Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.11.2013, Page 60

Fréttatíminn - 29.11.2013, Page 60
60 heilsa Helgin 29. nóvember-1. desember 2013  Heilsa Tengsl sTreiTu og HjarTa- og æðasjúkdóma Hollari piparkökur Loksins er hægt að gera piparkökur sem eru örlítið hollari en samt mjög góðar. Það er notað síróp í uppskriftinni en það er mikilvægt fyrir bragðið og svo að piparkökurnar haldi sínum fallega lit. Innihaldsefni 150 g smjör 100 ml létt síróp 200 ml (180 g) Sukrin 100 ml rjómi 500 ml (300 g) hveiti 100 ml (60g) FiberFin (gefur meira af trefjum og lægri sykurstuðul, má skipta út fyrir hveiti) 1/2 tsk negull (duft) 1/2 tsk engifer 1/2 tsk pipar 2 tsk kanill 1 tsk lyftiduft 100 ml hveiti til að nota þegar deigið er flatt út Leiðbeiningar Blandið sírópi, Sukrin og smjöri saman í potti. Hitið þar til Sukrinið er bráðnað. Takið pottinn af hellunni og kælið blönduna örlítið. Hrærið rjómanum út í. Blandið hveiti, FiberFin, kryddi og lyftidufti við og hrærið vel. Breiðið yfir deigið og látið standa við stofuhita þar til þú ert tilbúinn að gera piparkökurnar.Hnoðið deigið og fletjið út þannig að það sé um 3 mm á þykkt. Mótið kökurnar.Bakið á ofnplötu með bökunarpappír í 8-10 mínútur við 175°C. Kælið kökurnar á grind. Þegar piparkökurnar eru nýbakaðar eru þær aðeins mýkri en venjulegar piparkökur. Ef þær eru geymdar í kökuboxi í nokkra daga þá verða þær jafn stökkar og góðar og þær venjulegu. sukrin.is Fæðubótarefni úr macarót � 100% náttúruleg vara með lífræna vottun Inniheldur hvorki soja (ísó�avóna), mulin hörfræ né hormóna U m boðsaðili: Vistor hf. Hefur góð áhrif á: - Orku og úthald - Beinþéttni - Kynferðislega virkni - Frjósemi og grundvallar- heilbrigði Revolution Macalibrium Macarót fyrir karlmenn www.facebook.Revolution-Macalibrium www.vistor.is ®Revolution Macalibrium Fæst í apótekum og Heilsuhúsinu Fyrir konur eftir fertugt og þær sem hafa einkenni breytingarskeiðs Fyrir konur eftir tíðahvörf og konur eftir �mmtugt Femmenessence vinnur gegn hitakó�, svita og pirringi Fæðubótarefni úr macarót � 100% náttúruleg vara með lífræna vottun Inniheldur hvorki soja (ísó�avóna), mulin hörfræ né hormóna www.facebook.com/Femmenessence.is www.facebook.Revolution-Macalibrium U m boðsaðili: Vistor hf. Öflugt gegn blöðrubólgu ROSEBERRY Virkar innan 24 tíma 2-3 töflur fyrir svefn Fæst í apótekum, heilsubúðum og í heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is e inkenni sem rekja má til streitu eru ein al-gengasta ástæða þess að fólk leitar læknis. Til þess að skilja eðli og umfang streitu þurfum við að gera greinarmun á „streituvaldinum“ sem fær líkama okkar til að bregðast við, og streituviðbrögð- unum sem eru svar líkamans við hinu ytra áreiti. Streituvaldurinn er oftast utanaðkomandi þáttur sem getur komið okkur úr jafnvægi. Þetta getur verið bein aðsteðjandi hætta eins og bíll sem nálgast á mikilli ferð þegar við erum að fara yfir götu. Streituvaldurinn getur líka verið allt annars eðlis, t.d. miklar annir í vinnu, hjónabandsörðugleikar eða ástvinamissir. Svörun líkamans eða streituviðbrögðin eru hins vegar nokkuð svipuð, hver sem streituvaldurinn er. Þegar streituvaldur setur okkur úr jafnvægi ræsast ýmis varnarkerfi líkamans. Virkni „sympatiska“ hluta ósjálfráða taugakerfisins eykst og nýrnahetturn- ar framleiða meira af adrenalíni og sterahormónum (t.d. kortisól) sem leita út í blóðið. Við getum ímyndað okkar aðstæður þar sem við mætum grimmu villidýri á göngu okkar. Við þessar aðstæður eru streituvið- brögð fullkomlega eðlileg og geta bjargað lífi okkar. Villidýrið er streituvaldurinn, svar líkamans eru streituviðbrögðin. Kortisól og adrenalín streyma út í blóðið. Hjartsláttarhraði eykst og blóðþrýstingur hækkar. Sykurmagn í blóði hækkar því við þurfum á einfaldri orku eða eldsneyti að halda. Öndun verður hraðari því vefir líkamans kalla á meira súrefni. Vöðvaspenna eykst. Öll skilningarvit eru fullvirkjuð. Við erum tilbúin til að flýja eða berjast til að bjarga lífi okkar. Af þessu er augljóst að streituviðbrögðin eru mikil- vægur hluti varnarkerfis líkamans og gera okkur kleift að bregðast við aðsteðjandi hættu. Við verðum einbeitt, orkumikil og á varðbergi. Sömu líkamlegu viðbrögð geta einnig verið hjálpleg við aðrar kringum- stæður. Þau koma að gagni við krefjandi aðstæður í vinnu þar sem leysa þarf erfið verkefni. Þau hjálpa ræðumanninum í pontunni, leikaranum á sviðinu, lækninum í skurðaðgerðinni, og íþróttamanninum á hlaupabrautinni. Hins vegar kemur oft að tímapunkti þar sem streituviðbrögðin verða svo mikil eða langdregin að þau fara að hafa skaðleg áhrif á heilsu okkar. Við þessar kringumstæður getur streitan dregið úr virkni okkar og valdið vanlíðan. Lífsgæði versna og hættan eykst á ýmsum sjúkdómum svo sem hjarta-og æða- sjúkdómum. Hvernig upplifum við streitu? Hvað á fólk við þegar það telur sig þjást af streitu? Stundum kvörtum við yfir sjálfum streituvaldinum. Við tölum um persónuleg áföll, fjármálaerfiðleika, erf- iðleika í hjónabandi eða slæmt vinnuumhverfi. Mikil- vægt er að átta sig á því að streituvaldar sem eru í eðli sínu jákvæðir geta einnig valdið streituviðbrögðum. Kannski ertu að skipuleggja fermingarveislu eða stór- afmæli. Kannski ertu að fara í sjónvarpsviðtal vegna áfanga sem þú hefur náð. Kannski ertu að taka þátt í íþróttakeppni, skákmóti, bridds eða golfmóti. Þetta eru væntanlega hlutir sem þú hefur ánægju af en sú staðreynd að um mót eða formlega keppni er að ræða leiðir oft til streituviðbragða. Þannig geturðu upplifað streitueinkenni eins og einbeitingarörðugleika, svita- myndun, hraðan hjartslátt og svefnörðugleika. Stundum tengjum við hins vegar kvartanir okkar alls ekki við streitu. Í staðinn kvörtum við um líkam- leg einkenni eins og hjartsláttartruflanir, kviðverki, ógleði, niðurgang eða öndunarörðugleika. Sumir kvarta um kvíðatilfinningu og svefntruflanir. Það er gagnlegt að gera greinarmun á bráðum og langvinnum streituvöldum. Dæmi um bráða streitu- valda eru náttúruhamfarir eins og jarðskjálftar og snjóflóð, skyndilegur ástvinamissir, brottrekstur úr vinnu eða skyndileg fjárhagsleg áföll. Dæmi um lang- vinna streituvalda eru mikið vinnuálag, óhamingja í hjónabandi og langvinnir fjárhagserfiðleikar. Viðbrögð okkar við mismunandi streituvöldum eru sannarlega mismunandi og einstaklingsbundin. Þannig erum við misvel í stakk búin til að takast á við streituvaldinn. Þetta veltur á einstaklingnum sjálfum, persónugerð hans, lífsstíl og umhverfisþáttum. Ein- staklingur sem hefur sterk fjölskyldu- eða vinatengsl getur átt auðveldara með að takast á við streituvalda en einstaklingur sem er félagslega einangraður. Axel F. Sigurðsson ritstjorn@frettatiminn.is Axel F. Sigurðsson hjartalæknir heldur úti síðunni mat- araedi.is þar sem hann miðlar fróðleik um mataræði, heilbrigðan lífsstíl, sjúkdóma og forvarnir. Streita setur varnarkerfi líkamans úr jafnvægi Margar rannsóknir benda til þess að tilfinningaleg streita geti aukið líkurnar á hjarta-og æðasjúk- dómum. Langvinn streita hækkar oft blóðþrýsting og hefur neikvæð áhrif á blóðfitu. Streita ýtir undir æðasamdrátt, hvetur til bólgusvörunar í æðakerfinu, eykur blóðsegamyndun og hættuna á hjartaáföllum og skyndidauða. Mikilvægt er að átta sig á því að streituvaldar sem eru í eðli sínu jákvæðir geta einnig valdið streituviðbrögðum. Kannski ertu að skipuleggja fermingarveislu eða stórafmæli – eða bara undirbúa komu jólanna.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.