Fréttatíminn - 29.11.2013, Side 88
Í takt við tÍmann Rakel tómasdóttiR
Í fimleikum í fjórtán ár
Rakel Tómasdóttir er tvítug fimleikastelpa sem var í sigurliði Gerplu á Norðurlandamótinu
í hópfimleikum á dögunum. Hún er auk þess nemi í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands,
starfar hjá vefritinu Kjarnanum og hannar símahulstur undir nafninu Utopia.
Staðalbúnaður
Ég hef mikinn áhuga á tísku en er ekkert mikið fyrir
að fylgja trendum. Ég reyni yfirleitt bara að finna jafn-
vægi milli þess sem er þægilegt og flott. Mér finnst gott
að vera í víðum og afslöppuðum fötum, sérstaklega fal-
legum peysum. Flestar af uppáhaldsflíkunum mínum
hef ég keypt í Urban Outfitters og Monki, maður reynir
að nýta tækifærið þegar maður fer til útlanda. Mér finnst
líka gaman að skoða notuð föt úr Spútnik eða einhverj-
um flóamörkuðum. Ef ég nenni því finnst mér mjög
gaman að vera á hælum en annars kemur það sér mjög
vel upp á fimleikana að hlaupaskór séu í tísku. Maður
þarf nefnilega að passa vel upp á fæturna á sér fyrir mót.
Annars er ég ekki mjög hrifin af þessu íþróttatrendi sem
er í gangi. Mér finnst gaman að vera í flottum íþrótta-
fötum á æfingu en í skólanum langar mig að vera í ein-
hverju öðru.
Hugbúnaður
Mér finnst mjög gaman að fara á kaffihús, bæði til að
hitta vinkonur mínar og til að læra. Nýja uppáhalds
kaffihúsið er Kaffismiðjan en annars er líka fínt að fara
á Laundromat Café eða Loft Hostel. Annars eyði ég rosa-
lega miklum tíma niðri í skóla eða í Gerplu. Við æfum
svona fimm sinnum í viku, þrjá tíma í senn, fyrir mót svo
maður er alltaf með þessum stelpum. Þetta eru allt mjög
góðar vinkonur mínar enda hef ég æft fimleika síðan ég
var sex ára. Ég horfi mjög lítið á sjónvarp. Eini þátturinn
sem ég fylgist aðeins með er Greys Anatomy. Mér finnst
skemmtilegra að skoða einhver blogg eða hönnun á net-
inu, skoða ljósmyndir og grafík og fleira.
Vélbúnaður
Ég er með iPhone og nota Facebook og In-
stagram. Svo nota ég Shazam sem er mjög
gott þegar maður er að hlusta á útvarpið
og langar að vita hvaða lag er verið að
spila. Ég er með Macbook Pro og
nota hana líka mikið, þar er ég
með Photoshop og öll forrit sem
þarf í þetta hönnunarstúss.
Aukabúnaður
Ég er ekki mikið fyrir að
elda en reyni nú að borða
heima þegar ég get. Ann-
ars kaupi ég mér Nings,
Serrano eða eitthvað svo-
leiðis. Ég reyni að halda
mig í hollustunni. Ég er á
bíl sem er nauðsynlegt því
ég bý lengst uppi í Kópa-
vogi og er í skóla niðri í bæ.
Fimleikaferðalögin eru þau
einu sem ég hef farið í undan-
farið. Ferðin til Árósa um
daginn var ein sú skemmti-
legasta sem ég hef farið í.
London er annars í upp-
áhaldi hjá mér. Það er
mjög skemmtileg borg
og þar er ótrúlega
þægilegt að vera.
SPARINAANWICH
Glæsibæ • Dalvegi • N1 Ártúnsbrekku • Bæjarhrauni • Skoðaðu matseðilinn á saran.is
Rakel er úr Reykjavík
en flutti í Kópavog með
foreldrum sínum fyrir
nokkrum árum.
Ljósmynd/Hari
appafenguR
Appið Playtime
with Dora the
Explorer er eitt
vinsælasta appið á
mínu heimili. Það
er búið til af fram-
leiðendum þáttanna
um Dóru land-
könnuð og er mjög
örvandi fyrir ung
börn. Þrenns konar
leikir eru í boði,
minnisleikur, púsl
og pörunarleikur.
Hægt er að velja um
þrenns konar erfið-
leikastig í minnis-
leiknum þar sem
spjöldin eru allt frá
12 og upp í 30 en á
öllum spjöldum eru
persónur úr þátt-
unum. Síðan þarf að
finna samstæður og
muna hvaða myndir
eru hvar. Púslin
eru frekar einföld en þar velja þátt-
takendur sér mynd af Dóru og Klossa
vini hennar, og fá hana þá sem púsl. Í
pörunarleiknum eru einnig þrjú erfið-
leikastig og tvær útgáfur þar sem
birt er mynd af persónu úr þáttunum
og finna þarf aðra eins í myndasafni.
Börnin fá svo klapp og fagnaðarlæti
þegar þau ljúka hverjum leik, nokkuð
sem alltaf gleður litlar sálir.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Playtime with
Dora the Explorer
88 dægurmál Helgin 29. nóvember-1. desember 2013