Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 30
Heimur S&M-kynlífs er æsandi
Við hverju bjóstu þegar fyrsta bókin kom út? Sá einhver
fyrir fjörutíu milljónir seldra eintaka, kvikmynd í burð-
arliðnum og haug af hamingjusömum húsmæðrum?
„Viðtökurnar komu mér mjög á óvart. Mig dreymdi
aldrei um slíkar vinsældir. Þar sem bækurnar voru
fyrst gefnar út sem rafbækur snerist metnaður minn
um að fá að sjá þær í bókabúðum.“
Rötuðu þínar eigin fantasíur í bækurnar?
„Já. Ég skemmti mér mjög vel við rannsóknarvinnu
fyrir bækurnar en það er allt og sumt sem ég vil segja
um þetta.“
Talandi um rannsóknarvinnu. Hvernig rannsakaðir
þú heim S&M-kynlífs? Og hvað var það við
þennan lífsstíl sem höfðaði til þín?
„Ég var dugleg við rannsóknir á netinu
og var í tölvupóstsamskiptum við fólk
sem stundar S&M-kynlíf. Mér finnst
þessi S&M-heimur æsandi! Og mig
langaði að kanna hvernig það væri
ef þú kynntist einhverjum sem væri
þátttakandi í þessum heimi án þess
að þú vissir það – og yrðir svo að
ákveða hvort þú vildir vera með eður
ei.“
Hvert var vandræðalegasta eða fáránlegasta augna-
blikið við rannsóknir þínar fyrir bækurnar?
„Ég varð aldrei vandræðaleg en þú ættir kannski
frekar að spyrja manninn minn.“
Níræðar konur meðal lesenda
Hvað finnst þér um að bækurnar þínar séu kallaðar
„mömmuklám“?
„Ég held að þetta sé þægilegur merkimiði fyrir
blaðamenn. Þetta er ekki ný tegund af bókum – þetta
er ástríðufull ástarsaga með kynlífi, og það er nóg af
þeim í bókabúðum. Það vill nú þannig til að þegar fólk
verður ástfangið, þá stundar það kynlíf. Ég skil ekki
alveg af hverju þetta hugtak varð svona vinsælt. En
mér skilst að þetta sé til komið af því að konur töluðu
um bækurnar þegar þær fóru með börnin í skólann
eða í íþróttir. Í kjölfarið fundu fjölmiðlar upp hugtakið
„mömmuklám“. Ég veit að lesendur bóka minna eru
konur frá menntaskólaaldri og upp í nírætt. Margar
þeirra eru ekki mömmur!“
Þú átt tvö syni á táningsaldri. Hafa þeir lesið bæk-
urnar?
„Nei! Ég myndi ekki vilja það og þeir vilja heldur
ekki lesa þær.“
Hversu mikilvægt er kynlíf fyrir þig?
„Ekki eins mikilvægt og að anda en mikilvægara en
að þvo þvottinn.“
Flótti og fantasíur
Þú hefur sagt frá því að Twilight-bækurnar hafi veitt
þér innblástur. Hvernig?
„Þetta eru bestu ástarsögur sem ég hef lesið. Þær
eru bæði erótískar og fylltu mig andagift. Ég byrjaði
að skrifa eftir að hafa lesið þær. Þær höfðu áhrif á mig
á svo mörgum sviðum að ég hef ekki enn náð að skilja
það til fulls. Ég held að það sama eigi við um Fimm-
tíu gráa skugga – bækurnar hafa áhrif á lesendur á
sviðum sem þeir skilja kannski ekki fullkomlega. Ég
er mjög stolt af því, þó það hafi ekki verið útpælt eða
ákveðið.“
Hvað gefa bækur þínar kvenkyns lesendum þínum?
„Flótta, fantasíur og tækifæri til að kanna eigin
hvatir á hátt sem þær þekktu ekki fyrir.“
En karlkyns lesendum?
„Oftast maka sem er til í tuskið!“
Þú ert viss um að bækurnar hafi áhrif á kynlíf les-
enda þinna?
„Ég veit það fyrir víst enda hef ég fengið mikinn
fjölda tölvupósta frá lesendum sem staðfesta það.“
En hverju S&M, af hverju ekki eitthvað annað?
„Af því mér fannst það kynæsandi. Og mér sýnist
að ég sé alls ekki sú eina.“
Klám er ofnotað orð
Því hefur verið haldið fram að ef karlkyns rithöfundur
myndi gefa út bók á borð við þínar yrði hann
sakaður um að breiða út klám. Ertu sammála
því að kvenkyns rithöfundar hafi meira frjáls-
ræði en karlkyns höfundar þegar kemur að
kynlífi?
„Ég lít svo á að Fimmtíu-trílógían sé
lostafull ástarsaga. Ef karlkyns höf-
undur myndi skrifa lostafulla ástar-
sögu með berorðum kynlífslýsingum
vona ég að henni yrði tekið sem slíkri.
Klám er ofnotað orð sem hefur tapað
merkingu sinni. Þú þarft ekki annað en
að líta á tímarit um gómsætan mat, og
þú gæti kallað það matarklám, eða
tímarit um falleg heimili og þú
gætir kallað það fasteigna-
klám. Ég held að klám, í
þeirri merkingu sem þú átt
við, sé niðurlægjandi fyrir
alla sem koma nálægt
því. Fimmtíu-trílógían
er ekki klámfengin –
enginn er niðurlægður í
sögunni, allt sem gerist
er öruggt og gert með
samþykki allra. Og
skrifað hæfilega undir
rós, enda eru konur
almennt ekki hrifnar af
kynlífs-slanguryrðum í
bókum“.
Stærsti bókaútgefand-
inn á Íslandi fullyrðir að
allt snúist um kynlíf í bók-
menntum í dag. Ertu sam-
mála?
„Ég myndi segja við hann
að það sé ekki mjög mikið af
kynlífi í Harry Potter – og samt
hafa milljónir á milljónir ofan
selst af þeim bókum. Bæði til full-
orðinna og barna.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
F immtíu gráir skuggar fjalla um háskólastúdínu sem kynnist ung-um viðskiptajöfur og sogast inn í heim hans. Fyrsta bókin er kom-in út á íslensku, önnur kemur út í nóvember og sú þriðja í janúar
á næsta ári. Bækurnar hafa sérstaklega verið umtalaðar fyrir opinskáar
kynlífslýsingar, meðal annars á BDSM-kynlífi. Hafa þær gjarnan verið
kallaðar mömmuklám.
Höfundur bókanna er hin 49 ára gamla Erika Mitchell sem skrifar
undir nafninu E L James. Hún var með öllu óþekkt þegar bækurnar
komu út. Mitchell ætlaði að verða kennari þegar hún var yngri en starf-
aði við framleiðslu á sjónvarpsefni í London áður að hún varð rithöfund-
ur. Í frístundum las hún mikið af ástarsögum en þegar hún hóf að lesa
Twilight-bækurnar fór hún að skrifa sjálf. Mitchell tók þátt í að skrifa á
spjallborðum aðdáenda Twilight-bókanna og urðu þau skrif grunnurinn
að Fimmtíu gráum skuggum.
Líf Eriku Mitchell hefur breyst mikið síðan bækurnar komu út. Nafn
hennar er nú á allra vörum og hún er á stöðugum ferðalögum til að
kynna bækur sínar. Af þeim sökum svaraði Mitchell spurningum Frétta-
tímans í gegnum tölvupóst. Hún tekur ekki vel í spurningar um nýtil-
komið ríkidæmi sitt; segir að það eina sem hafi breyst í einkalífinu sé að
hún og maður hennar hafi keypt sér nýjan bíl.
Ég var
dugleg við
rannsóknir
á netinu og
var í tölvu-
póstsam-
skiptum við
fólk sem stundar
S&M-kynlíf.
Mér finnst þessi
S&M-heimur
æsandi!
Börnin mín fá ekki að lesa bækurnar
Ótrúlegar vinsældir Fimmtíu grárra skugga hafa komið öllum
á óvart. Bækurnar þrjár hafa selst í fjörutíu milljónum eintaka.
Engin kilja hefur selst jafn hratt og hefur sjálfur Harry Potter
þurft að játa sig sigraðan í þeim flokki. Höfundur bókanna er
hin 49 ára Erika Mitchell sem býr og starfar í London. Hún féllst
á að svara nokkrum spurningum fyrir íslenska aðdáendur sína –
sem hafa tekið bókunum opnum örmum.
Líf Eriku Mitchell hefur breyst mikið eftir að Fimmtíu gráir skuggar komu út. Bækurnar hafa selst í fjörutíu milljónum eintaka. Hér á landi hafa þegar
yfir tíu þúsund eintök verið prentuð af fyrstu bókinni af þremur.
30 viðtal Helgin 12.-14. október 2012