Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 4
Fundir og ráðstefnur Veislusalurinn er vel tækjum búinn og er því tilvalinn fyrir hvers kyns ráðstefnur og fundi, stóra sem smáa. Í salnum er meðal annars hágæða hljóðkerfi, skjávarpi, flettitafla og púlt. Starfsfólk okkar veitir þér ráðgjöf varðandi veitingar og annað sem huga þarf að. GLÆSILEGUR VEISLUSALUR! Náttúruparadís í hjarta borgarinnar www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is sími 599 6660 Bandalag íslenskra skáta 100 ára N okkur börn á leikskólaaldri slösuðust nýverið lítillega um borð í strætisvagni þegar bílstjóri nauðhemlaði. Barnahópurinn kastaðist til og þurfti að flytja fimm þeirra til aðhlynningar á slysavarð- stofu. Leikskólar notast oft við strætisvagna í vettvangs- ferðum sínum, en vagnarnir eru undanskildir lögum um öryggisbelti. Undanþága Strætó frá notkun öryggis- búnaðarins gildir þar sem hraði er jafnan lítill og farþegar fara í og úr ökutækinu með stuttu millibili. Eða á höfuðborgarsvæðinu. Mun strangari reglugerðir eru um viður- kenndan skólaakstur og skólabíla. En slík- um bílum er skylt að hafa sætisólar. „Við erum að bíða eftir niðurstöðum óháðs aðila, sem kannar slysið fyrir okk- ur. Að því loknu verður tekin ákvörðun um hvort við gerum einhverjar sérstakar ráð- stafanir fyrir leikskólabörn, þó ég reikni nú ekki með því,“ segir Reynir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Strætó bs, aðspurður um hvort að gripið verði til sérstakra ráðstaf- ana innan fyrirtækisins kjölfar slyssins á leikskólabörnunum. Bílstjórinn nauðheml- aði, barnahópurinn kastaðist til og þurfti að flytja fimm barnanna til aðhlynningar á slysavarðstofu. „Sem betur fer var þetta ekki jafn alvarlegt og látið var. En slys engu að síður og slíkt lítum við alltaf alvarlegum augum. Hvort að krafan um aukið öryggi á rétt á sér skal ósagt látið. Ef setja ætti sætisólar í alla bíla hefði það gríðarlegan kostnað í för með sér. Þá væri líka hægt að taka mun færri farþega inn í hvern vagn fyrir sig, slíkt myndi aldrei borga sig,“ segir Reynir og bætir við að ef gera ætti ríkari kröfur um öryggi í strætó en gerðar eru annars staðar í heiminum velti það á stjórnvöldum. „Það eru þau sem setja lögin. En eins og er þá þykir ekki til- efni til þess að endurskoða þau, tíðni slysa er mjög lág.“ Reynir segir að bílstjóranum sé mjög brugðið. „Bílstjór- inn er mjög miður sín, hún á sjálf börn og barnabörn.“ Skrítið að pínulítil börn séu laus Einar Magnús Magnússon, fjölmiðlafulltrúi Umferðar- stofu, segir stofnunina ekki fara í felur með viðhorf sitt til málsins. Hann segir hagsmuni þjónustuaðila setta ofar öryggi farþega. „Þetta er mjög vandmeðfarið mál, þar sem strætó nýtur ákveðinnar eftirgjafar frá öryggiskröfum, röksemd- ir rekstrarins eru látnar vega töluvert þyngra en ströngustu kröfur um öryggi og það er reyndin víðast hvar erlendis. Ástæða þess að fólk er laust í strætisvögn- um byggist á þessum öru stoppum. Það er samt skrítið að pínulítil börn séu laus í strætó þegar krafan um öryggisbúnað fyrir þau er svo sterk annars staðar í um- ferðinni,“ segir hann og vísar til reglna um notkun bílstóla í einkabílum og örygg- isbelta í skólabifreiðum og rútum. „Okkur á Umferðarstofu hugnast þetta fyrirkomulag ekki og þetta er mál sem virkilega þarf að skoða. Best væri ef að við gætum sett gott fordæmi í umferðalögum varðandi öryggi almenningsamgangna sem löndin í kringum okkur gætu litið til.“ Einar Magnús bætir við að Umferðarstofa hyggist taka málið sérstaklega fyrir og skoða ofan í kjölinn. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is OYSTER PERPETUAL DATEJUST II Michelsen_255x50_E_0612.indd 1 01.06.12 07:21 Reglugerð 348/2007 5. gr. Undanþága frá notkun öryggisbeltis. Ekki er skylt að nota öryggisbelti í strætó líkt og hér segir: – Þegar ekið er í atvinnuskyni þar sem hraði er jafnan lítill og fara þarf úr og í ökutæki með stuttu millibili.  Öryggi LeikskóLabÖrN í strætisvÖgNum Bundin í skólabílum – óbundin í strætó Börn á leikskólaaldri slösuðust í strætisvagni sem var nauðhemlað. Umferðarstofa lýsir yfir áhyggjum vegna öryggis barna í strætisvögnum: „Hagsmunir þjónustuaðila settir ofar öryggi farþega.“ Framkvæmdastjóri Strætó segir málið leiðinlegt en ekki jafn alvarlegt og látið var. Dagný Jónsdóttir, for- stjóri Umferðarstofu, vildi ekki tjá sig um málið en benti á fjölmiðla- fulltrúann, Einar Magnús Magnússon. Hann segir að Umferðarstofa muni skoða öryggisbúnað í strætisvögnum sérstaklega. Leikskólabörn slösuðust nýlega í strætisvagni sem var nauðhemlað. Sætis- belti eru ekki í strætis- vögnum, ólíkt því sem er í rútum og skólabílum. Bandalag íslenskra skáta fagnar 100 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni efnir banda- lagið til friðarþings nú um helgina. Þar verður boðið upp á 25 fyrirlestra, alla helgina, sem munu fjalla um frið í sinni víð- ustu mynd. Boðið verður upp á vinnusmiðjur og tónleika að fyrirlestrum loknum. Fyrirlesararnir eiga það allir sammerkt að hafa sýnt frið í verki, hvort sem það er í einka- lífi viðkomandi eða á opinberum vettvangi. Tilgangur þingsins er að fyrirlestrarnir veiti þátt- takendum friðarþingsins sýn inn í flóru þeirra verka sem geta leitt til friðar. Hugmyndin er að friðarþingið verði árlegur viðburður sem mun koma til með að efla markmið skátahreyfingarinnar, sem er að gera hvern og einn að sjálfstæðum, virkum, ábyrgum og hjálpsömum einstaklingi í bræðralagi manna um heim allan. m a r k v i s s m e n n t u n Skátastarf veður FÖstudagur Laugardagur suNNudagur Skýjað veður, en MiLt. víða væta Þegar Líður á daginn og uM kvöLdið HöfuðBorgarSvæðið: SkýJAð MEð köFLUM og ÞUrrT FrAM á kvöLD. aLLHvaSS vindur, en úrkoMuLítið. HöfuðBorgarSvæðið: rigning FyrST UM MorgUninn, En LéTTir SíðAn TiL. Lægir aftur og víðaSt Bjartviðri á Landinu. HöfuðBorgarSvæðið: LéTTSkýJAð og FrEMUr MiLT. Mikið til þurr helgi Segja má að október sé sá mánuður þegar búast megi við hvað flestum úrkomudögum. Skil fara vestur yfir landið aðfaranótt laugardagsins með vætu víðast hvar, en eftir það helst að mestu þurrt fram yfir helgi. reikna má með strekkingi eða all- hvössu á laguardag, en sú A-átt verður þurr. Hæðarsvæði norður undan tekur stjórnina og með því þurrt loft og víðast verður sólríkt á sunnudag. Hlýtt að deginum en frost yfir nóttina. 7 5 7 6 8 9 7 6 5 8 6 4 5 3 7 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Leiðrétting ranglega var farið með nafn dr. valdísar ingibjargar Jónsdóttur í síðasta tölublaði. Einnig var auka degi bætt við ráðstefnu á hennar vegum. valdís hefur í áraraðir velt fyrir sér orsökum og afleiðingu í tengslum milli hávaða og málþroska hjá börnum, ekki rannsakað. Beðist er velvirðingar á rangfærslunum. 4 fréttir Helgin 12.-14. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.