Fréttatíminn - 29.11.2013, Qupperneq 82
82 bækur Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
RitdómuR FiskaRniR haFa enga FætuR BókadómuR Lygi
Þ að er heilmikið að gerast í Lygi þar sem Yrsa segir í raun þrjár sögur sem tengjast saman á lúmskan hátt
þangað til þær renna saman í eina nokkuð
trausta heild. Fjögurra manna hópur fer
með þyrlu í viðhaldsferð á Þrídrangavita.
Þar gerast dularfullir atburðir og ósam-
stæður mannskapurinn fer býsna nærri því
að ganga af göflunum í einangruninni og
lífsháskanum þar. Enginn er annars bróð-
ir í þeim hildarleik og vandséð hver fjór-
menninganna muni verða ofan á í tauga-
stríðnu sem brýst út við vitann.
Ung lögreglukona er að gramsa í göml-
um skýrslum í kjallara lögreglustöðvar-
innar þegar hún rekst á skýrslu þar sem
eiginmaður hennar, þá á barnsaldri, kem-
ur við sögu. Þetta ýtir henni út í rannsókn
á gömlu máli sem virðist helst hafa mátt
kyrrt liggja. Og þriggja manna fjölskylda
kemur heim úr fríi frá Flórída en finnur
hvorki tangur né tetur af bandarískum
hjónum sem þau höfðu haft íbúðaskipti
við. Aðkoman á heimilinu bendir til þess
að eitthvað misjafnt hafi gengið á þar á
meðan þau voru í burtu.
Yrsu er lagið að skapa drungalega
stemningu og lengi framan af rambar
sagan á mörkum hins ókennilega. Eru
einhver yfirnáttúruleg, ill öfl að sækja
á persónurnar eða eru þeir dularfullu
atburðir sem þenja taugar fólksins af
mannavöldum?
Framan af virkar þetta ónotalega and-
rúmsloft vel en heldur fer þó að teygjast
á lopanum þegar á líður. Yrsa reddar því
þó með því að tromma reglulega upp með
einhverjum ósköpum sem viðhalda for-
vitninni og halda spennunni gangandi.
Smám sama koma tengsl persóna
hinna ólíku sögusviða í ljós. Lygar og
gömul leyndarmál losna úr læðingi og
á tímabili er maður eiginlega kominn
á kaf í plott unglingahrollvekjunnar I
Know What You Did Last Summer þegar
fortíðin fer að glefsa illilega í hælana á
persónunum.
Sumt er þarna býsna fyrirsjáanlegt en
Yrsa er sniðug og tekst engu að síður að
halda lesandanum á tánum með getgát-
um, allt til enda. En rúsínan í pylsuend-
anum er dálítið súr þegar á daginn kemur
að ein aðalpersónan hefur siglt undir
fölsku flaggi og beinlínis verið notuð til
þess að slá ryki í augu lesandans til þess
að plottið megi ganga upp.
Þetta er ljóður á ráði reynds krimma-
höfundar en þar sem sagan er áhugaverð
og heldur spennu er ekki annað hægt en
fyrirgefa þetta. Enda kannski ekki við
öðru að búast en logið sé að manni í bók
sem ber þennan titil. -ÞÞ
Ég veit hvað þú
gerðir í apríl 1985
Bókabeitan sérhæfir sig í bókum fyrir börn og
unglinga. Þær Birgitta Elín Hassell og Marta
Hlín Magnadóttir stofnuðu útgáfuna 2011 með
það markmið að efla lestur hjá krökkum með
útgáfu á gæðaefni.
Fyrstu bækurnar voru Rökkurhæðabækurnar
sem þær vinkonur skrifuðu. Árið eftir fjölgaði
útgáfutitlum þegar Kamilla Vindmylla og
Grimmsystur bættust í hópinn.
Útgefnir titlar á þessu ári eru síðan tólf og nú
gefur Bókabeitan út undir tveimur merkjum; Björt gefur út bækur fyrir ungmenni frá 14 ára og
upp úr og Töfraland er með bækur sem höfða til yngsta aldurshópsins, 0-6 ára. Bókabeitan er
svo skrifuð fyrir þeim bókum sem falla þarna á milli.
Útgefnir titlar á árinu: Kamilla Vindmylla og Leiðinn úr Esjunni, Rökkurhæðir 5: Gjöfin, Sagan af
Jóa, Lærlingur djöfulsins – er eftir Kenneth Bøgh Andersen
Saga um nótt er fyrsta bók Evu Einarsdóttur en Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir myndskreytir bókina.
Tólf titlar hjá Bókabeitunni
Hinsegin bókajól
Fiskarnir hafa enga fætur –
Ættarsaga, gerist á tveimur
stöðum á tvennum tímum, í
Keflavík samtímans og Norðfirði
fyrrum. Aðalpersónur sögunnar
eru annars vegar Ari, sem flytur
ungur til Keflavíkur, „svartasta
stað landsins“, snemma á áttunda
áratugnum og hins vegar föður-
amma hans, Margrét, sem dvelst
öll sín táningsár í vist í Kanada
en kemur aftur heim
til Norðfjarðar, sem er
„stuttur eins og hik“, um
tvítugt, í byrjun síðustu
aldar. Sagan flakkar um
í tíma, segir frá þremur
tímaskeiðum í lífi Ara en
grípur niður hér og þar í
ævi Margrétar.
Ari missti móður
sína ungur, á í litlu til-
finningasambandi
við föður sinn sem á
í stríði við áfengi og
eignast stjúpmóður
sem tengist honum illa,
„Ari, kominn af tilfinn-
ingaríkri móðurætt, en
óx upp frá tæplega sex
ára aldri hjá grjótþöglum
Strandamanni og tilfinn-
ingaflæktum Austfirðingi.“ Hann
er einfari sem tekinn er undir
verndarvæng frænda síns, eins
mesta töffarans í Keflavík á upp-
gangstíma hersins.
Sögumaðurinn er óljós, fyrst
í stað virðist hann vera náinn
vinur Ara, en eftir því sem líður
á bókina verður hann æ óræðari
og því hugsanlega einhvers konar
hliðarsjálf Ara sem lýsir atburðum
sem áhorfandi og þátttakandi. Þeir
eiga í heimspekilegum samræð-
um sem Ari leiðir en vangaveltur
sögumannsins eru rammpólitískar
útleggingar á stöðu kynjanna á
þessum árum sem og á beinum og
óbeinum afleiðingum pólitískra
ákvarðana um kvótakerfið fyrir
sjávarpláss landsins, „tíu þúsund
manns. Og kvótalaust haf.“
Margrét giftist æskuástinni
Oddi, sem hún elskar af öllum lífs
og sálar kröftum. Hún glímir við
geðhvörf sem gerir það að verkum
að aðrir í þorpinu álita
hana skrýtna, hún
sveiflast á milli örlynd-
is, þar sem hvatvísin
nær yfirhöndinni, og
djúps þunglyndis sem
lamar hana og leggur
í rúmið. „Hverskonar
móðir er það sem
finnur til depurðar
með börnin heilbrigð í
kringum sig?“
Frásagnarháttur-
inn er flæðandi og
ljóðrænn en um leið
beittur og skerandi.
Líkt og í fyrri bókum
Jóns, til að mynda
Vestfjarðaþríleiknum
svokallaða, lýsir sagan
hörðu lífi fólks fyrr á
tímum en í Fiskunum færir Jón
sig inn í nútímann með beittri og
áhrifaríkri samfélagsádeilu.
Að lesa Jón Kalman Stefáns-
son er eins og að borða dýrindis
konfekt þar sem enga vonda mola
er að finna. Sumar setningar les
maður aftur og aftur – og beinlínis
smjattar á þeim. Ég hugsaði mig
um, meðan ég las, hvort ég ætti
ekki að hafa penna við hönd svo
ég gæti strikað undir uppáhalds
setningarnar mínar – en sá fljótt að
þá yrði bókin öll útkrotuð. -SDA
Orðakonfekt sem
bráðnar á tungu
Amma glæpon vinsæl
Amma glæpon, eftir Little
Brittain-grínarann David
Walliams, var vinsælasta
barnabókin samkvæmt Bók-
sölulistanum. Í bókinni segir
Walliams frá Benna sem kvíðir
því að þurfa að eyða hverju
föstudagskvöldi hjá ömmu sinni.
Brúnin á honum lyftist þó þegar
hann kemst að því að amma er
alþjóðlegur skartgripaþjófur. Dav Pilkey fylgir Walliams
og er í 2. sæti listans með enn eina bókina um Kaftein
Ofurbrók, Kafteinn Ofurbrók og hefnd geislavirku
róbótabrókanna. Þá eru strákarnir í hljómsveitinni
One Direction í þriðja sætinu með litríka myndabók um
hljómsveitina.
Bókaverslunin IÐA heldur hinsegin bókavöku í IÐU Zimsen á
Vesturgötu á laugardaginn klukkan 18. Tilefnið er sú merki-
lega staðreynd að meðal útgáfuefnis á þessu ári eru óvenju
margar bækur sem fjalla um líf og reynslu samkynhneigðs
fólks, bæði frumsamið íslenskt efni, skáldskapur, minningar
og fræðirit svo og þýðingar merkra
bóka.
Jónína Leósdóttir les upp úr minn-
ingum sínum, Við Jóhanna, og Sjón
les upp úr nýrri skáldsögu sinni,
Mánasteinn – drengurinn sem aldrei
var til. Þá les Ásdís Óladóttir upp úr
ljóðabók sinni Innri rödd úr annars
höfði sem kemur út á næstunni.
Fiskarnir hafa
enga fætur
Jón Kalman
Bjartur, 358 síður, 2013.
SKÓLANEMAR: 25% AfSLáttuR gEgN fRAMvíSuN SKíRtEiNiS!
MEÐ StuÐNiNgi REYKJAvíKuRBORgAR & KviKMYNDAMiÐStÖÐvAR íSLANDS - MiÐASALA: 412 7711
pARADíS: vON (16)
sýningatímar á bioparadis.is
thE fLY 1958 & 1986 (16)
Ein sýning, Eitt vErð, tvær myndir
sun: 20.00
paradís: von
“it could be his best film so far”
thE guardian
Lygi
Yrsa Sigurðardóttir
Veröld 323 s, 2013
Yrsa Sigurðardóttir haslaði sér völl í íslensku glæpadeildinni með saka-
málasögum sínum um lögfræðinginn og hörkutólið Þóru Guðmunds-
dóttur. Í síðustu bókum sínum hefur hún tekið farsæl hliðarspor. Hún lét
gamlan draum um að fikra sig nær hrollvekjunni rætast í draugasögunni
Ég man þig fyrir nokkrum misserum og gerði stormandi lukku. Hún var á
svipuðum slóðum í Kulda í fyrra og nú dansar hún á mörkum hins ókenni-
lega með Lygi sem er glæpasaga með drungalegu hryllingsívafi.
Yrsu er
lagið að
skapa
drunga-
lega
stemn-
ingu.