Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 70
Fljótsdalshreppur Laugarfellsskáli Hé rað sp ren t Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps auglýsir Laugarfellsskála til leigu fyrir rekstur ferðaþjónustu frá og með 01.01. 2013. Laugarfellsskáli er staðsettur við Laugarfell á Fljótsdalsheiði. Skálinn er á 2 hæðum með gistirými á efri hæð fyrir allt að 40 manns, í 8 minni herbergjum og 2 stærri. Á efri hæð er einnig aðstaða fyrir skálavörð, ræstirými og snyrtingar. Á neðri hæð skálans er anddyri, eldhús, notaleg 50 manna borðstofa með kamínu, snyrtingar og sturtuaðstaða sem einnig er ætluð laugargestum. Rafmagn er í skálanum og er hann hitaður upp með heitu vatni úr borholu. Tvær heitar náttúrulaugar eru við skálann. Umhverfi skálans er frágengið með hellulögnum og hlöðnum steinveggjum. Skálinn er vel staðsettur með tilliti til ferða að Snæfelli, í Vatnajökulsþjóðgarð, að Kárahnjúkastíflu og gönguleiðum niður í Fljótsdal og suður í Lón, svo eitthvað sé nefnt. Fagrir fossar eru í Laugará og víðsýnt af Laugarfelli. Aðkoma að skálanum er um Kárahnjúkaveg sem lagður er bundnu slitlagi. Af Kárahnjúkaveg er um 2 km malarvegur að skálanum, farið er yfir Laugará á steyptri brú. Vegurinn er vel fær öllum bifreiðum á sumrin, en er ekki haldið opnum á vetrum. Áhugasamir skili inn skriflegri umsókn með hugmynd að leigugjaldi á ársgrundvelli, ásamt áætlun um rekstur skálans, til Fljótsdalshrepps, Végarði, 701 Egilsstaðir, merkt Laugarfellsskáli. Umsóknarfrestur er til 30.10. 2012. Rekstraraðili skal gera ráð fyrir að greiða allan kostnað við rekstur hússins og afla þeirra leyfa sem með þarf. Öllum umsóknum verður svarað. Áskilinn er réttur til að ganga til samninga við hvaða umsækjanda sem er, eða hafna öllum. Nánari upplýsingar veitir oddviti í síma 471 1810 eða gsm 847 0116.  Leikhús NemeNdaLeikhúsið frumsýNir í kvöLd verkið Tímaskekkju v ið erum föst í löngu úreltri hugmyndafræði um kynin,“ segir Thelma Marín, ein út- skriftarnema leiklistardeildar Listahá- skóla Íslands, en hún og bekkjar- félagar hennar frumsýna frumsamið verk í Nemendaleikhúsinu í kvöld. Verkið kallast Tímaskekkja og fjallar um samskipti kynjanna. Það er ókeyp- is inn en áhugasamir panta miða með því að senda ímeil á leikhus@lhi.is. „Verkið er hugleiðing um samskipti og sambönd kynjanna og er unnið með svokallaðri Devised-tækni,“ segir Hildur Berglind en „devised“ er aðferð sem hefur verið í tísku síðustu ár. Þá semja leikarar eða þátttakendur sjálfir verkið og vinna oft mikla rannsóknar- vinnu sem nýtist í spuna og er að lokum raðað saman í eina heild. Frumsamið verk um samskipti kynjanna „Rannsóknar- vinnan okkar hófst á því að við skoð- uðum hvernig kynin birtast í samfélaginu og hvernig afþreyingarefni er mótað. Það var síðan tilviljun ein sem réði því að verkið varð á léttu nótunum,“ segir Elma Stefanía og bekkjar- bróðir hennar, Oddur Júlíusson, bætir við að vinnan hafi ekki einskorð- ast við fjölmiðla, alls ekki, heldur hafi hópurinn lagt til persónulega reynslu og hugmyndir sínar um kynin og samskipti þeirra þegar verkið var samið: „Þetta er að því leyti mjög persónulegt verk. Við gáfum mikið af okkur sjálfum í það.” Hópurinn sammælist um að þau hafi sjálf lært mikið af ferlinu, bæði um sig sjálf og samfélagið: „Það var einnig mjög áhugavert að skoða og greina eigin for- dóma út frá viðfangsefn- inu,“ segir Þór Birgisson og hópurinn allur kinkar kolli honum til samþykkis. Það kom þeim á óvart hversu rótgrónar hugmyndirnar um hlutverk kynjanna séu í þeirra eigin lífi. „Verkefnið hefur kennt okkur öllum að vera mun meira með- vituð um reglur sam- félagsins,“ segir Haf- dís Helga og bætir við að síðustu vikur hafi verið mjög upplýsandi. Arnmundur Backman bætir við: „Hugmyndirnar um það annars vegar hvað karlar vilja og svo hvað konur vilja eru mjög breyti- legar í raunveruleikanum en samt er fjölbreytileikan- um gefið svo lítið svigrúm í umræðunni.“ Thelma Marín tekur í sama streng: „Við erum mjög hlekkjuð í viðjum vanans og það er áhugavert að velta því fyrir sér.“ Tímaskekkja er sýnd í húsakynnum Listaháskólans að Sölvhólsgötu 13, í Smiðjunni, kjallara skólans. Útskriftarbekkur leiklistardeildar Listaháskóla Íslands hefur samið verk um samskipti kynjanna. Verkið heitir Tíma- skekkja og að sögn nemendanna er það í léttum dúr en þeir þurftu engu að síður að yfirstíga eigin kynjafordóma við vinnslu verksins. Þessar stjörnur framtíðar settust niður og útskýrðu verkið. Nafn: Arnar Dan, Aldur: 24 Hvaðan: Setberg, Hafnarfjörður Draumahlutverk: Einhver sjúkleg dönsk stórmynd Nafn: Arnmundur Ernst Aldur: 23 Hvaðan: Úr Vesturbænum Draumahlutverk: Heimavinnandi húsfaðir Nafn: Oddur Júlíusson Aldur: 23 Hvaðan: Vesturbærinn Draumahlutverk: Minn eigin herra Nafn: Elma Stefanía Aldur: 26 Hvaðan: Ólst upp á Hvolsvelli en búsett í Reykjavík Draumahlutverk: Nína í Mávinum Nafn: Hafdís Helga Aldur: 22 Hvaðan: Alin upp í Kópavogi Draumahlutverk: Ronja ræningjadóttir Nafn: Thelma Marín Aldur: 25 Hvaðan: Reykjavík Draumahlutverk: Að vera listakona allt til dauðadags Nafn: Salóme Rannveig Aldur: 24 Hvaðan: Reykjavík Draumahlutverk: Batman Nafn: Þorleifur Einarsson Aldur: 23 Hvaðan: Uppalinn í Breiðholti Draumahlutverk: Mikki Refur, allt frá 2ja ára aldri. Nafn: Þór Birgisson Aldur: 24 Hvaðan: Akranesi Draumahlutverk: Hamlet Nafn: Hildur Berglind Aldur: 23 Hvaðan: Hafnarfjörður Draumahlutverk: Karólína eða Dollý úr Djöflaeyjunni. 58 menning Helgin 12.-14. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.