Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 78

Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 78
Þ egar bókin kom út í Ameríku ákvað ég að halda íslenska nafninu mínu en skjóta „The Dancing Eaglewoman from Iceland“ fyrir aftan nafnið svo Kaninn gætti kallað mig eitthvað,“ segir Marta Eiríksdóttir en hún hefur komið víða við og fékk indjánanafnið Dansandi assa hjá indjánakonu sem hún kynntist í Arizona á sínum tíma. Þú skrifaðir þessa bók, Becoming Goddess – Embracing Your Power!, á ensku: Af hverju ertu svona góð í ensku? „Ég er alin upp í Keflavík, “svarar Marta alvarleg og bætir því að fyrir ári hafi þau hjónin flutt út til Noregs og hún hafi í fyrstu verið atvinnulaus og því sest við skriftir en síðustu 20 ár hefur hún í og með skrifað fyrir Vík- urfréttir á Suðurnesj- um. Víkurfréttir eru einmitt að gefa út aðra bók eftir Mörtu fyrir jól og hún heitir Mei mí beibí sit og fjallar um æskuminningar Mörtu í bítlabænum Keflavík. „Ég fæddist árið 1961 og þá var bærinn fullur af Könum sem leigðu inni í Keflavík og þær eru margar sögurnar og skemmtilegar allar sem ég kann úr æsku minni,“ útskýrir Marta en hún er nýlega komin frá Washington þar sem hún tók þátt í bókamessu og áritaði fyrrnefnda sjálfs- hjálparbók fyrir Ameríkana. En af hverju ertu komin til Noregs? „Maðurinn minn fékk vinnu hérna og hér er gott að vera. Auðvitað togar Ísland alltaf en við búum í pínulitlum bæ sem liggur inn á milli fjalla. Það er ofboðslega fallegt hérna og ekki skemmir að eiginmaðurinn er með helmingi hærri laun hér og í Noregi lækka húsnæðis- lán þegar borgað er af þeim, þau eru ekki sífellt að hækka eins og heima á Íslandi. Hér þekkjast ekki svona íslensk bankafyrir- bæri eins og verðtryggð húsnæðislán. Ég held það sé alveg séríslenskt,“ segir Marta. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is „Ekki skemmir að eigin- maðurinn er með helmingi hærri laun hér og í Noregi lækka húsnæðis- lán þegar borgað er af þeim“  Bók Marta skrifaði Bók á ensku seM er seld á aMazon Dansandi assa frá Íslandi komin í útrás Marta Eiríksdóttir var í Washington á dögunum að árita nýja bók og nú er væntanleg frá henni bók á íslensku líka, Mei mí babí sit, sem fjallar um æskuminningar Mörtu í bítlabænum Kefla- vík. Í Ameríku kallar Marta sig „The Dancing Eaglewoman from Iceland“. Bókin hennar Mörtu fæst á Amazon. Hér er Marta í Washington að árita bækur en hægt er að finna hana á Facebook undir nafninu: Marta Eiríksdóttir – The Dancing Eaglewoman from Iceland! Annalísa Hermannsdóttir leikur Öldu í Pressu. Annalísa hefur nú sína þriðju þáttaröð í hlutverkinu, en hún var að- eins tíu ára þegar þættirnir byrjuðu. Í dag er hún í tíunda bekk í Garða- skóla. Annalísa segir að sér þyki mjög vænt um Öldu en þær séu mjög ólíkar. „Við erum sko tvennt ólíkt. Hún er til dæmis mjög róleg og frekar félags- fælin en sjálf er ég mjög opin og alltaf á ferðinni.“ Annalísa situr greinilega sjaldan auðum höndum. „Ég er í dansi og hestamennsku og svo er ég líka aðeins í því að semja lög.“ Hún spilar á píanó en þó segir hún tónlistar- feril ekki efstan baugi. Draumurinn sé að vera leikkona. „Það er auðvi- tað draumurinn, en mér þykir mjög gaman að tónlistinni líka. Ætli ég hafi það ekki bara svona með,“ segir hún og hlær. Hún segir að mikilla breyt- inga sé að vænta í lífi Öldu í þáttunum en karakterinn sé kominn á gelgjuna, „hún er að deyja úr gelgju og lendir í mjög slæmum félagsskap, svo það eru hvort tveggja spennandi og ógnvekj- andi tímar fram undan hjá henni.“ Fyrsti þáttur Pressu verður sýndur á sunnudaginn kemur.  Pressa GarðaBæjarMærin annalísa leikur í Þriðju Þáttaröð Pressu Ekkert lík gelgjunni Öldu Annalísa Her- mannsdóttir er í 10. bekk í Garða- skóla. Ljósmynd/Hari María Lilja Þrastardóttir marialilja@ frettatiminn.is MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  MIÐASALA: 412 7711 KOMDU Í KLÚBBINN! bioparadis.is/klubburinn Farðu núna á www.bioparadis.is/klubburinn! SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! NÝJAR MYNDIR Í BÍÓ PARADÍS! ENGLISH SUBTITLES THE NEW HIT FILM FROM BALTASAR KORMÁKUR ENGLISH SUBTITLESVERÐLAUNAMYND SKJALDBORGAR 2012 Grant snarar Ásgeiri yfir á ensku Fyrsta plata Ásgeirs Trausta Einarssonar, Dýrð í dauðaþögn, hefur slegið í gegn síðan hún kom út fyrir nokkrum vikum. Platan hefur selst afar vel og verið spiluð mikið í útvarpi. Ásgeir Trausti og hans fólk hafa greinilega trú á því að tónlistin eigi erindi víðar en á litla Íslandi því Íslands- vinurinn John Grant hefur undanfarið setið sveittur við að snara textum Ásgeirs Trausta yfir á ensku. Ekki er vitað hvort stefnt er að útgáfu erlendis en það verður að minnsta kosti forvitnilegt að heyra útkomuna. Arnaldur í kynningarham Ný bók Arnaldar Indriðasonar verður gefin út 1. nóvember næst- komandi. Ekkert hefur lekið út um efni bókarinnar eða titil hennar. Arnaldur hefur sjaldnast tekið mikinn þátt í kynningum á bókum sínum en nú ber svo við að hann hefur boðað komu sína í sérstakt kynningarpartí. Um er að ræða boð fyrir bóksala í næstu viku þar sem efni bókarinnar verður kynnt og kápa hennar sýnd. Augljóst er af þessu að Arnaldur ætlar ekki að láta Yrsu Sigurðardóttur hrifsa af sér hásætið á glæpasagnamarkaði án baráttu, en eins og kunnugt er seldi Yrsa fleiri bækur en Arnaldur á síðasta ári. Ásgeir Trausti Einarsson John Grant Falleg stund í Hörpu Bandaríska baráttukonan Rachel Corrie var 23 ára þegar jarðýta ísraelska her- námsliðsins í Palestínu valtaði yfir líkama hennar og varð henni að bana. Rachel hlaut í vikunni friðarverðlaun Lennon og Ono. Foreldrar hennar, Craig og Cindy Cor- rie, tóku við verðlaununum en þau voru í Hörpu með leikkonunni Þóru Karítas sem lék Rachel í einleik um líf hennar fyrir nokkrum misserum. Craig og Cindy sóttu Ísland heim þegar Þóra Karítas frumsýndi og henni þótti vænt um að hitta hjónin aftur. Craig og Cindy verða framsögumenn á opnum hádegisfundi hjá Félaginu Ísland- Palestína í dag, föstudag. Fundurinn veður í Iðnó, Vonarstræti 3. 66 dægurmál Helgin 12.-14. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.