn þar. Hrafnkell er fæddur og uppalinn á Hrauni og hafa forfeður hans í beinan karllegg búið á Hrauni frá því laust eftir aldamótin 1800. Sigríður er fædd og uppalin á Selfossi, en er ættuð úr Landsveit og Ásahreppi í Rangárþingi. Hrafnkell og Sigríður hófu bússkap á Hrauni árið 1973. Rófur hafa verið ræktaðar á Hrauni um áratugaskeið. Undanfarin ár hefur uppskeran verið frá 100 og upp í tæplega 200 tonn á ári. Nú telur Hrafnkell að uppskeran nái vart 100 tonnum. „Við erum með tvo stofna af rófum, Sandvíkurrófu, sem er upprunninn frá Kálfafellsrófunni, sem er íslenskt afbrigði, en einnig ræktum við stofn sem upprunninn er frá norður Noregi“, segir Hrafnkell. Sandvíkurrófan er mjög bragðgóð. Hún er ljósari en norska afbrigðið, sem er gulleitt. Fullkomnar kæligeymslur eru notaðar á Hrauni, sem reistar voru fljótlega eftir að rófnarækt hófst. Rófan hefur mikla þýðingu sem matjurt hér á landi því aðeins er ræktað og borðað meira af kartöflum. Hún þroskast ágætlega í íslensku loftslagi og geymist auk þess vel. Ræktun og neysla rófu er mest í löndum norður Evrópu og helst á Norðurlöndum. Hún er stundum kölluð kálrabi, en ekki má rugla þeirri nafngift saman við hnúðkál, sem mikið er ræktað í Þýslalandi og gengur undir nafninu kohlrabi. Íslenskar rófur eru fáanlegan mest allt árið en framboð fer mest eftir því hvernig til hefur tekist með ræktun árið áður. Rófur er hægt að rækta um allt land, þó ræktun þeirra gangi einna best á Suðurlandi. Fyrstu prentuðu heimildir um rófu eru frá Sviss. Árið 1620 segir svissneskur bóndi frá rófnarækt og tekur fram að rófan sé upprunnin í Svíþjóð og þar vaxi hún villt. Rófan er upprunnin á norðurslóðum og líklega hefur hún einnig vaxið villt í Rússlandi. Konungsfjölskyldan í Bretlandi var farin að rækta rófur í matjurtagarði sínum árið 1669 og um 1700 var ræktun hafin í Frakklandi. Fyrst er getið um rófur í rituðum heimildum í norður Ameríku árið 1817, en þar hófst rófnarækt í stórum stíl í Illinois. Rófan er skyld káltegundum en andstætt þeim nýtum við ekki af henni blöðin heldur forðarótina sem hún myndar og við köllum rófu í daglegu tali. Rófan eða forðarótin myndast úr þeim hluta plöntunnar sem samsvarar stöngli og rót. næringargildi Rófa er mikilvæg matjurt og er rík af vítamínum og steinefnum. Hún er stundum nefnd „appelsína norðursins“ vegna þess hversu rík hún er af C vítamíni. Auk þess er í henni mikið af A vítamíni í formi karótíns. Hún er trefjarík og hitaeiningasnauð, aðeins 49 (kcal) í 100 gr. Hún er því upplögð sem millibiti, seðjandi og trefjarík. geymsla Rófur á að geyma í kæli við hita sem næst 0° í sem mestum raka. Venjulega má draga úr vatnstapi í geymslu með því að sveipa þær plastfilmu. Munið að nota aðeins plast sem er viðurkennt fyrir grænmeti og ávexti. Hraunsós í Ölfusi – rækta appelsínur norðursins – rófur eru seðjandi, trefjaríkar, hitaeiningasnauðar og fullar af C vítamíni Rófa C-vitamín bomba Spergilkál Gott fyrir ónæmiskerfið Þeytingar Drekktu grænmetið! Listakokkar Höfundar uppskrifta í blaðinu eru: nanna rögnvaldsdóttir, Helga mogensen og margrét leifsdóttir. h a ri h a ri El sa B jö rg M a g n ú sd ó tt ir geymið blaðið hrafnkell Karlsson og sigríður gestsdóttir hafa ræktað rófur frá árinu 1975. Kartöflur Hitaeiningasnauðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.