Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.11.2013, Side 2

Fréttatíminn - 29.11.2013, Side 2
Botninn 200 g Ljóma 5 egg 4 dl sykur 4 dl hveiti 1 dl kakó 2 tsk lyftiduft 2 tsk vanillusykur 2 dl mjólk Hitið ofninn í 200 gráður og smyrjið skúukökuform. Bræðið Ljómann og látið hann kólna. Hrærið egg og sykur þar til það verður ljóst og létt. Blandið hveiti, kakói, lyftidufti og vanillusykri saman og sigtið það út í deigið. Setjið Ljóma og mjólk út í og hrærið þar til deigið verður slétt. Hellið deiginu í bökunarformið og bakið í miðjum ofni í 20–25 mínútur. Skúffukaka Glassúr 75 g Ljóma 1/2 dl sterkt ka‡ 4 dl flórsykur 2 msk kakó 2 tsk vanillusykur Bræðið Ljómann. Setjið þurrefnin í skál og hrærið saman við bræddan Ljómann og ka‡ð. Leyfið kökunni að kólna aðeins áður en glassúrinn er settur á. Setjið kókosmjölið yfir kökuna og njótið. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 33 40 2 Kveikt á Oslóartrénu „Okkur er aðeins að takast að skapa þá vitund meðal íbúa að við séum með hráefni í höndunum en ekki rusl. Al- mennt má segja að meðvitund gagnvart umhverfismálum og flokkun hafi tekið við sér og meðvitund fólks um að nýta hluti betur,“ segir Ragna Halldórsdóttir, deildarstjóri hjá Sorpu, en flokkun og endurnýting úrgangs hefur aukist um helming frá árinu 2000 samkvæmt Landshögum, útgáfu Hagstofunnar. „Við erum að standa okkur ágætlega í fataflokkun í samanburði við hin Norð- urlöndin. Íbúar hinna Norðurlandanna eru að lenda í sama veseni með að flokka plast og við en plastumbúðir eru erfiður úrgangur því hann er svo marg- slunginn og farvegir fyrir efnið margir. Það hefur orðið vakning með möguleika í flokkun. Ég sé að fólk er að taka við sér með að skila til okkar plastumbúð- um,“ segir Ragna. „Við erum að gera góða hluti og samstarf Sorpu og Rauða krossins hefur verið að ganga mjög vel en fólk þarf að gera sér grein fyrir því að það má skila alls konar textíl líka,“ segir Ragna. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is  Umhverfismál Íslendingar standa sig ágætlega Fólk er duglegra að skila inn plastumbúðum ... flokkun og endurnýting úrgangs hefur aukist um helming frá árinu 2000 Helmingurinn borðar hollt Rúmur helmingur Íslendinga sem tók þátt í könnun á heilsu- venjum borðar hollan morgun- verð daglega sem og ávexti og grænmeti. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 53,4% borða hollan morgunverð daglega og 51,5% sögðust borða ávexti eða grænmeti daglega. MMR kannaði heilsuvenjur og voru 963 einstaklingar sem tóku þátt. Þeir sem styðja Vinstri græn borða mest af ávöxtum og grænmeti eða 89,5% en þeir sem styðja Pírata borða minnst eða 67,5%. Mun fleiri á aldrinum 68 ára og eldri vakna endurnærðir að morgni, eða 81,2%, en aðeins 56% þeirra sem eru 18-49 ára. Oslóartréð á Austurvelli í Reykjavík verður tendrað sunnudaginn 1. desember klukkan 16 en þá munu jólastjörnurnar Sigríður Thorlacius og Ragnhildur Gísladóttir syngja jólin í hjörtu landsmanna ásamt fleirum. Viðburðurinn hefur um áratuga skeið markað upphaf jólahalds í borginni. Jón Gnarr borgarstjóri mun veita grenitrénu viðtöku úr hendi Dag Werno Holter, sendiherra Noregs, og Rinu Marin Hansen, borgarfull- trúa Verkamannaflokksins í Ósló. Jón Gnarr tók þátt í að fella 12 metra hátt grenitréð í skóglendi utan við Osló en tréð er 42 ára gamalt og var valið fyrir 10 árum sem framtíðar vinagjöf til Reykjavíkurbúa. Heitt kakó og kaffi mun verma kalda kroppa og bílastæðahúsið í Ráðhúsinu verður opið til að auðvelda gestum aðgengi að hátíðar- svæðinu. Austurstræti 16. Fyrirhugað er að í húsinu verði inn- réttað og rekið hótel ásamt veitingastað. Hótel verður í fornfrægu húsi Dótturfélag Regins hf. og Keahótel ehf. hafa undir- ritað leigusamning um fasteignina Austurstræti 16, Reykjavík. Fasteignin sem Reginn samstæðan festi nýverið kaup á er alls 2.773 fermetrar að stærð. Fyrirhugað er að í húsinu verði innréttað og rekið hótel ásamt veitinga- stað sem hæfa mun yfirbragði og sögu hússins, að því er fram kemur í tilkynningu. Reginn mun sjá um og stýra framkvæmdum á húsinu. Gert er ráð fyrir að rekstur geti hafist í lok næsta sumars. Keahótel ehf. eru einn af stærri leigutökum Regins en fyrirtækið leigir einnig Hótel Kea á Akureyri. - jh  sakamál svissneskUr fjölmiðill fjallar Um leit rönkU að syninUm Svissneskur fjölmiðill fjallar um son Rönku Stærsta alþjóðlega fjölmiðlasamsteypa Sviss vinnur að umfjöllun um Rönku Studic sem telur að sonur hennar hafi nýfæddur verið seldur til Sviss. Hún fæddi hann á stríðstímum í Serbíu og í ljós hefur komið að þar var starfandi svartur markaður með ungbörn. Rönku var sagt að sonur hennar væri dáinn en fyrir fjórum árum fékk hún dularfullt símtal þar sem henni var sagt að hann væri enn á lífi. Rönku var sagt að sonur hennar hefði dáið á sjúkra- húsinu. r ingier, stærsta alþjóðlega fjölmiðla-samsteypan í Sviss, vinnur að um-fjöllun um mál Rönku Ingu Studic sem telur að sonur hennar hafi verið seldur nýfæddur til Sviss. Fréttatíminn fjallaði um málið í síðustu viku í tengslum við útkomu bókar Elínar Hirst um sögu móður- innar sem ber heitið: Barnið þitt er á lífi. Fréttamaður á Ringier hafði samband við Fréttatímann í vikunni til að fá nánari upp- lýsingar um málið. Eins og fram hefur komið fæddi Ranka son á sjúkrahúsi í Jakodínu í Serbíu þann 7. júlí 1992 og er hann því 21 árs í dag, ef hann er á lífi. Rönku var sagt að sonur hennar hefði dáið á sjúkrahúsinu en á þess- um tíma, þegar stríð geisaði í landinu, voru þegar farnar að heyrast sögusagnir um að nýfæddum börnum væri rænt frá foreldrum sínum á sjúkrahúsinu og þau seld úr landi fyrir fúlgur fjár. Fyrir fjórum árum fékk Ranka dularfullt símtal í heimasímann sinn í Kópavogi. Við grípum hér niður í orð Rönku úr síðasta blaði: „Þegar ég svara er kona á hinni línunni sem talar mitt tungumál og spyr um mig með nafni. Hún segir að ég hafi fætt dreng á sjúkrahúsinu í Jagodínu þann 7. júlí árið 1992 klukkan sex. Mér bregður mikið og ég spyr hvernig hún viti þetta. Þá segist hún í rúm sautján ár hafa haft þetta mál á samviskunni en hún hafi ekki getað þagað lengur. „Drengurinn þinn er á lífi,“ segir hún. Konan segir að hann heiti Ratko og hafi verið seldur af fæðingardeildinni til efnaðrar fjölskyldu í Sviss. Síðan lagði hún á.“ Ringier gefur út 120 dagblöð og tímarit, fjölda sjónvarps- og útvarpsstöðva auk 80 vefmiðla, en fjölmiðlasamsteypan er með útibú meðal annars í Þýskalandi, Ungverja- landi og Kína. Það eykur því enn líkurnar á að Ranka og Zdravko Studic, eiginmaður hennar, finni son sinn ef hann er á lífi að þessi stóra fjölmiðlasamsteypa fjallar um mál þeirra. Auk þess hyggjast þau hafa samband við serbneska blaðamanninn Misa Ristovic sem fjallaði mikið um hina svokölluðu „barnamafíu“ í Serbíu sem hafði á sínum snærum lækna og annað hjúkrunarfólk sem aðstoðaði við að ræna nýfæddum börnum til að selja úr landi. Hann komst að því að minnst þrjú hundruð fjölskyldur grunaði að börnunum þeirra hefði verið stolið og var upplifun þeirra allra af sjúkrahúsvistinni svipuð, og mjög áþekk reynslu Rönku. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Ranka Inga Studic sagði sögu sonar síns í síðasta Fréttatíma en hún telur að honum hafi verið rænt og hann sé enn á lífi í Sviss. Stærsta alþjóðlega fjölmiðlasam- steypa Sviss ætlar að fjalla um málið. Ljósmynd/Hari 2 fréttir Helgin 29. nóvember-1. desember 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.