Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 74
Margrét Eir er söngkona sveitarinnar Thin Jim. Sveitin heldur tvenna útgáfu- tónleika á næstunni. Ljósmynd/Hari H ljómsveitin Thin Jim, með söngkonuna Margréti Eiri í fararbroddi, gefur út sína fyrstu plötu og fagnar útgáfunni með tvennum tónleikum, á Græna hattinum og í Gamla bíói. Platan hefur verið í fimm ár í vinnslu. Margrét segist hafa sterkar taugar til Gamla bíós en þar hóf hún einmitt feril sinn fyrir tæpum áratug. „Ég var í Hárinu svo ég hef verið nakin þar um níutíu sinnum,“ segir hún kímin, „Ég lofa nú engu til um nekt í þetta skiptið. En það verður samt mjög gaman,“ segir Margrét hlæjandi. Tónlist hljómsveitarinnar Thin Jim er frumsamin og sækir inn- blástur í frumkraft bandarískrar þjóðlagatónlistar. Þar fara saman áhrif frá blús, þjóðlagatónlist, kántrí og popptónlistar, „það er svona örlítill amerískur grasrótar- tónn í þessu,“ bætir Margrét við. Hljómsveitin hefur verið starf- andi í fimm ár og á þeim tíma hefur Thin Jim sent frá sér nokkur lög sem hafa hljómað á útvarpsstöðum landsins. Fyrsta lagið sem hljóm- sveitin gaf út var Old union station sem fékk mjög góðar viðtökur hér á landi en einnig sendi sveitin frá sér fjögurra laga útvarpsdisk til Banda- ríkjanna, þar sem þau voru í spilun á yfir 200 útvarpsstöðvum. Plata sveitarinnar hefur verið í smíðum nær allan líftíma bandsins, eða í fimm ár. „Við ákváðum bara að gefa okkur tíma, þetta er allt frumsamið efni og auk þess nutum við liðsinnis snillingsins Gary Paczosa við hljóð- blöndunina.“ Gary er níufaldur grammyverðlaunahafi og nýtur mikillar virðingar fyrir verk sín. „Þetta er auðvitað kostnaðarsamt ferli og öll svona vinna tekur mik- inn tíma. Við lögðum upp með að gera þetta vel og án þess að skulda neinum neitt.” Athygli vekur að sjö ár eru liðin síðan Margrét gaf síðast út plötu og hennar síðasta plata var tals- vert frábrugðin þeirri nýju. Þar söng Margrét Duran Duran lög við undirleik kontrabassaleikarans Róberts Þórhallssonar. „Það er svo furðulegt hvernig þau líða þessi ár, fyrr en varir voru þau orðin sjö, ég veit ekkert hvert þau fóru.“ Mar- grét hefur þó hvergi nærri setið auðum höndum síðustu árin því auk vinnslu plötunnar bjó hún erlendis í tvö ár þar sem hún lærði til kenn- ara. Hún hefur einnig sungið á tónleikum Frostrósa frá upphafi en mun ekki koma til með að taka þátt í tónleikunum hér á landi í ár. Aðspurð segist hún spennt yfir útgáfunni, en það taki samt á taugarnar að láta frá sér frumsamið efni. „Þetta er mjög frábrugðið öllu sem ég hef áður látið frá mér, það er mikið persónulegra að vinna með frumsamið efni sem þarf að útfæra frá grunni. Þetta svo mikil af- hjúpun, og tilfinningarnar af því til- efni svona blendnar. En samt mjög góðar,“ bætir hún við. Tónleikarnir verða þann 20. októ- ber í Gamla bíói og þann 3. nóvem- ber á Græna hattinum. Áhugasamir geta tryggt sé miða á midi.is.  Margrét Eir og HljóMsvEitin tHin jiM gEfa út plötu Fyrsta platan í sjö ár Margrét Eir er söngkona Thin Jim. Sveitin gefur út sína fyrstu plötu og heldur af því tilefni tvenna tónleika. Platan var fimm ár í smíðum og nutu þau liðsinnis grammy- verðlaunahafans Gary Paczosa við vinnslu hennar. Hljóm- sveitin vinnur aðeins með frumsamið efni. Hljómsveitina Thin Jim skipa: Margrét Eir söngur Kristófer Jensson söngur Birgir Ólafsson gítar Gísli Magnason söngur Börkur Hrafn Birgisson gítar Scott Mclemore trommur Eggert Pálsson slagverk Jökull Jörgensen bassi  ritdóMur við stönduM á tíMaMótuM Ég verð að leyfa mér að dást að Magnúsi Orra Schram, þingflokksformanni Samfylk- ingarinnar, sem í vikunni gaf út bókina Við stöndum á tíma- mótum. Með því er ég ekki að dæma innihald bókarinnar eða þær skoðanir sem þar koma fram, einungis þá viðleitni Magnúsar Orra að koma með jafnskýrt innlegg í umræðuna um framtíð þjóðar eins og hann gerir í þessari bók. Bókin er vitnisburður um pólitíska sýn Magnúsar Orra – svokallað manifestó. Með henni stígur hann fram sem fullþroskaður stjórnmála- maður og í raun samt miklu meira en það. Hann er hugsjónamaður af lífi og sál sem hefur gert upp við sig hvernig hann telur að samfélaginu farnist sem best. Hann tekur hugmyndir sínar saman í aðgengi- lega, vel skrifaða bók, eins konar handbók yfir það sem hann stendur fyrir í pólitík. Megi aðrir stjórnmálamenn taka hann sér til fyrirmyndar. Hugsið ykkur ef allir stjórnmálamenn gerðu slíkt hið sama. Að með hverjum og einum stjórnmálamanni kæmi hand- bók yfir stefnumál þeirra og pólitíska sýn. Kæmi það ekki í veg fyrir popúlisma og geðþóttaákvarðanir sem eru allt of ein- kennandi fyrir stjórnmálamenn í dag? Handbókarskrifin neyddu jafnframt þingmenn til að setja sig vel inn í öll þau mál sem brenna á íslensku samfélagi og þvingaði fram tillögur til lausnar á þeim vandamálum sem þjóðin stendur frammi fyrir, líkt og Magnús Orri gerir í bók sinni. Umræðan myndi fara úr þeim skotgröfum sem einkennir hana í dag, þar sem mesta orkan fer í að rakka niður hugmyndir póli- tískra andstæðinga. Hún yrði þess í stað uppbyggjandi, jákvæð og lausnamiðuð. Er það ekki það sem íslenskt samfélag þarf? Magnús Orri færi fjórar stjörnur fyrir frumkvæðið. -sda Aðdáunarvert framtak  við stöndum á tímamótum Magnús Orri Schram Veröld, 137 síður, 2012 62 menning www.idusalir.is • Lækjargötu 2a • Reykjavík • sími 517 5020 Magnús Orri Schram Helgin 12.-14. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.