Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 56
Plómulitaður varalitur nýjasta förðunartrendið Helgin 12.-14. október 201244 tíska Þú skapar þinn eigin stíl Í byrjun vikunnar vitnaði ég í Rachel Zoe á blogginu mínu. „Style is a way to say who you are without having to speak.“ Þessi setning er búin að vera föst í hausnum á mér síðan og mun fylgja mér héðan í frá. Það er svo mikið af utanaðkomandi áhrifum í kringum okkur að stundum getum við gleymt því í eitt augnablik að það er bara ein ég. Núna er tíminn þar sem maður þarf sérstaklega að passa upp á sjálfan sig, tískuvikurnar voru að klárast. Ég verð nú að viðurkenna að stundum á ég það til að dragast alltof mikið inn í þær og dásama allt sem kemur fyrir augun mín. En maður má ekki týna sínum smekk. Það er allt í lagi að segja að manni finnst eitthvað ekki flott og maður á aldrei að fara gegn sinni eigin sannfæringu til að gera öðrum til geðs. Innblástur fyrir minn eigin stíl sæki ég allt í kringum mig og hann er sífellt að breytast því ég er sífellt að breytast. Ég þroskast og dafna svo það er eðlilegt að ég noti ekki alltaf sömu fötin dag eftir dag, ár eftir ár. Eftir nokkrar vikur verð ég mamma og þá sé ég nú ekki fyrir mér að ég fari aftur í djammkjólana sem ég not- aði hverja helgi þegar ég var í Verzló. Ég vona að litlu tískuungarnir þarna úti taki þessi orð til sín og muni að það er ástæða fyrir því að það er bara til eitt eintak af hverju okkar. Gestapistla- höfundur vikunnar er Erna Hrund Hermanns- dóttir tískubloggari á trendnet.is  Stígur upp úr hverSdagSleikanum í SparidreSSið með Sömu flíkinni Með fjölbreyttan fatastíl Hversdagsdressið Sparidressið Heiðdís Lóa Óskarsdóttir, 21 ára förðunarfræðingur og sálfræði- og markaðsfræðinemi við Háskóla Íslands, heldur mikið upp á svörtu buxurnar sínar sem keyptar voru í versluninni Weekday í fyrra. „Það var sniðið á buxunum sem helst heillaði mig. Þær eru uppháar, flottar um mittið og efnið er létt og þægilegt. Svartar buxur henta nánast öllum tilefnum, hvort sem það er hversdagslega eða ef farið er eitthvað fínt, og skiptir það þá helst máli við hvað ég para þær. Fatastíllinn minn er mjög fjölbreyttur, en ég reyni þó að kaupa föt sem ég held að ég muni geta notað oft við ólík tilefni. Ég sæki innblástur á síðum eins og Tumblr, bloglovin og svo í götutískuna. Uppáhalds- búðirnar mínar eru Topshop, Asos og H&M og held mikið upp á tískudívurnar Mary Kate og Ashley Olsen. Valdamestu tískuhús heims Árlega birtir fyrirtækið Interbrand lista yfir bestu alþjóðlegu vörumerkin og kom listinn fyrir árið 2012 út á dögunum. Samkvæmt listanum skaut tískuhúsið Louis Vuitton öðrum tískuvörumerkjum ref fyrir rass og er titlað, samkvæmt Interband, valdamesta vörumerkið árið 2012 innan tísku- bransans. Á síðustu tólf mánuðum var hagnaður fyrirtækisins rúmir þrír milljarðar króna, sem er um milljarði meira en sænski tískurisinn H&M græddi, sem sat í öðru sæti listans. Á eftir H&M kom Zara, í fjórða sæti var Gucci og því fimmta Hermés. Skemmta áhorfendum á helstu undir fata sýningu heims Hin draumkennda undirfatasýning Victoria’s Secret fyrirtækisins verður haldin í næsta mánuði, og síðan sjónvarpað í byrjun desember, þar sem helstu fyrirsætur heims ganga niður tískupallinn í óút- reiknanlegum undirfötum. Tónlistarmenn sýningarinnar hafa hingað til farið leynt en nú hefur það verið gert opinbert að ungstirnið Justin Bieber mun syngja undir kynþokkafullu göngulagi fyrirsætna, ásamt þeim Rihönnu og Bruno Mars. Þau feta þá í fótspor frægra tónlistar- manna á borð við Maroon 5, Jay Z, Nicki Minaj og Kanye West. Vínrauða förðunartrendið, sem gerði allt vitlaust fyrr í haust, virðist vera að þróast áfram í átt að þeim fjólubláa. Plómulitaður varalitur er farinn að vera æ meira áberandi hjá stjörnunum í Hollywood, hvort sem það er á rauða dreglinum eða hversdags. Liturinn sem er öðruvísi og frumlegur, dregur til sín athyglina og er fallegt að para hann við náttúrulega förðun eins og leikkonan Amanda Seyfried gerir. Gs Skór Weekday H&M Asos H&M Gs Skór Weekday Asos
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.