Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 19

Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 19
islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Ný ávöxtunarleið með stighækkandi vöxtum Sparnaður: Vaxtaþrep 30 dagar Vaxtaþrep 30 dagar er nýr bundinn óverðtryggður innlánsreikningur og hækka vextirnir í þrepum eftir fjárhæð innistæðunnar. Þú getur stofnað Vaxtaþrep 30 dagar í Netbankanum eða í næsta útibúi Íslandsbanka. Nánari upplýsingar á islandsbanki.is Ársvextir skv. vaxtatöflu 22.09.12: Vextir eru stighækkandi eftir innstæðu. Fáðu allt að 4,7% vexti Ný sparnaðarleið Úttektir af reikningnum þarf að til- kynna með 30 daga fyrirvara en á móti eru vextirnir hærri en á almennum óbundnum innlánsreikningum og eru þeir greiddir út mánaðarlega inn á ráðstöfunarreikning að eigin vali. Vaxtaþrep 30 dagar hentar því þeim sem vilja örugga og háa ávöxtun en jafnframt að innistæðan sé laus með skömmum fyrirvara. 0–5 m.kr. 5–20 m.kr. 20–75 m.kr. +75 m.kr. 3,8% 4,1% 4,4% 4,7% 5,0% 4,5% 4,0% 3,5% 3,0% Fært til bókar Óli Björn og Elín sækja að sitjandi þingmönnum Það stefnir í talsverðan slag í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjör- dæmi 10. nóvember næstkomandi. Þetta fjölmennasta kjördæmi landsins er sterkt vígi Sjálfstæðisflokksins, kraginn í kringum höfuðborgina. Nægir þar að nefna Garða- bæ þar sem sjálfstæðismenn hafa haft tögl og hagldir áratugum saman og sömu sögu er að segja af Seltjarnarnesi. Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengi verið stærsti flokkurinn í Kópavogi, næst stærsta sveit- arfélagi landsins. Samfylkingin hefur hins vegar haft sterkari stöðu í Hafnarfirði, sem næstur er Kópavogi í mannfjölda. Sjálfstæðisflokkurinn fékk afleita kosningu í síðustu þingkosningum, í apríl 2009, í kjölfar efnahagshruns og þess að ríkisstjórn Geirs H. Haarde hrökklaðist frá völdum. Flokkurinn hélt þó bærilega sjó í Suðvesturkjördæmi. Þar fékk hann fjóra þingmenn kjörna, formanninn Bjarna Benediktsson, Þorgerði Katrínu Gunnars- dóttur, Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Jón Gunnars- son. Óli Björn Kárason kom næstur og hefur setið nokkrum sinnum sem vara- þingmaður á kjör- tímabilinu. Í sjötta sæti listans var síðan Rósa Guð- bjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði. Sitjandi þingmenn í kjördæminu sækjast eftir endurkjöri, að Þorgerði Katrínu Gunn- arsdóttur undanskilinni. Hún tilkynnti fyrir skömmu að hún sæktist ekki eftir endur- kjöri. Þorgerður Katrín hefur átt erfitt uppdráttar innan flokks og á þingi eftir hrun en áður má segja að hún hafi verið helsta vonarstjarna flokksins. Hún gegndi embætti varaformanns um fimm ára skeið og margir sáu fyrir sér að hún yrði fyrst kvenna formaður Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður hefur setið á Alþingi frá árinu 1999 og var menntamálaráðherra 2004 til 2009. Gera má ráð fyrir því að Bjarni Bene- diktsson sé öruggur í efsta sæti listans. Keppnin verður hörð um önnur sæti. Tveir frambjóðendur gera harða hríð að sitjandi þing- mönnum flokks- ins. Annars vegar er það Elín Hirst, fyrrum frétta- stjóri. Hún gefur kost á sér í þriðja sæti listans. Elín var virk í stjórnmálum áður en hún fór í blaða- og fréttamennsku, var meðal annars bæði í stjórn Vöku og Heimdallar. Hins vegar er það Óli Björn Kárason, ritstjóri vefmiðilsins T24, en hann tilkynnti í gær að hann byði sig fram í eitt af efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Óli Björn er hag- fræðingur að mennt en hefur starfað sem blaðamaður, ritstjóri og útgefandi í nær aldarfjórðung. Hann hefur gefið út fjórar bækur meðal annars um viðskipti, efnahags- og dómsmál. Þá hefur Óli Björn skrifað fjölda greina í dagblöð og tímarit. Óli Björn skellti sér í pólitíkina fyrir síðustu kosningar og undanfarið hefur hann skrif- að röð greina sem eftir hefur verið tekið, einkum í Morgunblaðið og á eigin vef, þar sem hann hefur gagnrýnt ríkisstjórnina en um leið minnt eigin flokk á að halda kúrs- inum réttum. Fleiri geta bæst í hópinn en framboðs- frestur er til 19. október næstkomandi. Prófkjörs- og formennskuslagur Stórslagur verður einnig hjá Samfylking- unni í Suðvesturkjördæmi 10. nóvember næstkomandi. Þá verður viðhaft flokksval þar sem flokksfélagar og skráðir stuðn- ingsmenn hafa einir kosningarétt. Niður- staðan verður bindandi fyrir fimm efstu sætin og paralistaaðferð verður beitt til að tryggja jafnt hlutfall kynja. Þar munu tak- ast á um forystu í kjördæminu Árni Páll Árnason, þingmaður og fyrrum ráðherra, og Katrín Júlíusdóttir, efnahags- og fjár- málaráðherra. Árni Páll hefur þegar lýst yfir framboði til formennsku í Samfylk- ingunni og ólíklegt er annað en Katrín taki þann slag einnig. Sigur í Kraganum stóra verður því gott veganesti fyrir þann sem þar sigrar þegar kemur að vali arftaki Jóhönnu Sigurðardóttur. Helgin 21.-23. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.