Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 3

Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 3
Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið. Heimilis RIFINN OSTUR ÍSLENSKUR OSTUR 100% Vilja strætó burt V ið höfum bara aldrei heyrt þessa fimm barna reglu áður og hún kom okkur mörgum í opna skjöldu,“ segir Katrín Björk Bald­ vinsdóttir, formaður Tilveru, samtaka um ófrjósemi. Samkvæmt upplýsing­ um frá tæknifrjóvgunarstofunni Art Medica er unnið eftir svokallaðri fimm barna reglu hér á landi, sem þýðir að sami gjafinn getur átt allt að fimm börn hér á landi í þremur fjölskyldum. „Ég á sjálf fjögur börn getin með gjafasæði,“ segir Katrín, sem ásamt maka sínum ákvað strax að það yrði ekki leyndarmál. „Tilhugsunin um að það gæti einhverstaðar verið eitt systkin hjá óþekktri fjölskyldu er frekar óþægileg. Ég vildi gjarnan fá að vita ef svo væri.“ Slíkar upplýsingar er þó ekki auðvelt að nálgast. „Við höfum fengið frekar misvísandi upplýsingar, skrýtnustu viðbrögðin voru þó þegar sérfræðingur sagði við okkur að þetta væri ekki meira vandamál en rang­ feðranir á Íslandi,“ segir Katrín. Katrín segir umfjöllun í fjölmiðlum þó vera jákvæða því ekki hafi mikið farið fyrir málaflokknum hingað til, ákveðin feimni hafi einkennt um­ ræðuna um sæðisgjafir. Katrín telur að ef að fólk væri opnara með að hafa þegið sæðisgjöf, væri auðveldara að fylgjast með mögulegum systkina­ tengslum barna. Aðspurð segist hún sjálf hafa verið róleg yfir fréttum af danska sæðisgjaf­ anum sem feðraði 43 börn áður en upp komst um alvarlegan genasjúkdóm hans. Í ljós hefur komið að hann á eitt barn á Íslandi. Hún segist skilja vel að hrollur hafi farið um marga. „Þegar maður hefur staðið í þessum sporum, að eignast barn með erfðavísa manns sem að þú hefur aldrei hitt, þá ertu komin ansi langt út fyrir þæginda­ rammann. Ég skil mjög vel að ekki sé hægt að skima fyrir öllum sjúkdómum og það má líka horfa á það þannig að það sé margt sem að leynist í genum fólks sem ekki notar gjafasæði, án þess að þau hafi um það einhverja hugmynd.“ Samtökin Tilvera standa nú fyrir vitundarvakningu sem ber yfirskrift­ ina „Ófrjósemi er barátta“. Markmiðið er að auka þekkingu og skilning al­ mennings og stjórnvalda á ófrjósemi og baráttunni við að eignast barn. Katrín segist vona að aukin umræða í samfélaginu muni minnka feimnina og leyndina sem oft fylgir því að glíma við ófrjósemi. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is  Heilbrigðismál Katrín á fjögur börn getin með gjafasæði Tilhugsunin um óþekkt systkini barnanna óþægileg Sami sæðisgjafinn getur átt fimm börn í þremur fjölskyldum á Íslandi. Kona sem hefur eignast fjögur börn með gjafasæði er óróleg vegna þess að börn hennar gætu átt systkini hér á landi án þess að vita af því. Íbúar við Breiðvang í Hafnarfirði berjast nú fyrir því að losna við akstur strætó úr botnlanga sínum sem þau segja hættulegan börnum. Umferðarstofa tekur undir álit þeirra. Alls hafa 100 íbúar skrifað undir undirskriftarlista til bæjaryfirvalda þar sem akstrinum er mótmælt. Hildur Guðjónsdóttir, tals­ maður óánægðra íbúa við Breiðvang, segir strætó skyndilega hafa birst í botnlanganum um miðjan ágúst síðastliðinn án þess að nokkur aðdragandi hafi verið að því. „Það býður hættunni heim að keyra um íbúagötu, bílastæði og við leiksvæði barna og veldur íbúum að auki miklu ónæði, sérstaklega á kvöldin og um helgar,“ segir hún. Íbúarnir hafa krafist þess að akstri um botnlangann verði hætt og benda á að einungis þriggja til fimm mínútna gangur sé í næstu stoppistöð við Hjallabraut. Bæjaryfirvöld hafa boðað til íbúafundar um málið um miðjan október. -sda Ráðstefna um klám Ráðstefna um klám út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarmiði verður haldin í Háskóla Íslands næstkomandi þriðjudag. Að ráðstefnunni standa innanríkisráðu­ neytið, mennta- og menningarmálaráðu­ neytið og velferðarráðuneytið í samvinnu við lagadeild Háskóla Íslands. Markmið ráðstefnunnar er að efna til umræðu um hvert sé hlutverk stjórn- valda þegar kemur að klámi með tilliti til dreifingar, en samkvæmt almennum hegningarlögum er dreifing, innflutn­ ingur, sala, útbýting og prentun kláms refsiverð á Íslandi. Sjaldan hefur verið refsað fyrir brot af þessu tagi og óljóst þykir hvar mörkin liggja á milli kláms og kynferðislega opinskás efnis. Skráning fer fram með því að senda póst á net­ fangið skraning@irr.is en ráðstefnan er öllum opin. Vilja reka FG Bæjarstjórn Garðabæjar vill taka upp viðræður við ríkið um hvort og hvernig sveitarfélagið geti tekið að sér rekstur Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Leikskólar og grunnskólar eru reknir af sveitar­ félögum en framhaldsskólar af ríkinu. Telur bæjarstjórn að með því að reka skóla á öllum skólastigum í sveitarfélaginu megi stuðla að meiri samfellu í kennslu og námi nemenda skólanna frá 6. bekk til loka framhaldsstigs. Einnig geti sveitarfélagið haft aukin áhrif á stefnu skólans. -sda Íbúar í Varmárdal kvarta undan mótorkrossbraut Íbúar í Varmárdal hafa lagt fram kvörtun vegna hávaða frá mótorkrossbrautinni Leirvogstungu. Erindið var tekið fyrir á bæjarráðsfundi Mosfellsbæjar í gær og ku ekki vera í fyrsta skipti. Elías Pétursson framkvæmdastjóri situr í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar. Hann segir að reynt verði að bregðast við kvörtunum og því fólki sem hafi lagt fram kvörtunina hafi verið vísað á rétta leið með það. Hann segir vandamálið byggjast að stóru leyti á því að enginn jarðvegur hafi fallið til í Mosfellsbæ eftir hrun, en slíkt þurfi til þess að byggja megi hljóðvarnir. Hann segir að stífar kröfur séu um opnunartíma á svæðinu en alltaf séu einhverjir sem að ekki virði slíkt. Það þyki honum miður sem og forsvars­ fólki brautarinnar, sem að hans sögn er allt af vilja gert. „Við verðum að finna leiðir til þess að lifa öll í samlyndi, það eru þúsundir sem stunda þetta sport hér á landi og það fólk þarf líka svæði til að iðka sitt sport.“ - mlþ  alan jones fjársöfnunin geKK Vonum framar Anna borin til grafar í Póllandi Anna Chmielewska, sem lést sviplega fyrir tveimur vikum þegar hún fékk flogakast og drukknaði í baði, verður lögð til hinstu hvílu í Póllandi í dag, föstudag. Anna var aðeins 25 ára gömul þegar hún lést og skilur eftir sig eiginmanninn Andrzej Chmielewski og þriggja ára dóttur. Eins og Fréttatíminn greindi frá í síðustu viku sá Andrzej ekki fram á að geta flutt jarðneskar leifar konu sinnar til Póllands til greftrunar þar sem flugfarið fyrir hann, dóttur þeirra og flutningur kistunnar reyndist honum með öllu ofviða. Vinir fjölskyldunnar, með tónlistarmann­ inn Alan Jones í broddi fylkingar, ákváðu að gera allt sem í þeirra valdi stóð til þess að létta undir með Andrzej. Söfnunarreikn­ ingur var stofnaður og á miðvikudagskvöld voru haldnir söfnunartónleikar á Spot í Kópavogi. „Þetta gekk mjög vel og húsið var fullt,“ segir Alan en samanlagt hafa um 1.5 milljónir safnast. „Okkur tókst að bjarga peningum fyrirfram þannig að And­ rzej og dóttir hans flugu út á þriðjudaginn og Anna verður jörðuð í Póllandi á föstu­ daginn.“ Alan segir feðginin bera sig vel í sorg­ inni. „Þau eru að gera sitt besta og Andrzej er ákaflega þakklátur öllum sem hafa lagt honum lið vegna þess að án þessa stuðn­ ings hefði hann ekki átt neina möguleika á því að jarða Önnu í heimalandinu.“ -þþ Andrzej er ákaflega þakklátur öllum sem hafa lagt honum lið. Anna Chmielewska með litlu dóttur sinni sem var ein heima með móður sinni þegar hún lést. Katrín Björk Baldvinsdóttir, formaður Tilveru, samtaka um ófrjósemi. Ljósmynd/Hari Katrín Björk afhenti Guðbjarti Hannessyni velferðar­ ráðherra þetta póstkort ásamt fleiri sem vilja vitundar- vakn ingu í tengsl um við ófrjó­ semi. fréttir 3 Helgin 12.-14. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.