Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 67

Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 67
 Rómantískt gaman nýjasta mynd susanne BieR 5 stjörnu FIT Innifalið: • Lokaðir tímar 3x í viku • Leiðbeiningar um mataræði sem er sérstaklega samsett til að tryggja þátttakendum 5 stjörnu árangur • Hvatning, fróðleikur og hollar og góðar uppskriftir frá Ágústu Johnson og Guðbjörgu Finns • Mælingar og vigtun fyrir og eftir fyrir þær sem vilja • Dekurkvöld í Blue Lagoon spa • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum • Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu - jarðsjávarpotti og gufuböðum • 10% afsláttur af öllum meðferðum Blue Lagoon spa Nýttu þér reynslu okkar og þekkingu til að ná 5 stjörnu formi. Hentar jafnt byrjendum sem vönum. Verð 25.900 kr. Meðlimir Hreyfingar 16.900 kr. Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, tímasetningu og skráningu finnur þú á www.hreyfing.is Breyttu línunum og tónaðu líkamann í sitt fegursta form. Við höfum sett saman nýtt æfingakerfi byggt á kerfi sem hefur slegið rækilega í gegn í New York. Það sameinar margar ólíkar styrktaræfingar sem móta og tóna vöðva líkamans á áhrifaríkan hátt. Æfingarnar eru rólegar, krefjandi og gerðar til að breyta línum líkamans á kerfisbundinn hátt. Áhersla er lögð á þægilega tónlist. • Handklæði við hverja komu • Aðgangur að heitum potti, hvíldaraðstöðu og afnot af slopp í Blue Lagoon spa • Kísilleirmeðferð í Blue Lagoon spa Tilboðsverð 12.590 kr. (fullt verð 20.900 kr.) 5 stjörnu viðbótardekurpakki 40% afsláttur fyrir þátttakendur í 5 stjörnu FIT Náðu 5 stjörnu formi bíó 55Helgin 12.-14. október 2012 Sjö brjálæðingar Colin Farrell er í vondum málum.  FRumsýndaR Colin Farrell leikur Marty, lánlausan handritshöfund í Los Angeles, í Seven Psychopaths. Hann er þjakaður af þrálátri ritstíflu sem verður þó hans minnsta vanda- mál þegar félagar hans tveir ræna hundi alræmds glæpafor- ingja og hyggjast krefjast lausnargjalds fyrir dýrið. Krimminn verður óður þegar hundinum er rænt og ætlar sér ekki að láta einhverja lúsablesa vaða svona yfir sig. Hann smalar saman harðsnúnu liði sínu og einsetur sér að hafa hendur í hári hundsræningjanna sem þurfa vita- skuld ekki að kemba hærurnar er þeir finnast. Farrell er dyggilega studdur vöskum hópi harðjaxla sem hafa ýmsar fjörur sopið en þar fer fremstur Christopher Walken ásamt Harry Dean Stanton, Sam Rockwell, Tom Waits, Woody Harrelson og þeim frábæra Michael Pitt sem átti frábæran sprett í Boardwalk Empire. Susanne Bier og sköllótt hárgreiðslukona Bier spinnur skemmtilega sögu um hár- greiðslukonu sem misst hefur hárið í krabba- meinsmeðferð. Til að bæta gráu ofan á svart kemst hún að því að eiginmaður hennar hefur haldið fram hjá henni. Framhald af The Shining The Shining var þriðja skáldsaga Stephens King og kom út árið 1977. Hún fjallaði um misheppnaða rithöfundinn og húsvörðinn Jack Torrance sem gekk af göflunum eftir að hann tók að sér húsvörslu í Overlook- hótelinu snjóavetur einn mikinn. Jack reyndi af mikilli elju að slátra eiginkonu sinni og ungum syni, Danny, sem bjó yfir magnaðri skyggnigáfu og náði sterkri tengingu við þau illu öfl sem léku lausum hala á hótelinu. King hefur fyrst núna séð áðstæðu til þess að taka upp þráðinn og í Doctor Sleep er Danny litli á miðjum aldri og hefur ára- tugum saman þvælst í reiðileysi og reynt að hrista af sér ofbeldisfulla, geðbilaða og alkóhólíseraða skugga föður síns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.