Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 20
Dallasstjarna og fjáröflun til byggingar Vogs Ekki rétt farið með öll efnisatriði M eð 40. tbl. Fréttatímans, sem kom út föstudaginn 5.10. var sérblaðið Edrú um SÁÁ. Í því var burðarviðtal við Binna, fyrrverandi forsvarsmann SÁÁ, þar sem ekki var farið rétt með efnisatriði, sem undirritaðan langar leiðrétta með eftirfarandi texta þannig að rétt sé sagt frá. Sá kafli í viðtalinu, sem hér um ræðir hefur millifyrirsögnina: Dallas- stjörnur til bjargar. Um áramótin 1982/1983 komu Björgólfur Guðmundsson, forstjóri og formaður SÁÁ, og Binni, varafor- maður SÁÁ, til fundar við undir- ritaðan og báðu hann að afla fjár til að byggja Vog. Þeir og þeirra öfluga lið hafði fengið lóð undir Vog, látið teikna, byggt sökkla, en vantaði fjármagn, sem nam líklega nálega 200 millj. kr. á núverandi verðlagi til að klára húsið. Á þessum tíma átti undirritaður útgáfufyrirtæki, sem hét Frjálst framtak og gaf út nokkur tímarit, bækur ofl. Var fyrirtækið m.a. þekkt fyrir öfluga sölustarfsemi og duglega starfsmenn. Eftir nokkra umhugsun og að tillögu hans um form, tók undirritaður að sér að stjórna landssöfnun fyrir SÁÁ til að byggja Vog. Forsenda samnings um verkið var að landssöfnunin yrði undir stjórn undirritaðs með Binna varaformann sér við hlið til upplýsingar fyrir SÁÁ um framkvæmd. Einnig að flestum yrði greidd laun og allur kostnaður greiddur. Undirritaður og samstarfsfólk fengu þá hug- mynd að fá landsmenn og fyrirtæki til að skrifa undir sérútgefin skuldabréf með vaxtalausum afborgunum til 12 – 48 mánaða eftir fjárhæðum þannig að upphæð á hvern gæti orðið hærri en ella. Þá hófst mikið auglýsinga- og kynningar- starf ásamt því að líklega í fyrsta sinn fékkst sjónvarpstími á laugardagskvöldi fyrir landssöfn- un til góðgerðarmála, skemmtiþáttur, sem var hápunktur söfnunarinnar. Samhliða var hringt á flest nálega 100 þúsund heimila og að auki haft samband við hundruð fyrirtækja með um 50- 60 manna starfsliði söfnunarinnar. Lögð var mikil vinna í undirbúning, skipulagningu og framkvæmd og reynt að feta þá afar viðkvæmu braut að ofgera ekki auglýsinga- og kynn- ingarstarf, sem undirritaður var áhyggjufullur yfir að gæti gerst í svo viðkvæmu góðgerðarmáli. Dallas var langvinsælasti sjón- varpsþáttur á þessum tíma. Í þeim þætti átti Sue Ellen aðalleikkonan við áfengisvandamál að stríða. Sú hugmynd fæddist að undirritaður færi til Hollywood og freistaði þess að fá hana í sjónvarpsþáttinn án þess að greiða fyrir. Fór undirritaður og fulltrúi SÁÁ, frændi Binna, til Hollywood. Afar erfitt var að ná í og semja við Hollywoodstjörnur. Því fékk Magnús kunningja sinn, Sigurjón Sighvats- son, sem þá bjó í Los Angeles og var að ljúka námi í kvikmyndagerð, til að aðstoða sig við að fá Sue Ellen til að koma í sjóvarpsþáttinn. Það tókst ekki, heldur tókst að fá Ken Kercival, sem lék Cliff Barns í þáttunum, til að koma til Íslands án endurgjalds. Söfnunin tókst framar vonum og söfnuðust í skuldabréfum líklega nálægt 200 millj. kr á núverandi verðlagi. Þau mistök voru gerð, að áliti undirritaðs, að af eindreginni ósk fulltrúa SÁÁ var gefið meir í auglýsinga- og kynningastarf en upphaflega var áætlað, sem úr varð ofkeyrsla. Þessi ofkeyrsla gaf andstæðingum SÁÁ tækifæri til að finna landssöfnuninni margt til foráttu. Það rýrði að hluta skilvísi greiðenda skuldabréfanna. Eftir stendur samt sú staðreynd að í heildina tókst vel til og sjúkrahúsið að Vogi var byggt fyrir söfnunarfé. Undirritaðan langar í lokin að þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að aðstoða SÁÁ með stjórn á ofangreindri landssöfnun og lagt þannig sitt af mörkum við afar merkilegt og gott starf SÁÁ undanfarna áratugi, sem hjálpað hefur tugþúsundum alkóhólista og aðstandenda til betra lífs. Magnús Hreggviðs- son, aðalráðgjafi Firma Consulting Kjörlendur í Suðvesturkjördæmi „Ég er Kragabúi“ Þ að er gaman að vera frambjóðandi á ferð í Suðvesturkjördæmi, Mos-fellsbær, Seltjarnarnes, Kópavog- ur, Garðabær, Álftanes og Hafnarfjörður eru mínar kjörlendur. Eins og fram hefur komið sækist ég eftir 3. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í kjördæminu. Prófkjörið fer fram laugardaginn 10. nóvember næstkomandi. Kjördæmið mitt er oft kallað Kraginn, því eins og einhver glöggur sá þegar hin nýja kjördæmaskipan varð að lögum árið 1999 mynda sveitarfélögin sem tilheyra kjördæminu einskonar kraga eða trefil utan um höfuðborgina. Ég er svo heppin að stór hluti landsmanna býr í mínu kjör- dæmi, auk þess sem ég get ekið í gegnum það þvert og endilangt á um það bil klukkustund. Það ber náttúrlega dálítið á því að hvert bæjarfélag haldi með sínum frambjóðanda. Kópavogsbúar vilja sinn mann ofarlega á lista og Mosfellingar, Hafnfirð- ingar og Garðbæingar líka. En ég segi að þingmaður Suðvesturkjördæmis verði að vera þingmaður allra bæjarfélaganna jafnt. Maður gerir ekki upp á milli barnanna sinna, eins og stundum er sagt. Ég velti reyndar þessari hreppapólitík talsvert fyrir mér áður en ég gaf kost á mér. Hvort frambjóðandi frá Seltjarnarnesi, sem er mjög fámennt bæjarfélag, ætti nokkra möguleika á að fá náð fyrir augum kjósenda í hinum sveitarfélögunum. Seltjarnarnes er yndislegur bær þar sem mætast ósnortin náttúra og borg og glæsilegur golfvöllur innan seilingar. Þar hef ég búið í bráðum 30 ára og uni hag mínum vel og vil hvergi annarsstaðar vera. En svo létti mér stórum þegar ég fann það út að ég hef tengst nánast öllum sveitarfélög- unum í Kraganum nánum böndum. Þegar ég var lítil telpa var ég svo heppin að stúlka úr Hafnarfirði passaði mig oft. Hún var mér einstak- lega góð og í miklu uppáhaldi hjá mér. Þegar hún varð kennari við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði leyfði hún mér stundum að koma og heimsækja bekkinn sinn þrátt fyrir að ég væri ekki enn komin á skólaaldur. Það fannst mér mikil upphefð. Hafnarfjörður átti sér sérstakan stað í hjarta mínu. Svo fékk ég líka oft að gista á heimili hennar og foreldra hennar við Suðurgötu í Hafnarfirði. Þau voru mér líka afar góð og ekki spillti fyrir að þar á bæ var alltaf til lakkrís því pabbi hennar var sölumaður hjá sælgætisgerð. Hafnar- fjörður var því bær allsnægtanna í mínum augum. Ég bjó í Garðabæ, sem þá hét Garða- hreppur, frá 8 til 11 ára aldurs og gekk í Barnaskóla Garðahrepps. Þaðan á ég afar góðar endurminningar og festi þar djúpar rætur. Daglega ókum við út á Álftanes í skólarútunni en börnin á Álftanesi gengu líka í Barnaskóla Garðahrepps. Ég var afar ósátt við að flytja úr Garðahreppi árið 1972 en sem betur fer fluttum við aftur í sveitarfélagið sem þá hét Garðabær en þar bjó ég frá 15 til 19 aldurs. Ég segi yfirleitt að ég sé Garðbæingur þegar ég er spurð hvaðan ég sé ættuð. Ég var Kópavogsbúi á námsárum mínum í HÍ. Kópa- vogur stóð á tímamótum og var að breytast í flottan nýtísku þjónustubæ í alfaraleið. Ég bjó í miðbæ Kópa- vogs sem þá var nýrisinn. Þar var alla þjónustu fá; matsölustaður í hæsta gæðaflokki, tískuvöruverslun, Línan, vinsælasta húsgagnaverslun landsins, og fín skóbúð og blómabúð, og svo framvegis. Að búa þarna í miðbænum fyrir mig var eiginlega eins og að búa í útlöndum. Mér þykir því ávallt vænt um Kópavog. Og síðast en ekki síst er það Mosfellsbær. Að minnsta kosti einu sinni í viku geng ég á eitthvert fell- ið í bænum, Helgafell, Reykjafell, Mosfell, Hádegis- fell, Æsustaðafjall eða Grímmannsfell, og nýt fagurr- ar náttúrunnar þar. Úlfarsfell er í miklu uppáhaldi hjá mér og Erró, hundinum mínum, og þangað förum við oftast. Langafi minn, Stefán B. Jónsson, var bóndi á Suður-Reykjum í Mosfellssveit í upphafi síðustu aldar, mikill frumkvöðull og brautryðjandi, og leiddi fyrstur manna heitt vatn til húshitunar á Suður-Reykjum. Mér þykir líka gott að koma þangað til að heiðra minn- ingu hans. Ég er stolt af framtaki hans á Reykjum sem komst í sögubækurnar. Ég tengist því öllum sveitarfélögunum í Suðvestur- kjördæmi sterkum persónulegum böndum og er í raun Kragabúi, og mun framvegis kalla mig það. Elín Hirst Krumma Gylfaflöt 7, 112 Reykjavík 587-8700 www.krumma.is Gerið góð kaup á vönduðum leikföngum hjá KRUMMA í október. Verð 11.990 kr. Verð nú 9.592 kr. Verð 12.400 kr. Verð nú 9.920 kr. Verð 19.900 kr. Verð nú 15.992 kr. Verð 7.875 kr. Verð nú 6.300 kr. 20 viðhorf Helgin 12.-14. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.