Fréttatíminn - 29.11.2013, Síða 86
Mary Poppins – HHHHH – MLÞ, Ftíminn
Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Mary Poppins (Stóra sviðið)
Fös 29/11 kl. 19:00 Sun 8/12 kl. 13:00 Fös 27/12 kl. 19:00
Lau 30/11 kl. 13:00 Fös 13/12 kl. 19:00 Lau 28/12 kl. 13:00
Sun 1/12 kl. 13:00 Lau 14/12 kl. 19:00 Sun 29/12 kl. 13:00
Fös 6/12 kl. 19:00 Sun 22/12 kl. 13:00 Fös 3/1 kl. 19:00
Lau 7/12 kl. 13:00 Fim 26/12 kl. 13:00 Lau 4/1 kl. 13:00
Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala.
Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið)
Fös 29/11 kl. 20:00 32.k Fim 12/12 kl. 20:00 37.k Mið 18/12 kl. 20:00
Sun 1/12 kl. 20:00 33.k Fös 13/12 kl. 20:00 38.k Fim 19/12 kl. 20:00
Fim 5/12 kl. 20:00 34.k Lau 14/12 kl. 20:00 39.k Fös 20/12 kl. 20:00
Fös 6/12 kl. 20:00 35.k Sun 15/12 kl. 20:00 40.k Lau 28/12 kl. 20:00
Sun 8/12 kl. 20:00 36.k Þri 17/12 kl. 20:00 Sun 29/12 kl. 20:00
Epískur tónsjónleikur. ATH! Ekki unnt að hleypa inní sal eftir að sýning hefst
Mýs og menn (Stóra sviðið)
Lau 30/11 kl. 20:00 lokas
Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Síðasta sýning!
Hús Bernhörðu Alba (Gamla bíó)
Lau 30/11 kl. 20:00 lokas
Ólgandi ástríður, þrá eftir frelsi og betra lífi. Síðasta sýning!
Refurinn (Litla sviðið)
Lau 30/11 kl. 20:00 6.k Lau 7/12 kl. 20:00 9.k Lau 21/12 kl. 20:00 12.k
Þri 3/12 kl. 20:00 7.k Þri 10/12 kl. 20:00 10.k Sun 22/12 kl. 20:00
Mið 4/12 kl. 20:00 8.k Mið 11/12 kl. 20:00 11.k
Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt
Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið)
Lau 30/11 kl. 11:00 aukas Sun 8/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 13:00
Lau 30/11 kl. 13:00 5.k Sun 8/12 kl. 14:30 Sun 22/12 kl. 14:30
Lau 30/11 kl. 14:30 Lau 14/12 kl. 11:00 aukas Fös 27/12 kl. 13:00
Sun 1/12 kl. 11:00 aukas Lau 14/12 kl. 13:00 Fös 27/12 kl. 14:30
Sun 1/12 kl. 13:00 6.k Lau 14/12 kl. 14:30 Lau 28/12 kl. 13:00
Sun 1/12 kl. 14:30 aukas Sun 15/12 kl. 11:00 Lau 28/12 kl. 14:30
Lau 7/12 kl. 11:00 Sun 15/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 13:00
Lau 7/12 kl. 13:00 Sun 15/12 kl. 14:30 Sun 29/12 kl. 14:30
Lau 7/12 kl. 14:30 Lau 21/12 kl. 13:00
Sun 8/12 kl. 11:00 aukas Lau 21/12 kl. 14:30
Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap
Ragnar Kjartansson opnar á laug-
ardaginn sýningu á margrómuðu
verki sínu The Visitors í Kling &
Bang gallerí. Sýningin er í sam-
vinnu við Thyssen-Bornemisza Art
Contemporary í Vínarborg en um er
að ræða myndbands- og hljóðverk
á níu skjám þar sem hópur vina
og tónlistarmanna safnast saman
í kjörlendi bóhemíunnar, í ljósa-
skiptunum á hinum stórbrotna og
hnignandi Rokeby Farm í Upstate
New York.
The Visitors var frumsýnt í Mi-
gros safninu í Zurich í fyrra en
Ragnari og verkinu verður væntan-
lega tekið fagnandi í Reykjavík enda
á það rætur að miklu leyti að rekja
til borgarinnar. Tónlistarmennirnir
koma flestir þaðan og lagið er samið
við texta úr ljóðum listamannsins
Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur, svo
verkið verður á vissan hátt portrett
af ákveðinni kynslóð í listasenu
landsins, auk þess að vera portrett
af öllum einstaklingunum í mynd-
bandinu.
Í þessu kvikmyndaða málverki
í níu hlutum er flutt melankólískt
lag í óklipptri klukkustundarlangri
töku þar sem aðallínan er endutekin
æ ofan í æ: Once again I fall into my
feminine ways og í kjölfarið fylgir
örlítið níhílískara vers: There are
stars exploding around you, and
there’s nothing you can do.
Hið kvenlæga og harmrænn sigur
þess er þungamiðja The Visitors –
óður vináttu við tónfall rómantískr-
ar örvæntingar. Staðurinn verður
vettvangur þess sem Ragnar kall-
ar feminískt, níhilískt gospel lag:
marglaga portrett af vinum lista-
mannsins, könnun á möguleikum
tónlistar í kvikmyndaforminu og
dregur titil sinn af síðust plötu
ABBA, The Visitors, sem mörkuð
var aðskilnaði og ósigri.
Café Haiti Serbó-króatíSkir tónleikar
Vesna og Danjiela
djassa sig upp
k róatíska sönkonan Vesna og stallsystir hennar Danijela Pandurovic frá
Serbíu hafa komið sér vel fyrir á
Íslandi og sinna tónlistinni hér, í
umhverfi sem þær kunna ákaflega
vel við. Vesna hefur búið á Íslandi
í hálft ár og segist ekki á förum í
bili en Danjela hefur verið hér í tvö
ár. Þær ætla að troða upp á Café
Haiti á laugardagskvöld klukkan
21 og bjóða upp á ljúfan bræðing af
poppi, djass og soul-tónlist.
„Það er virkilega gaman að
syngja á Íslandi og tónlistarsenan
hér er mjög áhugaverð,“ segir
Vesna sem syngur á ensku, þýsku
og stundum ítölsku.
„Ég er hálf ítölsk og hálf króat-
ísk og ólst upp í Þýskalandi þannig
að ég tala fimm tungumál,“ segir
Vesna sem ætlar að vera á ljúfum
nótum Nina Simone og Alicia Keys
á laugardaginn.
„Ég kom hingað fyrst í frí og
kunni svo vel við mig að mig lang-
aði að búa hérna og nú er ég komin
hingað tveimur árum seinna.“
Vesna fylgdist að vonum spennt
með landsleik Íslendinga og
Króata á dögunum og var öllu
hressari með úrslitin en þorri
landsmanna. „Ég fylgdist með
leiknum á Enska barnum og var sú
eina sem fagnaði. Allir hinir voru
hálf skælandi,“ segir hún og hlær.
„Ég var að sjálfsögðu mjög ánægð
með úrslitin.“
Vesna segist staðráðin í að búa
áfram á Íslandi. „Mér líkar vel við
landið og rólegheitin hérna sem
gefa mér kjörið tækifæri til þess
að vinna áfram í plötunni minni,“
segir hún en hún er að vinna að
hljómplötu fyrir þýskan útgefanda.
„Efnið mitt er ekki tilbúið þannig
að ég verð bara með ábreiður á
laugardaginn.“ -þþ
Vesna og Danijela ætla að syngja fyrir gesti Café Haiti á laugardagskvöld.
kling & bang ragnar kjartanSSon Sýnir tHe ViSitorS
Verk á níu skjám
Ragnar Kjartansson er loksins kominn heim
með verkið The Visitors sem hann sýnir í Kling &
Bang. Sýningin opnar klukkan 17 á laugardaginn.
86 menning Helgin 29. nóvember-1. desember 2013