Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.11.2013, Page 32

Fréttatíminn - 29.11.2013, Page 32
R ithöfundurinn Andri Snær Magnason gerði stormandi lukku fyrir fjórtán árum með barnabók sinni um Bláa hnött­ inn. Og ekki vakti hann minni athygli 2006 með bók sinni Draumalandið þar sem hann tók umhverfismál föstum tökum. Bókinni var fylgt eftir með sam­ nefndri heimildarmynd og bókin hefur í raun verið í umræðunni allar götur frá útgáfunni enda löngu orðin hálfgerð biblía náttúruverndarsinna á Íslandi. Andri Snær er nú mættur aftur til leiks með sína fyrstu bók í sjö ár. Tímakistan er barnabók sem höfundur­ inn lagði þó upp með að ætti að geta skemmt þeim fullorðnu líka. Andri Snær segir söguna vera blöndu af ævintýri og öfugsnúinni útópíu, svokallaðri dystópíu og að hún gerist í „skrýtnum heimi“. Líta megi á bókina sem einhvers konar táknsögu um að það sé ekki alltaf hægt að bíða eftir „rétta tímanum“ þótt vissulega geti löngunin eftir því að geta sleppt ákveðnum leiðindatíma verið sterk. „Það gæti til dæmis verið gott að fara ofan í kassa og koma ekki út úr honum fyrr en allir eru orðnir glaðir í kommenntakerfinu.“ Aðspurður segir höfundurinn að það sé náttúrlega „náttúrutaug“ í öllu og að Tímakistan sé þar engin undantekning. „Það fer bara eftir því hvernig menn túlka hlutina“, segir hann og nefnir Love Star, skáldsögu sína frá 2002, til sögunn­ ar. „Love Star var kannski ekki beinlínis náttúrutengd en kannski er þetta dálítið svipað hér og þar, að allir vita að það er eitthvert vesen í gangi en bíða eftir því að einhver annar geri eitthvað í því. Það má kannski túlka þetta þannig að ég hafi gefist upp á fullorðna fólkinu og bindi vonir við að unga kynslóðin muni búa yfir meira ímyndunarafli og viti hvernig á að leysa málin,“ segir Andri Snær og talinu víkur aftur að Drauma­ landinu. „Ástæðan fyrir því að ég samdi Draumalandið á sínum tíma var að þannig náði ég bara að segja ákveðna hluti sem þurfti bara að segja og losaði mig kannski þannig undan því að þurfa að segja það í öllum bókunum mínum. Ég náði að koma því frá en ég held þó hins vegar að það væri mjög barnalegt að ímynda sér að umhverfismálin verði ekki enn frekar í brennidepli í framtíðinni. Ég held að þau eigi eftir að verða miklu plássfrekari en þau eru nú.“ Og Andri Snær hefur heldur síður en svo hætt að hugsa um umhverfið þótt hann hafi komið sjónarmiðum sínum skil­ merkilega áleiðis með Draumalandinu. „Ég hef haldið mikið af fyrirlestrum um þessi mál. Er ennþá að því og hef ekki alveg yfirgefið þau. Þessi saga var samt búin að banka mjög fast og í stað þess að skrifa hrunbók eða eitthvað annað hafi ég bara tekið inn mikið af þessum áhrif­ um og dembt þeim inn í söguna.“ Andri Snær segir alls konar þætti bera merki þessa og nefnir til dæmis að kon­ ungurinn í sögunni sé óður heimsvalda­ sinni. „Ég held að hugmyndin hafi verið að búa til sögu sem krakkar geti kannski fundið annan flöt á þegar þeir verða eldri og um leið sögu sem foreldrum þætti líka gaman að lesa og jafnvel ræða um við krakkana. Semsagt sögu sem gæti verið jafn mikið fyrir börn og fullorðna. Það er vandasamt en mér sýnist á góðum við­ brögðum sem ég hef fengið að það hafi heppnast ágætlega. Það var að minnsta kosti einhver sem kvartaði yfir því í Ey­ mundsson á Akureyri að bókin væri bara í barnabókarekkanum og vildi fá hana yfir í fullorðnu deildina líka.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn Fræðsla er besta forvörnin Blátt áfram fræðir fullorðna! Ferillinn í stuttu máli Fyrir Söguna af bláa hnettinum sem Áslaug Jónsdóttir mynd- skreytti hlaut Andri Snær Íslensku bókmenntaverðlaunin 1999 í flokki fagurbókmennta og var það í fyrsta sinn sem barnabók hlaut þau verðlaun. Bókin hefur verið þýdd á nokkur erlend tungumál. Árið 2002 hlaut Andri Snær Menn- ingarverðlaun DV í bókmenntum fyrir skáldsöguna LoveStar og árið 2006 hlaut hann enn Íslensku bókmenntaverðlaunin, í flokki fræðirita, fyrir Draumalandið. Tímakistan Eitthvað furðulegt hefur gerst. Mannkynið húkir í draugalegum kössum og bíður betri tíma. Á meðan hefur skógurinn yfirtekið borgirnar, úlfar ráfa um götur og skógarbirnir hafa hertekið verslunarmiðstöðvar. Hvað kom fyrir? Enginn getur svarað því nema gömul kona sem vakir í einu húsanna. Áratugum saman hefur hún safnað sögum um prinsess- una af Pangeu og föður hennar, Dímon konung, sem í árdaga sigraði heiminn og reyndi að því loknu að sigra tímann. Tíminn líður hratt á þessum líflegustu tímum allra tíma og þótt það kunni að hljóma undarlega eru fjórtán ár liðin síðan rithöfundurinn Andri Snær Magnason sendi frá sér hina margrómuðu og vinsælu barnabók Sagan af bláa hnettinum. Hann hefur nú sent frá sér barnabókina Tímakistan en hún er fyrsta bók hans síðan hann sagði flest sem hann taldi sig þurfa að segja um umhverfismál í Draumalandinu 2006. Andri Snær segir að ef til vill megi líta svo á að, þar sem hann sendi nú aftur frá sér barnabók, hafi hann gefist upp á fullorðna fólkinu og bindi vonir við ungu kynslóðina. Andri Snær Magnason hristi upp í samfélaginu með Drauma- landinu 2006 en snýr sér nú aftur að börnum með nýju bókinni sinni Tímakistunni. Ljósmynd/Hari Bindur vonina við ungu kynslóðina Það má kannski túlka þetta þannig að ég hafi gefist upp á fullorðna fólkinu og bindi vonir við að unga kynslóðin muni búa yfir meira ímynd- unarafli. 32 viðtal Helgin 29. nóvember-1. desember 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.