Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.11.2013, Page 62

Fréttatíminn - 29.11.2013, Page 62
62 heimili Helgin 29. nóvember-1. desember 2013 Borgartún 1 Fákafen 1 Hæðasmári www.lifandimarkadur.is OKKAR LOFORÐ: Lífrænt og náttúrulegt Engin óæskileg aukefni Persónuleg þjónusta 20% afsláttur af öllum vörum í Lifandi markaði í dag föstudaginn 29. nóvember. Ekki gleyma heilsunni um jólin! HEILSUSPRENGJA 20% afsláttur af öllum vörum 1 Í vorlínu Prada fyrir árið 2014 má sjá greinileg austurlensk áhrif sem munu skila sér í strauma og stefnur í innanhússhönnun á næsta ári. 2 Veggfóður eru að ryðja sér til rúms að nýju eftir margra ára útlegð í kjölfar yfirgangs naumhyggjunnar. Veggfóðrin fyrir árið 2014 eru litrík og mynstruð en hlýleg og skapa rómantískt umhverfi. 3 Málningarframleiðendur senda iðulega frá sér spá um heitustu litina – hér er spá frá Dulux, hlýir og heitir litir verða í tísku á næsta ári, samkvæmt þessu. 4 Skapa má fallega, austurlenska, stemningu með þessu ljósi sem varpar frá sér sérstaklega fallegum skuggum í skammdeginu. 5 Vorlína Pucci fyrir næsta ár var mjög litrík og mynstur áberandi. 6 Hér tekst vel upp með að blanda saman ólíkum stílum, hér er mínímalískum stíl ljáð hlýja með íburðarmiklum spegli og austurlenskum skáp. 7 Hér er vel heppnuð en djörf litablanda, túrkis og karrígult. Mynstrin áberandi og spila skemmtilega saman. 8 Litríkar mósaíkflísar koma sterkt inn á næsta ári, hvort sem er í baðherbergi eða eldhúsi. Rómantík og litagleði innanhúss á næsta ári Tískustraumar í innanhússhönnun taka mið af tísku í fatahönnun. Á sýningarpöllum Prada og Pucci mátti greina augljós austurlensk áhrif sem talið er víst að muni skila sér í innanhúss- hönnun á næsta ári. Þetta er í takt við þá breytingu sem hefur orðið undanfarin ár þar sem naumhyggjan hefur vikið fyrir rómantíkinni og litir og mynstur hafa sést í æ meira mæli. 1 2 3 4 5 6 7 8

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.