Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 14
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. T Tölur sem sýna velgengni í ferðaþjónust-unni halda áfram að berast. Í nýliðnum september fóru um 64.700 gestir frá landinu um Leifsstöð. Um er að ræða mesta fjölda erlendra ferðamanna í septembermánuði frá upphafi. Í september í fyrra var fjöldi þeirra 51.600. Aukningin nemur 25,4% milli ára, að því er fram kemur í tölum Ferðamálastofu. Þetta er hlutfallslega meiri aukning en ver- ið hefur á milli ára í mánuði hverjum það sem af er ári. Þar með eru erlendir ferðamenn sem hingað komu fyrstu níu mánuði ársins orðnir jafn margir og allt árið í fyrra, sem var metár. Fyrstu níu mánuði ársins sóttu 537 þúsund erlendir gestir okkur heim, miðað við 458 þúsund á sama tíma í fyrra. Aukningin nemur 17,2%. Sama þróun sést í sölu gistinátta. Fyrstu átta mánuði ársins fjölgaði gistinóttum á hótel- um um 17% miðað við sama tíma í fyrra. Þar munaði einkum um fjölgun erlendra gesta. Sannkallað ævintýri hefur því verið í ferðamennsku hérlendis undanfarið og munar um slíkt í þjóðarbúskapnum. Þar kemur ýmislegt til. Eldgosið í Eyjafjallajökli vakti athygli á Íslandi um allan heim og öflugt markaðsstarf fylgdi í kjölfar þess. En meira ræður sennilega að verð lækkaði á Ís- landi á vöru og þjónustu í kjölfar gengisfalls krónunnar. Ísland var orðið afar dýrt fyrir efnahagshrunið. Landið varð því fýsilegri kostur til heimsóknar en áður, samkeppnis- hæfara. Það er ekki sjálfgefið að erlendum ferða- mönnum hingað haldi áfram að fjölga. Greining Íslandsbanka skoðaði tölur Seðla- bankans fyrr í vikunni um eyðslu erlendra aðila hér á landi. Hún hefur aukist mjög eft- ir að gengi krónunnar varð þeim hagstæð- ara. Muninn má sjá á því að árið 2007 kost- aði evran að jafnaði 88 krónur og dollarinn um 65 krónur. Í ár hefur evran að jafnaði kostað 160 krónur og dollarinn 125 krónur. Í yfirliti Greiningarinnar kemur fram að kortanotkun erlendra aðila hefur verið um þrefalt meiri í krónum talið á fyrstu átta mánuðum þessa árs samanborið við sama tímabil árið 2007. Sé mið tekið af raunaukn- ingu, það er að segja að teknu tilliti til verð- bólgu, hefur kortanotkun þeirra tvöfaldast á tímabilinu. Á sama tímabili hefur erlendum ferðamönnum fjölgað um 39% svo draga má þá ályktun að hver erlendur ferðamaður geri mun betur við sig hér á landi en hann gerði fyrir hrun. Þessa verðvitund erlendra gesta ættu stjórnvöld að hafa í huga þegar þau velta fyrir sér að hækka virðisaukaskatt á gist- ingu úr 7% í 25,5%. Við keppum við önnur lönd um ferðamenn. Virðisaukaskattur á gistiþjónustu er í lægra skattþrepi í flestum öðrum Evrópulöndum, þeim löndum sem við keppum helst við. Í nýlegri skýrslu sem KPMG gerði fyrir Samtök ferðaþjónustunn- ar kemur fram að reikna megi með því að erlendum ferðamönnum geti fækkað um 40 þúsund á ári, gangi skattahækkunin eftir. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands kemur fram að fækkunin geti numið allt að 48 þúsund manns. Þá myndu gjaldeyris- tekjur lækka um 11,5 milljarða króna, að því er fram kemur á síðu Samtaka ferðaþjónust- unnar. Einhverjir myndu líkja slíkri skatta- hækkun við það að skjóta sig í fótinn. Hið sama gildir um afnám vörugjalds- lækkunar á bílaleigur sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2013. Bíla- leigubílar eru taldir vera 41% samgöngumáti erlendra ferðamanna um dreifðari byggðir landsins. Fram hefur komið hjá Samtökum ferðaþjónustunnar að þessar breytingar muni leiða til þess að innkaupsverð á bíla- leigubílum hækki um 17,4% að meðaltali og að útleiguverð þeirra muni hækka að minnsta kosti um 27% yfir allt árið. Þetta eru tölur sem starfshópur sem fjár- málaráðherra setti nýlega á laggirnar, með- al annars til að meta áhrif hækkunar virðis- aukaskatts á gistingu og vörugjaldahækkun bílaleiganna, hlýtur að taka tillit til. Verðvitund erlendra ferðamanna Fjölgunin er ekki sjálfgefin Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Heilabilun Skoðaðu bara Moggann. Jóhannes Jónsson, áður kenndur við Bónus en nú Iceland, játti því í Sjálfstæðu fólki Jóns Ársæls að hann væri með Davíð Oddsson á heilanum en benti einnig á að Davíð sé með sig á heilanum. Rökin eru á síðum Morgun- blaðsins. Bannað að pissa! Við erum margbúin að kvarta yfir þessu og lögreglan virðist ekkert ráða við þetta, það þarf náttúrulega bara að sekta fólk á staðnum strax eða taka það úr umferð. Magnús Skúlason, formaður íbúa- samtaka miðborgarinnar, brást við þegar íbúi í miðborginni greip til þess örþrifaráðs að flengja með sveðju dólga sem köstuðu af sér vatni á svefn- herbergisglugga hans. Góðir útlagar Er fólk orðið snarklikkað!!!!!! Ég frábið mér svona fréttaflutning. Þetta er EKKI í anda Outlaws og myndi aldrei vera samþykkt þar. Víðir Þorgeirsson, gjarnan nefndur Tarfur, foringi Outlaws á Íslandi brást illa við fréttum um að bifhjólagengið hefði skipulagt árásir á lögreglumenn og fjölskyldur þeirra. Gunni B.A. Nú neyðumst við víst til að svipta Dr. Gunna doktorsnafnbótinni, því hér skortir bæði ná- kvæmni og vísindalega nálgun. Fjöður gerð að risahænsnabúi. Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon hafnaði draugasögu Dr. Gunna um uppköst og ofurölvun á Stuðmannatónleikum í Hörpu. Haltu kj.... Þetta er ekkert annað en þöggun. Mér finnst þetta algjör klikkun. Það fauk í Margréti Tryggvadóttur, þingkonu Hreyfingarinnar, þegar borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins komu í veg fyrir að Eiríkur Bergmann Einarsson fengi að sitja fyrir svörum á kynningarfundi um stjórnarskrárfrumvarpið. Er þetta hún? Ég er náttúrlega svaka fan og þekki aðstoðarkonuna hennar og veit hvernig aðstoðarfólkið hennar lítur út. Ég sá enga af þeim. Andrea Jóhannsdóttir, aðdáandi Lady Gaga, var mætt á Reykjavíkurflugvöll að kvöldi dags þegar talið var að söngkonan væri komin til landsins. Andreu grunaði að maðkur væri í mysunni enda kom síðar í ljós að Gaga skilaði sér ekki fyrr en daginn eftir.  Vikan sem Var Þetta er búið að vera öðruvísi vika en ég gerði ráð fyrir en nú er ég að fara norður um helgina. Ætla að hreinsa til í garðinum hjá mér og undirbúa húsið okkar fyrir veturinn,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins, en henni var sagt upp störfum í vikunni. Hún segist brött og hafa í nógu að stússast um helgina. Annar sonur hennar býr á Akureyri (hinn í Reykjavík) og fjölskylda hans kemur í mat. Eiginmaður Sigrúnar er Yngvar Bjorshol, garðyrkjumaður og fyrrverandi blaðamaður („hann fórnaði starfinu fyrir mig – erfitt að vera norskur blaðamaður á Íslandi“). MaðuR vikunnaR Ætla að hreinsa til í garðinum hjá mér Sigrún Stefánsdóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins. EKKI ER ALLT SEM SÝNIST Mögnuð spennusaga úr smiðju metsölu- höfundarins Árna Þórarinssonar sem bregst ekki aðdáendum sínum! „Framúrskarandi krimmi með sterkri undiröldu ...“ Jan Arnald / Arne Dahl um Tíma nornarinnar í Dagens Nyheter www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu 14 viðhorf Helgin 12.-14. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.