Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.11.2013, Side 16

Fréttatíminn - 29.11.2013, Side 16
Demanta hlaupari heillaður af skordýrum Orri Finnbogason fór 19 ára gamall í jólafrí til systur sinnar í New York eftir að hafa misst móður sína í umferðarslysi. Jólafríið varð að fimm árum í stórborginni þar sem hann lærði demantaísetningar í staðinn fyrir að sendast með verðmæta skartgripi til viðskiptavina, og var því svokallaður demantahlaupari. Eftir að hann flutti aftur til Íslands kynntist hann Helgu Gvuðrúnu Friðriksdóttur og í ljós kom að þau höfðu nánast verið nágrannar í New York án þess að vita hvort af öðru. Þau hanna nú saman undir merkinu Orri Finn og voru að setja nýja línu á markað þar sem þau sækja inn- blástur til Forn-Egypta. P arið Orri Finnbogason og Helga Gvuðrún Friðriks-dóttir hanna saman undir nafninu Orri Finn og eru að setja á markað sína aðra línu, Scarab, þar sem innblástur er sóttur í scarab- bjöllurnar sem Forn-Egyptar álitu heilagar. „Þeir tengdu bjölluna við sólarguðinn og endurfæðingu. Bjallan ýtti á undan sér stórri drullukúlu sem inni í var allur matarforði hennar, og þar geymdu þær líka eggin sín. Sólar- guðinn ýtti sólinni inn í sjóndeildar- hringinn á hverjum morgni. Þeir sáu þessi líkindi og voru bjöllurnar skornar út og notaðar sem verndar- gripir. Þær voru jafnvel jarðaðar með faróum,“ segir Helga. Á Hönnunar- mars í fyrra sýndi Orri stóra eftir- líkingu af scarab-bjöllu úr steinum og silfri, en steinaísetning er eitt af sérsviðum hans. Í framhaldinu ákváðu þau að hanna heila línu með bjöllunum. „Sem barn eignaðist ég eftirlíkingu af scarab sem var skorin út í lítinn stein. Ég var alveg heilluð af henni og svo kom í ljós að Orri var líka alveg heillaður af skordýrum,“ segir hún. „Við gerðum tvenns konar bjöllur og vængirnir þeirra voru líka innblástur,“ segir Orri. Fyrri lína þeirra kallaðist Akkeri og vakti mikla athygli. Báðar línurnar eru hannaðar þannig að flestir grip- irnir eiga að henta bæði körlum og konum. „Það eru fáir sem hanna fyrir bæði kynin og okkur langar svolítið að breyta því að skartgripir séu alltaf tengdir bara við konur,“ segir Helga. Meðal þeirra sem heilluðust af Akk- eri-línunni er aðalleikkona myndar- innar Málmhaus, Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, sem skartaði Akkeri við heimsfrumsýningu myndarinnar í Toronto. „Þetta er skart fyrir töffara,“ segir Orri. Í staðinn fyrir brynvarðan bíl Helga er með bæði hálsmen og eyrnalokka úr Akkeri-línunni þegar þau taka á móti mér á heimili sínu við Vesturgötu í Reykjavík. Þau búa á þriðju hæð með gott útsýni yfir sjóinn. „Útsýnið er það besta við þessa íbúð,“ segir Helga. Bæði hafa þau sterka tengingu við sjóinn, Helga eyddi æskusumrunum hjá móðurfjölskyldu sinni í Hnífsdal og Orri er uppalinn á Akranesi. „Ég bjó þar með mömmu minni. Ég á fjórar eldri systur sem all- ar voru fluttar að heiman. Við mamma vorum rosalega góðir vinir og mjög náin. Þegar ég var 19 ára dó hún í umferðarslysi og það var mikið áfall. Ég fann að ég þurfti að skipta um um- hverfi og ákvað að eyða jólunum hjá systur minni sem bjó í New York,“ segir Orri. Þetta var árið 1995 og jóla- leyfið varð að fimm árum. Systir hans starfaði sem fasteignasali í borginni og í gegnum sambönd útvegaði hún honum vinnu á skartgripaverkstæði á Manhattan, 47. stræti sem er miðstöð skartgripaverslana. Orri Finnsson og Helga Gvuðrún Friðriksdóttir á vinnustofunni þar sem þau hafa undanfarið ár unnið að nýju línunni, Scarab. Ljósmynd/Hari Framhald á næstu opnu 16 viðtal Helgin 29. nóvember-1. desember 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.