Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.11.2013, Blaðsíða 72

Fréttatíminn - 29.11.2013, Blaðsíða 72
72 matur & vín Helgin 29. nóvember-1. desember 2013 Mannréttindi hversdagsins föstudaginn 29. nóvember kl. 13.00 – 16.30 á Grand Hóteli Dagskrá: 13.00 – 13.10 Setning: Ellen J. Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) 13.10 – 13.30 Rétturinn til fjölskyldulífs: Brynhildur Flóvenz, dósent í lögfræði 13.30 – 13.50 Foreldrafærni og fötlun: Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent í fötlunarfræði 13.50 – 14.00 Lífið með syninum: María Hreiðarsdóttir, reynslusaga móður 14.00 – 14.10 Við vorum alltaf svo fín: Lilja Árnadóttir, reynslusaga dóttur 14.10 – 14.30 Fjölskyldur fatlaðra barna: Snæfríður Þóra Egilson, prófessor í fötlunarfræði 14.30 – 15.00 Kaffihlé 15.00 – 15.20 Aðgengi að og upplifun hreyfihamlaðs fólks af foreldrahlutverkinu: Aðalbjörg Gunnarsóttir, MA í fötlunarfræði 15.20 – 15.40 Reynsla fatlaðra feðra: Karlmennska, fötlun og föðurhlutverkið: Hlín Jóhannesdóttir, MA í fötlunarfræði 15.40 – 15.50 Táknmál er okkar hjartans mál: Arnar Ægisson, reynslusaga föður 15:50 – 16:05 Að vera á einhverfurófi og eignast fjölskyldu: Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, reynslusaga eiginkonu og móður 16:05 – 16:30 Fyrirspurnir og umræður Málþingsstjóri: Halldór Sævar Guðbergsson varaformaður ÖBÍ og Þorbera Fjölnisdóttir ráðgjafi hjá ÖBÍ. Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald Síðasti skráningardagur er 27. nóvember Skráning, upplýsingar um túlkun og fleira á vef Öryrkjabandalags Íslands www.obi.is MÁLÞING Fjölskyldulíf og fötlun H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3- 2 2 6 6  Veislur Metnaður hjá KoKKunuM Bretar eiga sterkar jólahefðir og er ein af þeim hin margfræga enska jólakaka. Hana þarf að baka mánuði fyrir jól og vökva svo reglulega með brandí, sérrí, viskí eða rommi svo hún verði ómótstæðileg á jólunum. Framleiðir eigin hráskinku F ólk trúir því aldrei í fyrstu að þetta sé heimalagað,“ segir Rúnar Gíslason, mat-reiðslumeistari hjá veisluþjónustunni Kokkunum. Rúnar hefur undanfarið boðið upp á spænska hráskinku í stærri veislum. Hann framleiðir skinkuna sjálfur og hefur fengið mikið lof fyrir. „Ég held að þetta þekkist bara ekki hér á landi, ekki svona skinka. Það er kallað hráskinka það sem er selt í búðunum en hún er bara í nokkra mánuði í þurrkklefum. Mín skinka hefur verið þrjú ár í vinnslu,“ segir hann. Sex ár eru síðan Rúnar byrjaði að prófa sig áfram við gerð hráskinkunnar. „Þetta byrjaði sem gæluverkefni en nú erum við farnir að nota skink- una í fínni veislur. Þá mætum við með okkar eigin læri og skerum þau niður fyrir framan fólk. Það hefur mælst mjög vel fyrir.“ Rúnar segir að spænska serrano skinkan henti Íslendingum betur en ítalska parmaskinkan. „Munurinn á þeim er aðallega sá að spænsku skinkurnar eru örlítið saltari og örlítið þurrari. Sú ítalska virðist vera of hrá fyrir Íslendinginn en serrano-skinkan er alltaf svo slétt og felld.“ Á þessum sex árum kveðst Rúnar hafa gert um sextíu læri. „Það eru þvílíkir peningar sem hafa farið í þetta ferli, vel yfir milljón sjálfsagt. En af þessum sextíu lærum erum við örugglega búin að borða fimm heima hjá mér. Þriggja ára dóttir mín er mjög hrifin af þessu. Hún er komin með það dýran smekk að maður þarf að velja sér góða tengdasyni.“ -hdm Rúnar Gíslason hefur rekið veisluþjónustuna Kokk- ana í rúm ellefu ár. Hann hóf nýverið að bjóða upp á heimalagaða hráskinku í fínni veislum. Ljósmynd/Hari Rúnar Gíslason matreiðslu- maður hefur síðustu sex ár prófað sig áfram við framleiðslu á spænskri hráskinku. Nú telur hann sig hafa fullkomnað framleiðsluna og býður upp á serrano-skinku í fínni veislum. Hann segir að veislugestir trúi því sjaldnast að um heimagerða hráskinku sé að ræða enda séu Íslendingar ekki vanir slíkri framleiðslu. Það er kallað hrá­ skinka það sem er selt í búðunum en hún er bara í nokkra mán­ uði í þurrk­ klefum. Mín skinka hefur verið þrjú ár í vinnslu. Ensk jólakaka hráefni 1 kg blandaðir, þurrkaðir ávextir (notið blöndu af rúsínum, kúrenum, kirsuberjum, trönu- berjum, sveskjum eða fíkjum) Börkur og safi úr einni appelsínu Börkur og safi úr einni sítrónu 150 ml viskí eða annað áfengi (og nokkuð til viðbótar í vökvunina) 250 g smjör, mýkt 200 g púðursykur 175 g hveiti 100 g muldar möndlur ½ tsk lyftiduft 2 tsk brúnkökukrydd- blanda 1 tsk kanill ¼ tsk negull 100 g möndluflögur 4 stór egg 1 tsk vanilluextrakt aðferð Setjið þurrkaða ávexti, börk og safa, áfengi, smjör og sykur í stóran pott yfir miðlungshita. Hitið að suðu, lækkið hitann og sjóðið í 5 mínútur. Hellið yfir í stóra skál og leyfið að kólna í 30 mínútur. Hitið ofninn í 150 gráður. Setjið tvöfalt lag af bökunarpappír innan í 20cm hringlaga kökumót og síðan tvöfalt lag af dag- blaðapappír utan um og bindið með snæri. Blandið restinni af hráefnunum saman við ávaxtablönduna og hrærið vel, tryggið að hveitið blandist allt vel saman við ávaxtablönduna. Hellið í kökuformið, jafnið að ofan og bakið í miðjum ofni í 2 klst. Takið kökuna úr ofninum, stingið göt í hana með pinna og hellið 2 msk af áfenginu yfir. Látið kökuna kólna í forminu. Takið bökunarpappírinn utan af kökunni og vefjið filmu utan um hana. Vökvið kökuna hálfsmánaðarlega með 1-2 msk af áfengi. Ekki vökva hana í viku áður en hennar er neytt, svo yfir- borðið þorni vel áður en flórsykri er stráð yfir hana og hún borin fram. Þeir sem vilja gera kökuna extra sparilega geta klætt hana í marsípan eða sykurmassa (hægt að fá útrúllað hjá bakara) og skreytt að vild, Bretar skreyta jólakökuna sína gjarnan með fallegum borða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.