Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 8
 www.odalsostar.is Havartí Krydd er náskyldur einum þekktasta osti Dana, úr smiðju hinnar frægu ostagerðarkonu, Hanne Nielsen. Ljúfur, mildur og smjörkenndur ostur með sætri papriku og votti af piparaldinum. Frábær partíostur, með nachos eða á steikarsamlokuna. HAVARTÍ KRYDD FJÖRUGUR Ellen Calmon segir ADHD samtökin hvorki mæla með né gegn lyfjagjöf.  ADHD Sigríður JónSDóttir, ADHD mArkþJálfi, Hætti Sem vArAformAður ADHD SAmtAkAnnA Breytt mataræði eða lyf við ADHD Á morgun verða ný samtök, Lifðu lífinu, með málþing um heildræna nálgun við ADHD og fleiri einkenni og raskanir (tourette, streitu kvíða, þunglyndi). Sigríður Jónsdóttir stendur fyrir málþinginu en Ellen Calmon, framkvæmdarstjóri ADHD samtakanna, deilir á skoðanir Sigríðar sem er fyrrverandi varaformaður samtakanna. É g var á lyfjum fyrir sirka fimm árum en hætti fljótlega og fann aðra lausn við minni greiningu,“ segir Sigríður Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og fyrrverandi varaformaður ADHD samtakanna, en hennar skoðanir hafa verið umdeildar innan hins svokallaða ADHD samfélags. Sigríður er með sín eigin samtök í dag, Lifðu lífinu, og hefur ekkert með ADHD samtökin að gera. Þau samtök verða 25 ára á næsta ári og segist framkvæmdastjórinn hafa áhyggjur ef fjölmiðlar ætli að lepja hreinlega hvað sem er upp eftir fólki. „Það er ábyrgðarhlutur að setja fram að fólk eigi að hætta að steikja á teflonhúðuðum pönnum eða borða meira af ómegavörum og þá hverfi ADHD,“ segir Ellen Calmon, framkvæmdarstjóri ADHD samkanna. Hún tekur fram að hún sé engin sérfræðingur heldur starfsmaður samtaka sem séu með doktor og geðlækni og slíka sér- fræðinga í stjórn. „Ég er menntaður markþjálfi,“ útskýrir Sig- ríður en hún er að auki áfengis- og vímuefnaráð- gjafi og á morgun klukkan 10 setur hún málþing sem haldið er í Lifandi markaði í Borgartúni og fjallar um heildræna nálgun við ADHD og fleiri einkenni og raskanir. En af hverju hættirðu sem varaformaður sam- takanna? „Ég var ósátt við stefnu og hugmyndir sam- takanna. Við Gréta Jónsdóttir stofnuðum því ný samtök, Lifðu lífinu,“ segir Sigríður sem hefur áhyggjur af sjálfstæði ADHD samtakanna og bendir á að á heimasíðu þeirra sé nýtt sjálfshjálp- arforrit, Focus, en Janssen-Cilag lyfjafyrirtækið á einkarétt að forritinu. Janssen-Cilag er dótturfyr- irtæki bandaríska risans Johnson & Johnson. Algengt meðal fólks með ADHD að það sæki í hveiti og sykur og óhollan mat „Við fáum ekkert borgað fyrir að hafa þetta á síðunni,“ útskýrir framkvæmdastjórinn, Ellen, og segir að þetta sé einungis á síðunni vegna þess að forritið gagnist fólki. Hjá ADHD sam- tökunum sé fólki hvorki ráðlagt að taka lyf né að taka þau ekki. Allar slíkar ráðleggingar verður fólk að fá frá læknum, segir Ellen. Sigríður hefur hinsvegar lært að lifa með ADHD og fengið nokkurn bata með því að breyta um mataræði og rækta sjálfsmynd sína. „Stóra málið í mínu lífi er að ég er matarfíkill og það er mjög algengt meðal fólks með ADHD að það sæki í hveiti og sykur og óhollan mat. Ég þurfti að vanda betur mataræðið og vinna með sjálfsmyndina og þá fór athyglin að koma ásamt ýmsu öðru,“ segir Sigríður. Ellen er ekki með ADHD en skrifaði loka- ritgerðina sína um ADHD (hún er kennari að mennt og í meistaranámi í opinberri stjórn- sýslu). Hún segist sjálf hafa mikla trú á hollu og góðu matarræði en eftirláti sérfræðingum og vísindamönnum að sanna gildi þess og annars sem tengist ADHD. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is Gréta Jónsdóttir, fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi og fyrrverandi stjórnarmaður ADHD samtakanna, Sigríður Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og fyrrverandi varaformaður ADHD samtakanna og Hanna Elísdóttir, næringar- microscopisti. Samtökin verða 25 ára á næsta ári og fram- kvæmdastjór- inn biður fólk að hlusta ekki á hvað sem er heldur treysta á fagfólk. Lifdulifinu.is Fyrrverandi varaformaður ADHD sam- takanna stofnaði þessi samtök því hún vildi nýja nálgun á ADHD: Breytt mataræði og sjálfsskoðun. Róbert Marshall hefur sagt skilið við Samfylk- inguna og gengið til liðs við flokk Guðmundar Steingrímssonar, Bjarta framtíð. Samkvæmt heimildum Fréttatímans er ástæðan fyrst og fremst sú að Róbert telur ólíklegt að hann njóti þess stuðnings innan Samfylkingarinnar sem hann þarf til þess að fleyta sér á þing á næsta ári. Enginn málefnalegur ágreiningur er milli Róberts og Samfylkingarinnar enda hefur hann lýst því yfir að hann muni styðja ríkisstjórnina í einu og öllu það sem eftir er af kjörtímabilinu. Róbert var í þriðja sæti í Suðurkjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar en talið er ólíklegt að Samfylkingin nái inn þrem mönnum í kjördæm- inu í næstu kosningum. Um fyrsta og annað sætið keppa fyrrverandi ráðherrar, Björgvin G. Sigurðsson og Oddný Harðardóttir. Til greina kom að Róbert byði sig fram í Reykjavík en þar eru fyrir fjórir karlar að keppa um þrjú karla- sæti, Össur Skarphéðinsson, Helgi Hjörvar, Skúli Helgason og Mörður Árnason. Þá hefur Vilhjálmur Þorsteinsson verið nefndur sem líklegur til að bjóða sig fram í Reykjavík. Með því að ganga til liðs við Bjarta framtíð eygir Róbert því möguleika á að sitja á þingi annað kjörtímabil. Skýring Róberts er hins vegar sú að hann vill rjúfa þá átakahefð sem fest hefur rætur í íslenskum stjórnmálum. „Ég hef ákveðið að segja skilið við Samfylkinguna og ganga til liðs við framboð Bjartrar framtíðar í komandi kosningum,“ segir hann í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. „Sú ákvörðun byggir á þeirri sannfæringu minni að rjúfa þurfi þá átakahefð sem fest hefur rætur í íslenskum stjórnmálum. Átök innan og á milli núverandi stjórnmálaflokka á yfirstandandi kjörtímabili og vantraust á þeim afhjúpar veikleika íslenska flokkakerfisins og hversu illa það þjónar sam- félagi okkar. Það er kominn tími til að breyta því og ég vil leggja mitt af mörkum til að svo megi verða.“ -sda  StJórnmál róbert mArSHAll vill verA áfrAm á þingi Meiri séns í Bjartri framtíð en Samfylkingu Róbert Marshall. 8 fréttir Helgin 12.-14. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.