Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 38
4 heimili Helgin 12.-14. október 2012 Dúnmjúkur draumur Dúnsæng fyllt með 100% hvítum dúni Stærð 140x200 Lín Design Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið Sími 533 2220 www.lindesign.is sendum frítt úr vefverslun á næsta pósthús Einstaklega létt og hlý dúnsæng á frábæru verði. 790 gr ofnæmisprófaður dúnn Verð 33.490 kr Eingöngu 100% náttúruleg efni, bómull & dúnn. 100% dúnn  Hönnun níu ódauðleg Húsgögn Legstóll, kúlulampi og sjöa Mikill uppgangur var í húsgagnahönnun um miðja síðustu öld, jafnt í Evrópu sem Bandaríkj- unum og eru mörg þeirra húsgagna sem þá litu dagsins ljós orðin klassísk í dag. Flest þessara húsgagna eru enn í framleiðslu og mörg jafnvel fáanleg á Íslandi. Þau eru þó ekki gefins. The Eames Krossviðarstóllinn Tímaritið Time útnefndi Eames stólinn Molded Plywood Chair (formaður krossviðarstóll) bestu hönnun tuttugustu aldarinnar. Hjónin Charles og Ray Eames hönnuðu hann í sameiningu 1946 og hann var framleiddur af húsgagnafram- leiðandanum Herman Miller. Í bæklingum Herman Miller, sem komu út árin 1948 og 1952, var Charles einn skráður fyrir hönnuninni en síðar kom í ljós að kona hans átti þar stóran hlut að máli og fékk hún síðar viðurkenningu fyrir hlut sinn að hönnuninni. Arne Jacobsen Sjöan Danski arkítektinn Arne Jacobsen hannaði sjöuna svokölluðu árið 1955. Sveigjurnar í stólnum þykja einstök hönnunarsnilld. Sjöan kemur í fjölda lita og notast var við nýjustu tækni við framleiðslu hennar því viðurinn er í heilu lagi og er sveigður á sérstakan hátt. Arne Jacobsen Eggið Arne Jacobsen hannaði eggið árið 1958 fyrir Radisson SAS Royal hótelið í Kaupmannahöfn. Það er framleitt af Fritz Hansen og er orðið klassík í húsgagnahönnun. Það kemur í ýmsum litum, jafnvel leðurklætt. Isamu Noguchi Sófaborðið Japansk-bandaríski listamaðurinn og lands- lagsarkitektinn Isamu Noguchi hannaði sófaborð sem er orðið tákn um tímalausa hönnun. Borðið var í fram- leiðslu á árunum 1947-73 og hófst framleiðsla á því aftur árið 1984. Borðið er hálfgerður skúlptúr í sjálfu sér enda var Noguchi fyrst og fremst skúlptúrlistamaður George Nelson Pall- bekkurinn George Nelson var bandarískur iðnhönnuður og einn af frum- kvöðlum bandaríska módernism- ans. Hann hannaði Pallbekkinn (Platform Bench) árið 1946 og er hann framleiddur hjá Herman Miller húsgagnaframleiðandan- um. Hann er margnota og gengur jafnt sem bekkur og sófaborð, í forstofu sem svefnherbergi. Eero Saarinen Legstóllinn Finnsk-bandaríski arkítektinn Eero Saarinen á heiðurinn af hinum fal- lega Womb Chair, sem útleggja má sem legstóllinn (sem er jafnframt skemmtileg tilvísun í legustól) sem hann hannaði árið 1948. Stólinn er til í mörgum litum og var framleidd- ur af Knoll húsgagnafyrirtækinu eins og öll önnur húsgögn hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.