Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.05.2013, Qupperneq 30

Fréttatíminn - 24.05.2013, Qupperneq 30
lítið um það hversu erfitt þetta væri. Ég er ekki alveg jafn orkumikil núna en ég myndi gera þetta aftur. Þetta var mjög góð reynsla og ég lærði mikið af starf- inu á barnaheimilinu,“ segir Dídí. Hliðrun á sannleikanum Eitt barnanna á barnaheimilinu, átta ára gamall drengur, grét stöðugt því hann vildi fá foreldra sína. Drengur- inn hafði fundist á götunni og var ekki vitað um foreldra hans. „Hann grát- bað mig um að segja sér hvar mamma hans og pabbi væru og grét mikið. Ég ákvað þá að sýna honum mynd af gúrúinum okkar og sagði honum að þetta væri pabbi hans. Þá róaðist hann aðeins en vildi líka vita hver mamma sín væri. Ég reyndi að fá konu sem ég þekkti til að segja honum að hún væri mamma hans en hún tók það ekki í mál. Eftir svolítinn tíma lét hún þó til leiðast og lést vera mamma hans og kom vikulega í heimsókn til hans og hann var himinlifandi,“ segir Dídí sem fannst óþægilegt að segja drengnum ósatt og velti því fyrir sér í fyrstu hvort hún væri að ljúga að hon- um en telur svo ekki vera, heldur hafi hún verið að hjálpa drengnum. Sá er núna orðinn tuttugu og sex ára og er verkfræðingur á Indlandi. „Hann skil- ur þetta núna og veit að hún er ekki raunveruleg manna hans en það besta er að þau eiga í mæðgina sambandi í dag og heimsækja hvort annað. Hún lítur á hann sem son sinn og hann á hana sem móður sína,“ segir Dídí. Allir eru jafnir Dídí er ekki viss um ástæðu þess að hún var svo ákveðin að verða nunna þrettán ára gömul. „Kannski er það vegna einhvers sem gerðist í fyrra lífi. Ef til vill var eitthvað þar sem ég átti ólokið. Hvað varðar þetta líf þá held ég að foreldrar mínir séu helsta ástæða þess að ég varð nunna. Þau kenndu mér að hugsa ekki alltaf um sjálfa mig, heldur gera eitthvað fyrir aðra og Ananda Marga samtökin skipuðu stóran sess í okkar lífi. Sú hugmyndafræði Ananda Marga, að allir séu jafnir, líkar mér vel. Í skólanum mínum í æsku skiptist fólk í hópa eftir trúarbrögðum. Múslimar, hindúar og kristnir skiptust hver í sinn hópinn. Öðruvísi leikskóli Leikskólinn Sælukot hefur verið starfræktur frá árinu 1977 og var fyrsti skóli Ananda Marga samtakanna í Evrópu en nú eru þeir margir. Samtökin sendu systur til Íslands á áttunda áratugnum og fékk hún þau fyrir- mæli að láta gott að sér leiða hér á landi. Sú var þekkt fyrir að gefa fólki mat úti á götu. „Sú systir var frá Filippseyjum og mjög lágvaxin. Hún átti rauðan bíl og þurfti að sitja ofan á púðum til að sjá almennilega út um gluggana. Löggan stoppaði hana nokkrum sinnum því það leit út eins og barn væri að keyra,“ segir Dídí hlæjandi. Jóga og hugleiðsla daglega Börnin í Sælukoti stunda hugleiðslu og jóga daglega. „Markmiðið hjá okkur í Sælukoti er að börnin læri að tileinka sér hugleiðslu. Það er með fólk eins og bambus, það er hægt að beygja hann þegar hann er ungur en svo verður hann stökkur. Þegar við erum ung eigum við auðveldara með að læra. Maturinn sem börnunum er boðið upp á í Sælukoti er svokallaður „sentient“ matur sem er bæði góður fyrir líkama og sál. Á leikskólanum er ræktað grænmeti sem foreldrar taka upp einu sinni á ári. Við kennum ást Á Sælukoti er börnunum kennt að elska allt. „Við kennum börnunum að elska bæði annað fólk, plöntur og dýr. Það er mikilvægt að elska bæði lifandi og dauða hluti. Við verðum að læra að sýna virðingu og henda ekki hlutum bara til að geta keypt nýja. Við verðum að hafa í huga að það eru svo margir sem eiga ekki einu sinni mat, eða eins og guð sagði: „There is enough for eve- ryone´s need but not enough for eve- ryone´s greed,“ segir Dídí á ensku og bætir við að ef gæðum heimsins væri skipt jafnar þyrfti enginn að deyja úr hungri. Dídí tekur Indland sem dæmi. „Flestir myndu segja að það væri fátækt land en í rauninni er það mjög auðugt. Þar eru miklar náttúruauðlindir en skipting gæða er svo ójöfn og þess vegna deyr fólk úr hungri. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Sú hugmynda- fræði Ananda Marga, að allir séu jafnir, líkar mér vel. Í skól- anum mínum í æsku skiptist fólk í hópa eftir trúar- brögðum. Mús- limar, hindúar og kristnir skiptust hver í sinn hóp- inn. Hugmynda- fræði Ananda Marga er sú að allir séu jafnir. Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t KjúKlingamáltíð fyrir 4 Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero 1990,- Verð aðeins + 1 flaska af 2 L D ídí þýðir systir og ég er nunna. Flestir hafa ýmsa titla, eru systur, eiginkonur, mæður og svo fram- vegis en í mínu tilfelli á ég í eins sambandi við alla, hver sem það er. Ég er systir,“ segir Dídí sem ákvað þrettán ára gömul að verða nunna og helga líf sitt því að hjálpa öðrum. Dídí starfar á vegum indversku samtakanna Ananda Marga en samtökin sinna ýmsum verkefnum um allan heim, svo sem rekstri skóla, heimila fyrir mun- aðarlaus börn, háskóla, gistiskýla fyrir heimilislausa og neyðarað- stoð eftir náttúruhamfarir. Hug- leiðsla er stór hluti af starfsemi samtakanna og er hún kennd á þeirra vegum um allan heim. Grét með börnunum Í barnæsku tók Dídí virkan þátt í starfsemi Ananda Marga á Ind- landi með fjölskyldu sinni og líkaði hugmyndafræðin vel og var hún aðeins þrettán ára gömul þegar hún ákvað að verða nunna og starfa fyrir samtökin. Samkvæmt lögum á Indlandi þurfa nunnur að vera orðnar átján ára gamlar og eftir nokkrar tilraunir fékk Dídí undanþágu til að verða nunna, sextán ára gömul, en hélt þó áfram í skóla og hóf svo þjálfun sína hjá samtökunum. Fyrsta starf Dídíar var á heimili með fjörutíu og tveimur börnum á Indlandi. Starfsmennirnir voru að- eins þrír og því var annasamt hjá þeim. Á nóttunni vöknuðu börnin hvert á fætur öðru og þar sem Dídí hafði litla reynslu af umönnun barna var starfið í byrjun fram- andi. Hún fann til með börnunum sem höfðu af ýmsum orsökum misst foreldra sína og grét með þeim á nóttunni. „Á þessum tíma var ég svo hugrökk að ég hugsaði Ástin er undirstaða alls Börnin á leikskólanum Sælukoti í Skerjafirði stunda jóga og hugleiðslu daglega en starf leikskólans byggir á hugmyndafræði indversku samtakanna Ananda Marga. Dídí Ananda Kaostubha Acarya, sem er nunna á vegum Ananda Marga samtakanna, er leikskólastjóri Sælukots en Dídí var aðeins þrettán ára gömul þegar hún ákvað að helga líf sitt því að hjálpa öðrum. Dídí er leikskóla- stjóri á Sælukoti þar sem börnin stunda jóga og hugleiðslu daglega og borða hollan mat og rækta sitt eigið grænmeti yfir sumarmánuðina. Ljósmynd/Hari. 30 viðtal Helgin 24.-26. maí 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.