Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.11.2013, Page 44

Fréttatíminn - 29.11.2013, Page 44
hvað af bókunum hans? „Hann les ekki bækur,“ segir Óttar og brosir. „Ég les bara leikstjórabækur og Búdda-bækur. Það er það eina sem ég les,“ segir Óli. „Ég man að ég sá mynd af Óttari í blaði og las viðtal við hann, fékk ágætis tilfinningu og heyrði bara í honum. Svo finnur maður þetta bara einhvern veginn í hjartanu hvort það sé tenging eða ekki og það vill bara svo til að á milli okkar var tenging. Slíkt er allt ekki sjálfgefið.“ Sami grunnurinn „Þannig að Óttar fékk í raun grunninn af handritinu frá okkur og svo er þetta einfaldlega bara hans verk og hann tók sína stefnu. Hann hefur ekki séð handritið,“ heldur Óli áfram. „Nei, ég gerði í því að lesa ekki handritið. Ég vildi ekki mengast af alveg nákvæmum útfærslum á senum. Það var mjög gott að hafa bara grunnbyggingu sögunnar,“ segir Óttar. „Það er líka skemmtilegt að þetta hefur bara aldrei verið gert áður, í það minnsta ekki á Íslandi. Að það sé fyrst gerð bíómynd og svo komi framhaldið af henni í bók. Það er skemmtilegt hvernig þessi ólíku listform kallast á,“ segir Óli. Og þótt grunnur bókarinnar og bíómyndarinnar sé sá sami þá er í raun um tvö ólík verk að ræða. „Þetta er bara eins og þegar maður fer í bíó og sér mynd sem er gerð eftir skáldsögu þá sér maður alltaf eitthvað sem er allt öðruvísi. Miðl- arnir eru svo ólíkir að það er hrein- lega ekki hægt að hafa algjört copy/paste.“ „Svo er þetta líka þannig að þú last ekki handritið og ég les ekki bókina þína og er að klippa þannig að við fáum báðir okkar svæði.“ Óttar og Óli náðu strax mjög vel saman eftir „stefnumótið“ og þeir tveir og Hrafnkell lesa mikið yfir hvor hjá öðrum, gefa góð ráð og harða gagnrýni ef svo ber undir. „Ég vinn mikið með Hrafnkeli og þessi samvinna okkar þriggja er mjög spennandi. Það ríkir full- komið traust á milli okkar og menn geta verið mjög aggressívir í gagnrýni en því er aldrei tekið illa. Mér finnst þetta eiginlega það skemmtilegasta við þessa vinnu, að finna svona leikskólahópa til að fá með út að leika.“ Geimverur í yfirheyrslu Til stendur að endur- gera Borgríki í Banda- ríkjunum og sögusviðið færist þá frá Reykjavík til Chicago. „Það er verið að gera handrit að henni á ensku sem gerist í Chicago og er með sömu persónum en þarf að setja þetta yfir á bandarísku,“ segir Óli og bætir við að James Mangold stefni enn að því að leikstýra myndinni. „Þetta bíður í rauninni eftir að hand- ritshöfundurinn sé búinn með uppkast sem þarf að samþykkja áður en það fer lengra.“ Hvað hann sjálfan varðar segir Óli Borgríki hafa komið sér í samband við fjölda fólks í Bandaríkjunum sem séu þegar farin að skila árangri. En hann hefur meðal annars selt framleiðslufyrirtækinu Lionsgate geimvísindasöguna, Revoc, sem Óttar aðstoðaði hann með. „Revoc er vísinda- skáldskapur sem Óttar og Hrafnkell hjálpuðu mér með. Við útfærðum þetta saman og Lionsgate keypti þetta og er að gera handrit. Ef af þessu verður þá er þetta 50 milljón dollara mynd sem verður gerð. En það eru alltaf endalausir fyrirvarar. Ég er tengdur við þetta með leikstjórn í huga en svo mega þeir alltaf reka mann.“ Óli segist ekki mega segja margt um Revoc, eiginlega bara ekkert meira en þetta: „Hún fjallar um mann sem yfirheyrir geimverur. Það er það sem má segja.“ Óli hefur verið á flakki milli Íslands og Los Angeles síðustu mánuði og þannig verður þetta eitthvað áfram. „Ég hef verið að fara svolítið fram og til baka og er tengdur tveimur til þremur öðrum verkefnum úti. En þetta er alltaf það sama og það er verið að bíða eftir fjármagni, finna réttu leikarana og svo framvegis. Þetta er ógeðslega spennandi en maður vill samt ekkert fara að gera eitt- hvert bull bara til að gera bull.“ Óli er á kafi í klippingu Borg- ríkis II en fer aftur út á næsta ári. Hugmyndirnar koma í útlöndum Óttar býr á Spáni en segist þó vera furðu mikið á Íslandi. „En bækistöðin mín er á Spáni. Ég á spænska kærustu og hún vinnur þar þannig að ég er mikið þar. Mér finnst rosalega gott fyrir mig sem rithöfund að vera í öðru landi. Mér finnst líka eins og ég fái alltaf hug- myndir í útlöndum. Mér finnst ég aldrei fá hugmyndir á Íslandi. „Ég þekki þetta líka.“ Tekur Óli undir. „Já, finnurðu fyrir þessu?“ Spyr Óttar. „Ég get unnið handavinnuna ágætlega hérna og ég get unnið úr hugmyndum annarra, hitt Óla þig en þegar kemur að frumlegum hugmyndum þá kemur ekki neitt. „Ég er alveg sammála þér,“ segir Óli. „Það er oft þannig að ég er bara nýlentur á Spáni, kannski bara í rútunni frá flugvellinum, þá gerist eitthvað, einhver krani opnast sem hefur stíflast eftir kannski tvo mánuði á Íslandi og hugmyndirnar flæða bara fram.“ „Þegar ég fékk þessa geimvís- indasöguhugmynd, Revoc, þá var ég í þunglyndi í Los Angeles. Það er sko alveg nastí staður. Þótt það sé ógeðslega gott veður og svona þá er ekkert þyngarafl þarna og það ruglar í þér. Þá fékk ég þessa hugmynd og þetta er rosalega oft svona þegar ég ferðast, þá kemur bara allt öðruvísi tegund af dán- lódi í hausinn á manni.“ Á meðan Óli þreifar fyrir sér í kvikmyndagerð í Hollywood hefur Óttari gengið ágætlega að koma sér á framfæri í Evrópu. „Bækurnar mínar hafa komið út á spænsku, frönsku, þýsku og hollensku,“ segir hann. „Sólkross og Hnífur Abrahams eru vinsælastar og þetta eru alveg nokkur Evrópulönd sem hafa hrannast inn og áhugi frá fleiri löndum þannig að þetta er rosa fínt.“ Franskur útgefandi Óttars hefur þegar sýnt Blóði hraustra manna áhuga en þar heilla ekki síst tengslin milli skáldsögu og kvikmyndar. „Sólkross var að koma út í Frakklandi fyrir nokkrum mán- uðum þannig að ég hef verið að fara á bókmenntahátíðir og ég hitti akkúrat forlagið mitt og umboðskonuna úti í París fyrir mánuði síðan. Þau vissu af þessu með Borgríki og ég sá að þau voru mjög áhugasöm. Þannig að það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom til Íslands var að fá eintak af bókinni minni og senda út til Frakklands. Þau vildu fá eintak sem allra fyrst svo lesari gæti farið yfir hana. Þannig virkar þetta í bóka- bransanum. Það er alltaf lesari sem les fyrir forlagið og metur verkin en ég fann strax að þau voru hrifin af þessari tengingu bíómyndar og bókar. Svo sjáum við til hvað gerist.“ „Síðan verður spennandi að sjá hvernig giftingin tekst, þegar myndin kemur á næsta ári. Það verður áhugavert að sjá hvernig þær giftast og bæta kannski hvor aðra, bíómyndin og bókin. Þetta verður skemmtileg tenging.“ Óttar er á sama máli. „Það var náttúrlega þarna sem ég sá strax möguleikana. Vegna þess að plottið hjá Óla og Hrafnkeli var 100% þurfti ég engu að bæta við þar en sá möguleikana þar sem skáldsagan hefur yfirburði. Í bók er hægt að fara djúpt ofan í huga hverrar persónu. Að því leyti finnst mér bókin að bæta við söguheim Borgríkis, bæði í mynd 1 og 2 þar sem við komumst dýpra ofan í huga persónanna en býðst í 90 mínútna mynd.“ Andlegir auðmenn En með þennan byr í seglin, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, hljótið þið að vera í góðum mál- um, Streyma ekki evrurnar og dollararnir til ykkar þannig að þið vitið ekki aura ykkar tal? „Jú, við erum með áhættufjár- magn í umferð og erum að fjár- magna mikið í Skuggahverfinu og Í New York,“ segir Óli án þess að sýna nokkur svipbrigði en Óttar hlær. „Við erum líka að opna útgáfu- fyrirtæki í London og Óttar er að búa til sportlínu þannig að þetta er allt að koma hjá okkur.“ „Svo er það ilmvatnið! Það er ilmvatn á leiðinni,“ segir Óttar. „Já og ilmvatnið. Það verður samt undir mínu nafni, de Fleur. Þetta er bara puð eins og allt annað. Ég veit ekki með Óttar. Geturðu lánað mér pening?“ „Við komumst af og getum haldið áfram að skapa. Það er fyrir öllu,“ segir Óttar. „Við erum ekki í vinnu eins og banka- starfsmaður eða eitthvað. Við erum eiginlega bara að reyna að komast af. Vegna þess að við viljum gera það sem við elskum að gera. Það er alltaf gulrótin. Ég veit ekki hvort bankastarfs- maður elski það sem hann er að gera en þar held ég að pening- arnir séu kannski gulrótin. En ég veit það ekki. Kannski hefur hann bara áhuga á því sem hann er að gera.“ „Við skulum ekki vera að setja okkur...,“ grípur Óli inn í. „Nei, nei. Á neinn háan hest.“ Botnar Óttar. „Við eigum ekkert að þykjast hafa vit á einhverju sem við vitum ekkert um. Höldum okkur bara á íslenska hestinum sem er lágvax- inn, smáhestur. Fínt að vera bara á honum,“ segir Óli. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is lÍs en ku ALPARNIR s SWALLOW 250 Kuldaþol: -8 þyngd: 1,7 kg. 11.995 kr. 9.596 kr. MONTANA, 3000mm vatnsheld 2. manna 16.995 kr. 12.796 kr. 3. manna 19.995 kr. 15.996 kr. 4. manna 26.995 kr. 21.596 kr. 30% SNJÓBRETTAPAKKAR Góðar fermingargjafir www.alparnir.is GLERÁRGÖTU 32, AKUREYRI, SÍMI 461 7879 • KAUPVANGI 6, EGILSSTAÐIR, SÍMI 471 2525 • FAXAFENI 8, REYKJAVÍK, SÍMI 534 2727 P P Góð gæði Betra verð Ver u viðbúinn... Tökum notaðan skíða- og brettabúnað upp í ný Skíða- og snjóbrettapakkar 20% afsláttur • Svigskíði • Fjallaskíði • Gönguskíði • Snjóbretti Við komumst af og getum haldið áfram að skapa. Það er fyrir öllu. Kunnugleg andlit og nokkur ný birtast í Borgríki 2: Blóð hraustra manna. Ing var E. Sigurðarson er á sínum stað en Darri Ingólfsson kemur ferskur inn í hlutv erki lögreglumanns. 74,6% ... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör 44 viðtal Helgin 29. nóvember-1. desember 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.