Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 10
M aður er ekki aðeins að syrgja barnið heldur einnig það að maður fær ekki að upplifa fyrsta afmælisdaginn, fyrsta brosið, fyrstu skrefin, fyrsta skóladaginn. Það er ekki öllum eiginlegt að skilja það,“ segir Anna Lísa Björnsdóttir, sem missti son eftir 21 viku meðgöngu. Hún hefur haft frumkvæðið að út- gáfu upplýsingabæklinga til foreldra í hennar sporum sem unnir hafa verið á vegum Styrktar- félagsins Lífs. Kristín Guðmundsdóttir missti tvíburadrengi á 19. viku meðgöngu um mitt síðasta ár og gekk í gegnum mikla sorg sem hún sagði ekki fyllilegan skilning vera á í samfélaginu. Kristín og Anna Lísa vilja opna umræðuna um sorg vegna barns- missis á meðgöngu og koma að undirbúningi minningarathafnar sem fram fer í Hallgríms- kirkju mánudagskvöldið 15. október sem ætluð er þeim sem upplifað hafa missi á meðgöngu og barnsmissi. „Ég held að skilningurinn sé ekki til staðar, kannski umhyggjan, en ekki skilningurinn,“ segir Kristín. „Ég upplifði að minnsta kosti ekki Að vera foreldri án barns Það eru til orð til þess að lýsa börnum án foreldra, mökum án maka en ekkert orð er til yfir það hlutverk að vera foreldri án barns. Tvær mæður ræða um sorgina við að missa barn á meðgöngu og nauðsyn þess að opna umræðuna um hana. Sorgin við að missa barn á meðgöngu er erfið. Tvær mæður vilja opna um- ræðuna. Ljósmynd/Nor- dicPhotos/Getty skilning á því að barnsmissir á með- göngu hvílir á manni alla ævi,“ segir hún. Anna Lísa tekur undir þetta. „Auð- vitað er fólk velmeinandi þótt það segi oft eitthvað óheppilegt, eins og: „Þið reynið bara aftur“. Það myndi enginn segja ef maður hefði misst dreng sem lifði í viku eða ár eða fimm ár. En af því að hann lést á meðgöngu þá segir fólk svona hluti og meinar vel. Það kemur alveg frá hjartanu,“ segir hún. „Fólk er að reyna að setja plástur á bágtið – en maður gerir það ekkert þegar maður missir barn. Það verður alltaf með þér og breytir þér sem manneskju. Fólk segir: „Hún hlýtur að fara að koma aftur“. En svona er ég núna, ég er syrgjandi móðir og mun alltaf verða,“ segir Anna Lísa. Þetta var virkilega barn Kristín segir að fólk geti ekki sett sig inn í aðstæður þeirra sem missa börn á meðgöngu vegna þess að þau eru ekki eins raunveruleg í huga þeirra og börn sem fæðast og lifa. „Fólk veit ekki hvernig þessi börn líta út, margir gera sér ekki grein fyrir að þetta var virkilega barn, það eina sem virkaði ekki voru lungun og barnið var ekki búið að opna augun sem gerist ekki fyrr en á 27. viku. Fólk hefur miklu meiri skilning á því hvernig það er að missa ársgam- alt barn því fólk getur séð það fyrir sér. Það þekkja allir ársgamalt barn. En enginn hefur séð barn eftir 20 vikna meðgöngu,“ segir hún. Anna Lísa segir að sér hafi fundist vanta upplýs- ingabæklinga til foreldra í þessari stöðu. „Upplýsinga- gjöfin er mjög góð, en maður meðtekur ekki endilega allar þær upplýsingar sem maður fær undir þessum kringumstæðum. Ég gerði það að minnsta kosti ekki og fannst vanta að fá í hendurnar eitthvað sem ég gæti síðan skoðað nánar þegar mesta sjokkið var yfir- staðið. Því setti ég mig í samband við Styrktarfélagið Líf sem tók vel í þessa hugmynd. Við erum að fara að gefa út bæklinga fyrir foreldra og einnig aðstand- endur um allt það sem varðar það að missa barn á meðgöngu,“ segir hún. Þar er ekki síst fjallað um sorgina: „Hverri einustu þungun fylgja vonir og draumar. Við sjáum fyrir okkur nýtt líf. Við leyfum okkur að horfa fram á veginn. Við setjum okkur í þau spor að við erum að fara að eignast barn. Við leyfum okkur að hlakka til. Langoftast kvikna þessar vonir og þessir draumar á þeirri stundu sem þungunin er orðin að veruleika. Þegar barn deyr í móðurkviði, deyja um leið allir draumarnir, vonirnar og væntingarnar. Eftir sitjið þið for- eldrar með sorg ykkar og söknuð,“ segir í bæklingnum. Þriðja hver kona missir fóstur Talið er að þriðja hver kona missi fóstur þar sem fósturlát verða í 15 af hverjum hundrað þungunum. Al- gengast er að fósturlát verði á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar en síðbúið fósturlát er sjaldgæfara. Til eru sjúkdómar sem koma upp hjá fóstri á fósturskeiði, sjúkdómar í fylgju sem leiða til veikinda eða dauða fósturs eða að fylgja og nafla- strengur hafi ekki þroskast eðli- lega. Alvarlegir sjúkdómar móður sem hafa áhrif á vöxt og þroska fósturs geta einnig verið mögulegar ástæður. Í um 1,5 prósent tilvika greinist alvarlegur fósturgalli við ómskoðun á meðgöngu. Öllum konum stendur til boða að fara í ómskoðun í 12. og 20. viku meðgöngu. Ómskoðun við 12. viku leiðir til greiningar á stórum hluta allra litningagalla fóstra og um þriðjungi þeirra byggingargalla sem greinast á meðgöngu. Við síðari ómskoðun geta einnig greinst byggingargallar hjá fóstri eða um 35-40 tilfelli ár hvert. Ef byggingargalli sést getur það verið ábending um að skoða litningagerð fósturs. Algengustu byggingargallar fósturs sem greinast á meðgöngu eru gallar í þvagfærum, hjarta, miðtaugakerfi eða meltingarfærum. Sum vandamálin eru svo alvarleg að fóstrinu er ekki hugað líf. Ef ljóst er að barnið muni deyja skömmu eftir fæðingu vegna alvarleika fósturgallans kjósa flestir verðandi foreldrar að binda enda á með- gönguna. Leghálsbilun getur einnig valdið fósturmissi. Leg- hálsinn sér um að halda fóstri og fylgju innan legsins alla meðgönguna en leghálsinn opnast svo þegar fæð- ingin fer af stað. Í örfáum tilfellum verður leghálsbil- un þannig að stytting og veiking verður í leghálsinum og hann opnast áður en fullri meðgöngu er náð. Sjúkdómsmyndin er gjarnan þannig að þegar konan fær einkenni er allt um seinan. Þá hefur leghálsinn styst að fullu, bakteríur hafa náð að sýkja himnurnar sem umlykja fóstrið og fósturlát eða fæðing verður ekki umflúin. Ennfremur getur fósturlát orsakast af sýkingu. Sýking getur borist í leg frá leggöngum og upp í Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Minningarathöfn vegna fósturláts og barnsmissis Stuðningshópurinn Englarnir okkar stendur fyrir minning- arathöfn fyrir þá sem upplifað hafa missi á meðgöngu og barnsmissi sem fram fer í Hall- grímskirkju mánudaginn 15. október, klukkan 19.30. Athöfninni er ætlað að gefa þeim sem misst hafa barn og aðstandendum þeirra tækifæri til þess að hittast og eiga fallega stund saman. Einnig er vonast til að minningarathöfnin opni á umræðuna um missi á með- göngu og barnsmissi, sem og hjálpa aðstandendum þeirra sem missa að sýna hluttekn- ingu í sorginni. Það eru til orð til þess að lýsa börnum án foreldra, mökum án maka en ekkert orð er til yfir það hlutverk að vera foreldri án barna. Framhald á næstu opnu 10 úttekt Helgin 12.-14. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.