Fréttatíminn - 29.11.2013, Qupperneq 4
GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
HÁGÆÐA JÓLALJÓS
Skoðið úrvalið á
www.grillbudin.is
Opið kl. 11 - 16 laugardag
Opið kl. 13 - 16 sunnudag
LED
Mikið úrval vandaðra útisería
fyrir fyrirtæki og heimili
Frá Svíþjóð
Opið fyrir umsóknir
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
SV-átt, hVeSSir í kVöld með rigningu eða
Slyddu en þurrt auStantil Og hiti um 0 stig.
höfuðbOrgarSVæðið: SV 5-13, m/S
og rigning. Hiti 0 til 3 Stig.
SV 10-18 m/S. rigning með köflum en þurrt
auStaSt. hiti 2 til 7 Stig en kólnandi .
höfuðbOrgarSVæði: SV 8-15 m/S og Slydda
eða rigning með köflum. Hiti 0 til 4 Stig.
Vaxandi Suðlæg átt Og úrkOma Víða um land
Og hlýnar aftur. hiti 0 til 6 Stig Og hlýnar.
höfuðbOrgarSVæði: S 8-10 m/S
og rigning. Hiti 3 til 6 Stig
umhleypingar
Suðvestan og vestanáttir ríkjandi
með vætutíð um landið vestanvert,
en léttir til um tíma um landið
austantvert. Strekkingur eða hvass-
viðri um allt land, en lægir lítið eitt á
milli veðrakerfa á
laugardagskvöld.
Hitinn dansar í
kringum frostmark
með tilheyrandi
útgáfum af
úrkomu.
1
-2 -2
-2
2
4
4 5 6
4
5
2 -2 -2
6
elín björk Jónasdóttir
vedurvaktin@vedurvaktin.is
kærleikskúlan afhjúpuð
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur
gefið út Kærleikskúluna í ellefta sinn en
sölutekjur eru notaðar til þess að auðga
líf fatlaðra ungmenna með því að efla
starfsemi reykjadals. agnes Sigurðardótt-
ir, biskup Íslands, blessaði kúluna og hlaut
Hrefna Haraldsdóttir kærleikskúluna í ár.
Hrefna hefur unnið að málefnum fatlaðra í
um hálfa öld en hún hætti að vinna á árinu
vegna aldurs. Sýning á kærleikskúlunni
verður sett upp í glugga Hafnarborgar sem
snýr að Strandgötu en salan stendur frá
5.-19. desember næstkomandi.
Búið er að opna fyrir umsóknir í frumkvöðla-
keppnina gulleggið 2014. keppnin hefur alið af
sér fjölda sprotafyrirtækja sem sum eru orðin
að stórum og þekktum fyrirtækjum. megin-
markmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir
ungt athafnafólk að öðlast þjálfun og reynslu
í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri
fyrirtækja. gulleggið er gott tækifæri fyrir
frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum á
framfæri og gera úr þeim raunverulegar og
markvissar áætlanir sem miða að stofnun fyrir-
tækja. Samhliða keppninni er þátttakendum
í samstarfsháskólum innovit boðið upp á
námskeið, ráðgjöf og aðstoð sérfræðinga.
frá mótun hugmyndar til áætlanagerðar og
þjálfunar í samskiptum við fjárfesta.
Þúsundasta innova
kerfið selt
Marel hefur selt þúsund Innova kerfi frá
árinu 2008 en nú eru eitt eða fleiri kerfi
seld og sett upp á hverjum virkum degi.
innova er hugbúnaður sem hjálpar
matvælaframleiðendum að hámarka
verðmæti og nýtingu hráefnisins í gegnum
allt vinnsluferlið, frá móttöku hráefnis til
vöruafhendingar. innova hugbúnaðurinn
er meðal annars upplýsinga-, pöntunar-
og samhæfingarbúnaður sem gerir alla
vinnslu skilvirkari í stórum sem og litlum
framleiðslufyrirtækjum. Innova er fimmta
kynslóð kerfishugbúnaðar sem Marel
hefur þróað en markmiðið hefur verið að
færa tæknina inn í matvælavinnslu til að
auka afköst, nýtingu og gæði. Þ að þarf engan geim-vísindamann til að sjá að dagskráin mun taka
breytingum,“ segir Skarphéð-
inn Guðmundsson, dagskrár-
stjóri Ríkissjónvarpsins.
Páll Magnússon útvarps-
stjóri kynnti á miðvikudag að
draga þyrfti árlegan rekstrar-
kostnað RÚV saman um 500
milljónir króna. Í kjölfarið var
39 starfsmönnum sagt upp en
allt í allt mun þeim fækka um
60. Páll kynnti jafnframt að
nokkrir dagskrárliðir í útvarpi
og sjónvarpi muni hverfa,
öðrum fækki og enn aðrir
muni styttast og þynnast, eins
og það var orðað.
„Það er ekki tímabært að
gefa upp hvaða breytingar
verða á dagskránni. Við munum fara ofan
í saumana á því með starfsfólki í næstu
viku. Af tilliti við starfsfólkið getum við
ekki talað um breytingarnar við fjölmiðla
að svo stöddu,“ segir Skarphéðinn.
Augljóst er að Kastljósið verður ekki
svipur hjá sjón að óbreyttu. Níu manns
störfuðu við þáttinn en samkvæmt upp-
lýsingum Fréttatímans er reiknað með
4,5 stöðugildum við þáttinn hér eftir. Þá
er viðbúið að ýmsir fastir þættir verði
styttir og þeim fækkað yfir veturinn. Eins
má líklegt telja að hætt verði
við kaup á dýru efni eða því
frestað.
„Dagskrárdeildin mun hafa
úr minna fé að spila en áður
og þar af leiðandi dregur úr
getu okkar til að framleiða
efni. Það er líklegt að þáttum
muni fækka og það verði færri
þættir yfir veturinn af föstum
liðum. Það mun ýmislegt sjást
en það er okkar að reyna að
láta eins lítið á sjá og mögu-
legt er.“
Þú varst ráðinn dagskrár-
stjóri fyrir ári síðan. Kemur
þessi niðurskurður þér á
óvart?
„Svona aðgerðir, þó þurft
hafi að skera niður meira en
marga grunaði, eiga ekki að
koma mönnum á óvart. Það er búinn að
vera markviss niðurskurður á þessari
stofnun og ég sá ekki nein teikn um að
það væri að fara að breytast. Þetta er
alltaf háð afkomu ríkisins. Það er svo
áskorun að spila úr því sem úthlutað er
hverju sinni á sem sanngjarnastan hátt,
að hámarka það sem hægt er að gera og
sinna þeirri þjónustu sem ætlast er til.“
höskuldur daði magnússon
hdm@frettatiminn.is
Niðurskurður á dagskrá
RÚV kynntur eftir helgi
Fjölmiðlar uppsagnir og niðurskurður í dagskrá rÚv
mikil ólga hefur
verið í kringum
rÚV í vikunni
vegna uppsagna
39 starfsmanna.
Afleiðingar
niðurskurðar
upp á hálfan
milljarð eru
þó ekki allar
komnar fram
því í næstu viku
verða kynntar
breytingar á
dagskrá. Þáttum
verður fækkað
og þeir styttir.
framtíð kast-
ljóssins óviss.
Skarphéðinn
guðmundsson.
Kastljósið hefur verið eitt af flaggskipum RÚV undanfarin miss-
eri. Viðbúið er að breytingar verði á þættinum eftir að dag-
skrárgerðarfólki var fækkað til muna. Þátturinn hefur heyrt
undir dagskrárdeild síðan Þórhallur gunnarsson var bæði
dagskrárstjóri og ritstjóri þáttarins. ekki er ólíklegt að stjórn-
endur í efstaleiti sjái sér hag í að færa stjórn þáttarins undir
fréttastofuna þó engin ákvörðun um það hafi verið kynnt.
Skarphéðinn kveðst ekki vita hvað framtíð þáttarins ber í
skauti sér. „enn sem komið er tilheyrir kastljósið dagskrárdeild
og er með sjálfstæða ritstjórn, óháð fréttastofu. Ég veit ekki
hvernig okkur tekst að spila úr því. Það hefur verið skorið svo
mikið niður að við verðum að meta það.“
óvíst um framtíð kastljóssins
Breytingar verða á dagskrá Sjónvarpsins á næstunni eftir að mikill niðurskurður hjá rÚV var kynntur í vikunni. Ljósmynd/Hari
4 fréttir Helgin 29. nóvember-1. desember 2013