Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 54
42 bílar Helgin 12.-14. október 2012
Skráning og nánari upplýsingar á imark.is
RÝNT Í
NEYSLUMYNSTRIÐ
Lífstíll og neysla –
Hádegisfyrirlestur ÍMARK
með sérfræðingum frá Capacent
Miðvikudaginn 17. október kl. 11.30–13.30
Grand Hótel Reykjavík í Gullteig
(hádegisverður innifalinn)
Á fundinum rýna Einar Einarsson og Páll Ásgeir
Guðmundsson frá Capacent í þær breytingar
sem hafa orðið á neyslu og lífstíl Íslendinga
undanfarin ár.
Hvernig hafa lífstílshóparnir þróast?
Hvert stefnir þróunin?
Fundarstjóri er Kristján Geir Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus.
Nýr Toyota Auris Touring Sports
Toyota kynnti nýja skutútgáfu af Auris, Touring Sports, á bílasýningunni í París á dög-
unum. Bíllinn verður boðinn í hybrid-útgáfu. Framendi Auris Touring Sports er hinn
sami og á nýju Auris „hatchback“ útgáfunni og jafn langt er milli hjóla, 2,600 mm, en
hann er 285 mm lengri. Með lengingunni fæst aukið farangursrými, að því er fram
kemur í tilkynningu Toyota.
Bíllinn er lægri en forverinn og þyngdarpunktur hans liggur neðar. Afturendinn er
endurhannaður, afturhleri og stuðari.
Hybrid-kerfi bílsins samanstendur af 60 kW rafmótor og 1.8 lítra VVT-bensínvél. Hægt
er að aka eingöngu á rafmótornum og eingöngu á bensínmótornum. Bíllinn er 10,9
sekúndur að ná
hundrað kílómetra
hraða. Hámarks-
hraðinn er gefinn
upp 180 kílómetrar á
klukkustund.
ReynsluakstuR ChevRolet oRlando
Þ að er bara algjör snilld að vera á sjö manna bíl. Eiginlega nauð
synlegt fyrir alla sem eiga
börn, þó svo að þau séu ekki
nema tvö eða þrjú. Sérstak
lega svona sjö manna bíl eins og Chevrolet Or
lando, þar sem aukasætin tvö eru falin í gólf
inu og einfaldlega lyft upp með einu handtaki.
Bíllinn getur því verið rúmgóður fimm sæta
bíll með svaka stóru skotti eða
rúmgóður sjö manna bíll (með
nánast engu skotti, reyndar).
Sjálf er ég oftast á ferðinni með
yngstu börnin mín tvö. Hin eldri
bjarga sér sjálf á milli staða, úr
skóla í íþróttir og heim. Skutlið
með yngstu börnin felur meðal
annars í sér akstur frá heimili í
leikskóla og skóla (ekki í göngu
fjarlægð) og úr leikskóla og skóla
í fimleika, fótbolta og breik sex
daga vikunnar. Við hjónin eigum
góða vini sem eru dálítið í sama
pakka. Með börn á svipuðum
aldri í sömu íþróttum á sama stað
og okkar börn. Okkur finnst við
heppin því þannig getum við fækkað skutldög
unum um helming. Við skiptumst á.
Þó er einn hængur á... börnin eru fjögur.
Enginn venjulegur bíll dugar í svona aðstæð
um því börnin eru of ung til að sitja í framsæti.
Við eigum sem betur fer sjö manna bíl og vina
hjónin líka þannig að skutl
dögunum fækkar hjá okkur
báðum úr sex í þrjá. Það er
heilmikill tíma og peninga
sparnaður.
Chevrolet Orlando er frá
bær bíll fyrir fjölskyldur sem vilja eiga þann
kost að geta tekið aukafarþega þegar þess
er þörf en vilja samt sem áður vera á nettum
fólksbíl. Vel fór um tvö börn í barnastólum í
öftustu röðinni nema hvað þau
kvörtuðu undan því að sjá illa
út því glugginn er svo hátt uppi.
Ég mátaði jafnframt unglinginn
minn á milli tveggja barnastóla
í miðröðinni og það var held
ur þröngt en betur sést út um
gluggana þar, þó ekki alveg nógu
vel fyrir þau yngstu.
Bíllinn er þægilegur í akstri og
fallegur og stílhreinn að innan.
Maður situr hátt í bílstjórasæt
inu og útsýnið er gott. Ég hafði
gaman af því að bíllinn er greini
lega hugsaður fyrir barnafólk því
í loftinu fyrir ofan baksýnisspeg
ilinn er sérstakur spegill svo bíl
stjórinn sjái vel farþegana í aftursætinu.
Hann er sæmilega sparneytinn af svona
stórum fólksbíl að vera, dísilvélin eyðir um 7
lítrum á hverja hundrað kílómetra í blönduð
um akstri. Verðið er hagstætt fyrir sjö manna
bíl, ódýrasta gerðin er á 4.490.000 krónur.
Nettur og þægilegur
jepplingur
Chevrolet
Orlando
er bíll
sem
hannaður
er með
fjöl-
skylduna
í huga.
Hann er
nettur
en tekur
samt sjö
í sæti og
er á hag-
stæðu
verði.
Greinilega
hugsað
ur fyrir
barnafólk.
Plúsar
+ Sjö sæti
+ Auðvelt að breyta
sætum og fá stórt
skott
+ Léttur í stýri
+ Hagstætt verð fyrir
sjö manna bí
Mínusar
÷ Börnin sjá ekki nógu
vel út
Sigríður Dögg
Auðunsdóttir
sigridur@ frettatiminn.is
Toyota Auris
Touring Sports var
kynntur á bílasýn-
ingunni í París.
volkswagen up! kynning hjá heklu á laugaRdag
Einn áhugaverðasti smábíll síðari ára
Volkswagen up! er vel búinn bíll, þrátt fyrir að stjórntæki og umhverfi
hafi verið einfaldað að mun. Hann er með yfirbragð langtum stærri bíls.
Breska bílatímaritið WHAT CAR? valdi Volkswagen up! bíl ársins 2012.
„Mikil borgarumferð og takmörkuð bílastæði
hefur kallað á minni og liprari bíla, sem henta
betur innanbæjar en eru samt fyllilega færir til
lengri ferða. Afrakstur slíkrar þróunarvinnu hjá
Volkswagen er up!, einn áhugaverðari smábíla sem
fram hefur komið á síðari árum, og er raunhæft
svar þýska bílaframleiðandans við aukinni sókn
bíla í þessum stærðarflokki inn á markaðinn,“
segir í tilkynningu Heklu sem kynnir smábílinn á
morgun, laugardag, klukkan 1216.
„Við fyrstu sýn er up! hreinræktaður Volkswa
gen, helsti munurinn er sá að þrátt fyrir skyldleik
ann við Polo og Golf eru hlutirnir bara einfaldari,
en notagildið það sama,“ segir enn fremur. Undir
vélarhlífinni er 1,0lítra þriggja strokka vél. Aflið
er 60 hestöfl sem gefur 95Nm snúningsvægi
við 3.000 sn/mín., „þannig að hinn knái up! er
sprækur og snöggur af stað.“ Vélin er búin Blue
Motion Technology og eyðir 4,1 lítrum á hundr
aðið. Einnig er væntanleg metanútfærsla í upphafi
næsta árs.
„up! kemur líka á óvart þegar inn er komið. Það
er nægt pláss fyrir fjóra fullorðna í bílnum, þótt
hann sé nánast hálfum metra styttri en VW Polo,
heildarlengdin er 354 cm. Farangursrýmið er 251
lítri og hægt er að leggja fram bak aftursætis til að
fá meira pláss. up! verður einungis í boði í 5 dyra
útfærslu og eru afturhurðirnar með rúðum sem
opnast út til hliðar, í stað þess að vera skrúfaðar
niður.