Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 17
viðhorf 17 Helgin 12.-14. október 2012
7 ára ábyrgð á öllum
nýjum Kia bílum.
www.kia.is
Verð frá 3.655.777 kr. Kia cee’d Sportswagon LX 1,4 dísil
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
Þú finnur „Kia Motors Ísland“
á Facebook
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
2-
20
30
Við kynnum nýjan Kia cee’d Sportswagon – stærri og rúmbetri útgáfu af
hinum vinsæla Kia cee'd. Hann er vel búinn og kraftmikill en samt sparneytinn,
eyðir frá aðeins 4,4 l/100 km í blönduðum akstri.
Komdu við í sýningarsal Öskju að Krókhálsi 11 eða hjá umboðsmönnum
okkar og kynntu þér þennan stórglæsilega bíl. Við tökum vel á móti þér.
Þér er boðið að reynsluaka nýjum
Kia cee’d Sportswagon
*M.v. 50% útborgun eða uppítökubíl að sambærilegu verðmæti. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,06 %.
Aðeins 30.777 kr. á mánuði í 84 mánuði*
I nnflytjendur eru stundum til umfjöllunar í fjölmiðlum og ekki síst þegar frétta-
flutningurinn snýr að því sem
aflaga fer hjá þeim eða samfé-
laginu sem þeir búa í. Á hinn
bóginn virðast jákvæðar hliðar
á málefnum
innflytjenda
sjaldan
teljast til
tíðinda.
Þann
14. sept-
ember sl.
var haldið
HringÞing
um mennta-
mál inn-
flytjenda í
Rúgbrauðs-
gerðinni
sem 240
manns
sóttu.
Þar gafst
þátttak-
endum kostur á að hlusta á
hringborðsumræðu um áhrif
orðræðu, viðhorfa og fordóma
á tækifæri innflytjenda til
náms og umræðu um kennara-
menntun og innflytjendur. Þátt-
takendur lögðu sjálfir ýmislegt
til málanna enda höfðu stjór-
nendur gott lag á að virkja þá í
umræðunum.
Á Markaðstorgi góðra hug-
mynda voru kynnt 40 áhuga-
verð og hagnýt verkefni í námi
og kennslu innflytjenda á öllum
skólastigum. Markaðstorgið
bar nafn með rentu og höfðu
þátttakendur dágóðan tíma til
að rölta á milli borða og kynna
sér framboðið, en umfram
allt til að spjalla við aðra og
skiptast á hugmyndum og upp-
lýsingum.
Í málstofu um helstu álita-
mál í tengslum við mennta-
mál innflytjenda, stöðu þeirra
og mikilvægar aðgerðir var
unnið hörðum höndum við að
finna lausnir á knýjandi álita-
málum. Málstofan, sem full-
trúar mennta- og menningar-
málaráðuneytisins skipulögðu,
var mjög metnaðarfull og
krefjandi. Álitamálin sem lögð
voru fyrir þátttakendur voru
29, þar á meðal: nemenda af
erlendum uppruna úr fram-
haldsskólum, þátttaka ríkisins
og atvinnurekenda í kostnaði
við íslenskukennslu fullorð-
inna, Íslenska fyrir útlendinga
á fullorðinsaldri- námskrár í
grunnnámi og framhaldsnámi,
móðurmálskennsla fyrir nem-
endur með annað móðurmál en
íslensku, trúarbragðafræðsla í
grunn- og framhaldsskólum og
viðurkenning á trúarlegum fjöl-
breytileika, fjölmenningarleg
fræðsla og aðgerðir gegn for-
dómum og misrétti í skólum, sí-
menntun fyrir kennara á öllum
skólastigum vegna nemenda
með annað móðurmál en ís-
lensku og menntun atvinnu-
lausra innflytjenda. Til stendur
að nota afurðir málstofunnar
og annars sem fram kom á
þinginu til að forgangsraða
verkefnum í þróun menntunar
innflytjenda og til að greina for-
gangsverkefni fyrir væntanlega
framkvæmdaáætlun ríkis og
sveitarfélaga.
Þegar undirbúningur Hring-
Þingsins stóð sem hæst kom
fram hjá einum þátttakenda,
sem boðaður hafði verið á
fund undirbúningshópsins, að
grunnskólakennarar í afskekkt-
um sveitarfélögum hefðu engar
bjargir þegar kæmi að námi og
kennslu nemenda sem væru
Hulda Karen Daníels-
dóttir, verkefnastjóri og
formaður undirbúnings-
hóps HringÞings um
menntamál innflytjenda.
Lausnamiðuð nálgun
Metnaðarfullt HringÞing um menntamál innflytjenda
innflytjendur og með annað
móðurmál en íslensku. Í lok
þingsins kvað við allt annan tón
hjá viðkomandi enda hafði hann
komist í snertingu við gerjunina
sem á sér stað í málaflokknum.
Hann hafði hitt fjölmarga eld-
huga, fulltrúa kennara og ann-
arra stétta sem hafa unnið mörg
hagnýt og áhugaverð verkefni.
Einnig hafði hann séð og fengið
upplýsingar um hvar mætti finna
fjölmargar bjargir sem innflytj-
endur, kennarar og aðrir geta
nýtt sér. Reyndar var það sam-
hljóma niðurstaða margra þátt-
takenda að þótt við Íslendingar
ættum langt í land á mörgum
sviðum sem snúa að málefnum
innflytjenda, þá hefði það komið
þeim á óvart hve margar og
fjölbreyttar bjargirnar eru nú
þegar.
Það sem einkenndi Hring-
Þingið var lausnamiðuð nálgun
og hve fjölbreyttur hópur þátt-
takenda var. Þar voru fulltrúar
innflytjenda, allra skólastiga
og fullorðinsfræðslu og fjöl-
margra annarra hópa. Engin
erindi voru flutt á þinginu að
frátöldum ávörpum mennta- og
menningarmálaráðherra og
velferðarráðherra og hefur það
sjálfsagt skilað sér í jafningja-
bragnum sem sveif yfir vötnum.
En það sem sárlega vantaði var
að fjölmiðlar fjölluðu um þingið
og greindu frá því sem er efst
á baugi í málaflokknum. Þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir til að
fá fulltrúa fjölmiðla á vettvang
HringÞingsins, sem stóð yfir í
heilan dag, þáði enginn boðið.
Það má velta því fyrir sér hvort
góðar fréttir af málefnum inn-
flytjenda séu ekki fréttnæmar.
Nánari upplýsingar um Hring-
Þingið má nálgast hér: http://
tungumalatorg.is/hringthing
Að HringÞinginu stóðu Inn-
flytjendaráð, velferðarráðuneytið,
mennta- og menningarmálaráðu-
neytið, Þjónustumiðstöð Mið-
borgar og Hlíða, Skóla- og frí-
stundasvið Reykjavíkurborgar,
Fjölmenningarsetur, Tungumála-
torg, Háskóli Íslands, Þjónustu-
miðstöð Breiðholts og Samband
íslenskra sveitarfélaga.