Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.09.2013, Síða 72

Fréttatíminn - 20.09.2013, Síða 72
8 ÍSLENSKT GRÆNMETIHAUST 2013 Góður biti af ferskum engifer, smátt saxaður og látinn sjóða með rófunum Rófur og laukur saxað smátt. Grænmetið er léttsteikt í olíu og kryddinu þar til það er orðið meyrt. Þá er vatninu bætt útí og látið sjóða í 20 mín. Þá er komið af töfrasprotanum til að mauka súpuna. Bragðbæta með sítrónusafa, salti og pipar. Súpan er best frekar þykk . Síðan má breyta henni að vild t.d. með því að minnka vatnsmagnið en nota þess í stað kókósmjólk. Látið malla við vægan hita í 5 mín eftir að hafa verið bragðbætt. Ferskar smátt saxaðar jurtir og vorlaukurinn eru settar yfir rétt áður en súpan er borin fram og varla þarf að nefna það að nýbakað brauð er það eina sem þarf með réttinum. Helga Mogensen Rófusúpa úr sveitinni 4 stk meðalstórar rófur 4 msk ólífuolía 1 stk laukur 2 tsk broddkúmen 2 tsk túrmerik 1 msk sítrónusafi Salt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk Geymið blaðið Gróður Grænkál hefur undanfarið skotist upp á vinsældarlistann hjá landsmönnum og er nú talið ómissandi í salöt, heilsurétti og heilsudrykki. Grænkál er sannkölluð ofurfæða, svo næringarríkt er það. Grænkál hefur verið ræktað við sunnanvert Miðjarðarhaf í 5 þúsund ár. Egyptar höfðu mikið dálæti á grænkáli og ræktuðu það sér til matar og til lækninga. Kálið barst til Norður-Evrópu með Rómverjum. Rússneskir innflytjendur hófu ræktun á því í Kanada og þaðan barst það til Bandaríkjanna. Í Norður-Evrópu og á Norðurlöndum var grænkálið mjög mikilvægur C vítamín gjafi. Fyrir meira en hundrað árum var grænkálið jafn algengt í matjurtargörðum bænda á Íslandi og kartöflur og rófur. NæriNGarGildi Grænkálið er eitt næringarríkasta grænmeti sem fyrirfinnst. Það er stútfullt af vítamínum og steinefnum og er trefjaríkt. Það er sannkallað ofurfæði. Í því er mikið af A, B, C og E vítamínum, en einnig fólasín, kalk og mikið magn andoxunarefna. Grænkálið er upplagt að nota í alls konar næringardrykki sem gerðir eru í blandara. Í 100 gr. eru 56 hitaeiningar (kcal). Geymsla Blöð grænkáls eiga að vera dökkgræn og jafnlit. . Best er að geyma grænkál í kæli en gætið þess að raki sé á kálinu. Grænkálið er næmt fyrir etýleni og því ber að varast að hafa það nálægt eplum, perum eða tómötum. GræNkál Sannkölluð ofurfæða Þorleifur Jóhannesson býr ásamt konu sinni, Sjöfn Sigurðardóttur, á Hverabakka II á Flúðum. Þar reka þau garðyrkjustöðina Gróður ehf. og stunda fjölbreytta ræktun en hjá Gróðri ehf. eru ræktaðir tómatar, kirsuberjatómatar og agúrkur á 4000 fermetrum í gróðurhúsum. Eins er stunduð útirækt á staðnum og ræktað kínakál, spergilkál, blómkál, sellerí og rófur á um 15 hekturum lands. Gróður ehf. er jafnframt eini framleiðandinn innan Sölufélags garðyrkjumanna sem ræktar sellerí. Garðyrkja hefur verið stunduð á Hverabakka nánast óslitið frá árinu 1944. Faðir Sjafnar stofnaði Gróður ehf. og keyptu Þorleifur og Sjöfn stöðina af honum. Þorleifur segir það þó ekki hafa verið ætlunina að gerast garðyrkjubóndi. Þau hjónin eru bæði menntaðir kennarar og vinnur Sjöfn við kennslu á Flúðum. Þorleifur sér þó ekki eftir því að hafa farið út í garðyrkju og segir starfið sérstaklega gefandi og skemmtilegt og honum leiðist aldrei í vinnunni. Á staðnum vinna um 6 manns á veturna en á sumrin fjölgar allt upp í 15 manns. Allt grænmetið hjá Gróðri ehf. er handtínt, hreinsað og flokkað á staðnum. Sendingar fara daglega frá garðyrkjustöðinni til neytenda en tómatarnir eru tíndir þrisvar sinnum í viku og gúrkurnar daglega. Ræktunin er vistvæn, tómatarnir og gúrkurnar eru ræktaðar í vikri, lífrænum vörnum er beitt og sjá býflugur um að frjóvga plönturnar. Hluti útiræktunarinnar fer fram í heitum jarðvegi frá náttúrunnar hendi og er jarðhiti einnig nýttur til upphitunar í gróðurhúsunum. Heita vatnið kemur úr Grafarbakkahver sem liggur við húshornið á Hverabakka en garðyrkjustöðin stendur á bökkum Litlu-Laxár. rækta kínakál á bökkum litlu-laxár „Mér finnst óskaplega gott að grilla spergilkál, smá salt og smjör, það þarf ekkert annað.“ Þorleifur Jóhannesson og Sjöfn Sigurðardóttur reka garðyrkjustöðina Gróður ehf. Kátir kroppar -frosinn íslenskur barnamatur Það fyllir okkur barnslegri gleði að kynna, Káta kroppa, nýjan íslenskan barnamat framleiddan samkvæmt ströngustu gæðakröfum úr íslensku grænmeti, sem er fullt af orku hins íslenska sumars. Þú veist hvaðan það kemur,við sækjum það ferskt af akrinum, vinnum og frystum. Þessi aðferð hefur notið mikilla vinsælda því með frystingu er hægt að tryggja meiri ferskleika og betri varðveislu næringarefna en í niðursoðnum barnamat. Væntanlegt á markað Vefjur og lasagna Íslenska grænmetið nýtur sín vel í nýjum réttum sem Sölufélag garðyrkjumanna er að senda á markaðinn bráðlega. Um er að ræða kælivöru, vefjur og lasagna. Í þeim er íslenskt blómkál, spergilkál og gulrætur, sem er tekið ferskt af akrinum og fryst. Þannig varðveitast öll næringarefnin í grænmetinu og hægt er að eiga fyrsta flokks grænmeti í réttina allt árið. Réttirnir eru í álbakka. Þeir eru hitaðir í ofni við 180 til 200 gráður í 20 mínútur. Einnig er upplagt eða setja þá á grillið. Kartöflu- og grænmetisgratínin frá Sölufélagi garðyrkjumanna kannast flestir við, en nú eru þau komin í nýjar umbúðir. Í grænmetisgratíninu er íslenskt grænmeti, gulrætur, spergilkál og blómkál. Það er tekið ferskt af akrinum. Til að öll næringarefnin varðveitist sem best er grænmetið fryst og þannig fæst fyrsta flokks grænmeti í réttina allt árið. Í kartöflugratíninu eru íslenskar kartöflur sem geymdar eru við bestu aðstæður og því fæst ávallt úrvalshráefni í réttinn. Réttirnir eru kælivara. Þeir eru hitaðir í ofni við 180 til 200 gráður í 20 mínútur. Einnig er tilvalið að setja þá á grillið.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.