Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.11.2013, Page 12

Fréttatíminn - 29.11.2013, Page 12
Hvort heldur máli Geirs fyrir Mannréttindadómstólnum lýkur með efnislegri niðurstöðu eða sátt er mikilvægt að íslensk stjórnvöld láti sér Landsdómsmálið að kenningu verða. Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. L Landsdómsmálið svokallaða varð til þess að margir voru með óbragð í munni meðan á því stóð og eftir að niðurstaða fékkst. Eins og flestum er í fersku minni ákærði Alþingi Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra, einn manna fyrir van- rækslu í starfi í kjölfar bankahrunsins og fól saksóknara Alþingis að sækja málið fyrir Landsdómi. Í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 hafði Alþingi skipað rannsóknarnefnd sem komst að því vorið 2010 að íslenskir ráðherrar hefðu sýnt af sér vanrækslu. Meiri- hluti þingmannanefndar sem skipuð var til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar- innar komst að þeirri niður- stöðu um haustið það sama ár að leiða bæri fjóra ráðherra fyrir Landsdóm. Niðurstaða Alþingis varð hins vegar sú að ákæra aðeins Geir. Sú niðurstaða var umdeilanleg, svo ekki sé meira sagt og breytti málinu í raun í flokkspólitísk átök og sýndi um leið þær veilur sem í lögunum um Landsdóm felast. Niðurstaða Landsdóms á liðnu ári var að sýkna Geir H. Haarde af þremur ákæruat- riðum af fjórum en hann var sakfelldur fyr- ir eitt ákæruatriðið, án þess þó að honum væri gerð refsing, það er að segja að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Eftir að Landsdómur hafði kveðið upp sinn dóm sagði Róbert Spanó lagaprófessor að ákæra í dómsmáli þyrfti að byggja á faglegu og yfirveguðu lögfræði- legu mati en núverandi fyrirkomulag byði upp á að önnur sjónarmið drægjust inn í það mat. Í gildandi kerfi um Landsdóm sé á ferðinni samkrull lögfræði og pólitíkur sem sé fyrirbæri sem hafi verið mun meira viðurkennt í upphafi liðinnar aldar en í dag. „Í nútímalögfræði,“ sagði lagaprófessorinn, „reynum við eftir fremsta megni að skilja vel á milli lögfræði og pólitíkur.“ Það var því miður ekki gert þegar Al- þingi lagði út á það hála svell að kalla sam- an Landsdóm í fyrsta sinn. Það sást einna skýrast þegar fjórir tilteknir þingmenn Samfylkingarinnar greiddu atkvæði með því að ákæra Geir en gegn því að ákæra Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, hinn leiðtoga ríkisstjórnarinnar í samsteypu- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylking- arinnar. Ingibjörg Sólrún lýsti því yfir að rangt hefði verið pólitískt, siðferðislega og réttarfarslega að kalla saman Landsdóm til að rétta yfir Geir H. Haarde. Þótt Geir hafi verið sýknaður af alvar- legustu ákæruatriðunum og ekki gerð refsing undi hann sakfellingunni í fjórða ákæruliðnum illa. Hann kærði íslenska ríkið því til Mannréttindadómstóls Evrópu. Nú liggur fyrir að Mannréttindadómstóll- inn tekur málið til meðferðar og hefur sent innanríkisráðuneytinu erindi þar sem það er staðfest. Mannréttindadómstóllinn leggur sex spurningar fyrir stjórnvöld og auk þess ber þeim að útvega dómstólnum enska þýðingu af dómi Landsdóms og öðrum ákvörðunum sem tengjast málinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkis- ráðherra segir það að Mannréttindadóm- stóllinn taki málið til meðferðar hljóti að fela í sér ákveðna viðurkenningu á því að til málsins gegn Geir hafi ekki verið stofnað með réttmætum eða sanngjörnum hætti. Andri Árnason, lögmaður Geirs, segir ástæðu þess að dómstóllinn taki málið til meðferðar séu óeðlileg frávik í því og alveg tilefnislaus. Dómstóllinn meti að fram- lögðum svörum íslenskra stjórnvalda hvort málið verði tekið til efnismeðferðar. Af málflutningi hans má þó ráða að hann telji líkur á því enda séu pólitísk réttarhöld ein- hver þau alverstu þannig að þau fái alltaf skoðun. Lögmaðurinn útilokar þó ekki að málinu ljúki með sátt. Hvort heldur máli Geirs fyrir Mann- réttindadómstólnum lýkur með efnislegri niðurstöðu eða sátt er mikilvægt að ís- lensk stjórnvöld láti sér Landsdómsmálið að kenningu verða. Alþingi á ekki að hafa ákæruvald, það á að skilja milli lögfræði og pólitíkur. Svo virðist raunar vera því for- ráðamenn núverandi ríkisstjórnar lýstu því yfir á liðnu sumri að sett yrði af stað vinna sem miðaði að því að breyta lögum og leggja niður Landsdóm. Landsdómur verði lagður niður Samkrull lögfræði og pólitíkur Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Vikan í tölum 39 starfsmönnum var sagt upp á RÚV en að sögn Páls Magnússonar útvarpsstjóra þarf að skera niður rekstrarkostnað um hálfan milljarð á næsta ári vegna niðurskurðar á fjárframlögum frá ríki. 400 íbúar Vestur- bæjar skrifuðu undir yfirlýsingu til borgarstjóra þar sem vonbrigðum er lýst yfir því hve lítið mark hefur verið tekið á ábendingum og athugasemdum íbúa vegna deiliskipulagstillögu fyrir Vesturbugt. 56 af hundr- aði er fylgi meiri- hlutaflokkanna í borginni, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. 170 farþegar voru um borð í flugi Ice- landair til New York sem snúa þurfti við vegna erfiðleika. 663 milljónir eru heildar- greiðslur ríkisins vegna svokallaðra sanngirnisbóta vegna unglinga- heimila ríkisins. Alls hafa um 800 manns krafist sanngirnis- bóta en talið er að um 5200 geti gert tilkall til þeirra. 1,7 milljónir evra falla í skaut Íslenskra orku- rannsókna, ÍSOR, sem er hluti af styrk upp á 10 milljónir evra sem Evrópu- sambandið veitti verkefni sem hefur það að markmiðið að þróa nýjar aðferðir til að rannsaka og meta jarðhitakerfi og stað- setja borholur með markvissari hætti. 260 þúsund krónur á ári greiðir sá sem borgar hæstu lóðarleiguna innan Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Alls greiða 82 lóðarleigu á svæðinu. 3,7 prósenta verðbólga hefur mælst síðustu tólf mánuði og hefur verðbólga verið yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í 32 mánuði samanlagt. hefjast 2. og 3. desember 4 vikna námskeið Ný námskeið N ý ná m sk ei ð Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is 60 ára og eldri: Í form fyrir golfið Sérhæfð þjálfun fyrir golfara Þri. og fim. kl. 12:10. Jóga Þri. og fim. kl. 12:00. Grunnur Mán. og mið. kl. 12:00. Framhald Zumba og Zumba toning Dansaðu þig í form! Þri. og fim. kl. 16:30. Kvennaleikfimi Gamla góða leikfimin fyrir konur Mán., mið. og föst. kl. 16:30. Uppselt Þri. og fim. kl. 10:00. Morgunþrek Fjölbreyttir púl tímar fyrir karla og konur Mán., mið. og föst. kl. 7:45 eða 09:00 Leikfimi 60+ Mán. og mið. kl. 11:00. Mán. og mið. kl. 15:00. Þri. og fim. kl. 10:00. Zumba Gold 60+ Fyrir þá sem hafa gaman af að dansa. Þri. og fim. kl. 11:00. 12 viðhorf Helgin 29. nóvember-1. desember 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.