Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 22
ÍþróttastuðningshlífarÍþróttabrjóstahaldarar
Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is
Á sdís Ingólfsdóttir hefur tvisvar greinst með brjóstakrabbamein – sitt hvora tegundina, hvor í sínu
brjósti. Bæði voru fjarlægð og krabbinn
með. „Ég hef aldrei barist við krabbamein.
Ég hef aldrei hugsað þetta þannig. Krabb-
inn réðst ekki á mig, ég greindist með
krabbamein sem síðan var skorið í burtu
og ég þurfti að byggja mig upp,“ segir Ás-
dís.
Hún greindist fyrst fyrir 10 árum. Hún
hafði fundið fyrir hnúð í brjóstinu en
fór ekki á leitarstöðina strax, vildi ljúka
kennslu í Kvennó þar sem hún kennir enn.
„Þegar ég loksins fór í skoðun kom í ljós
töluvert æxli. Það þurfti að fjarlægja allt
vinstra brjóstið og meinið hafði dreift sér í
eitla,“ segir Ásdís.
Hún fór í lyfjameðferð í kjölfarið og var
á krabbameinslyfinu Tamoxifen í fimm
ár en því fylgja mikil leiðindi, að sögn Ás-
dísar. „Þetta er hormónavaki sem veldur
einkennum eins og breytingaskeiðinu í
fjórða veldi,“ segir Ásdís og hlær. „Ég fór
því skyndilega á breytingaskeiðið 44 ára
gömul. Þegar ég átti eftir þriggja vikna
skammt af lyfjunum fannst æxli í hinu
brjóstinu enda fór ég í reglulega brjósta-
skoðun. Ég fór fyrst í fleygskurð en í ljós
kom að um allt öðruvísi krabbamein var að
ræða og þurfti að taka allt brjóstið,“ segir
hún. Bæði brjóstin hafa verið byggð upp
að nýju.
Reið í annað skiptið
Ásdís segist hafa verið mun hræddari í
fyrra skiptið sem hún greindist. Í síðara
skiptið varð hún reið. „Ég varð ofsalega
hrædd þegar ég greindist í fyrra skiptið.
Ég er úr rosalega mikilli krabbameins-
Vigdís Finnbogadóttir gaf mér von
Ásdís Ingólfsdóttir hefur tvisvar þurft að láta fjarlægja brjóstakrabbamein og bæði brjóstin
með. Hún varð hrædd í fyrra skiptið og reið í það síðara en Vigdís Finnbogadóttir gaf henni von
því hún var sprelllifandi þrátt fyrir að hafa fengið brjóstakrabbamein.
Málþing
23. október
Málþing um brjósta-
krabbamein verður
haldið í Öskju, húsi Há-
skóla Íslands, þriðju-
daginn 23. október.
Þar verða flutt erindi
um fæðu, hreyfingu
og slökun og rætt um
tengsl heilbrigðra lífs-
hátta við hættu á að fá
krabbamein. Málþingið
er á vegum Samhjálpar
kvenna, Krabbameins-
félags Hafnarfjarðar
og Krabbameinsfélags
Reykjavíkur.
fjölskyldu, tvö eldri systkini mín eru
látin, systir mín úr krabbameini í nýra
og bróðir minn úr lungnakrabba. Það
sem hjálpaði mér og gaf mér von um að
ég myndi lifa þetta af var að ég mundi
eftir því að Vigdís Finnbogadóttir hafði
fengið brjóstakrabbamein og hún var
aldeilis sprelllifandi,“ segir Ásdís. „Það
er ástæðan fyrir því að ég vil segja frá
minni reynslu. Svo að aðrar konur sem
greinast með krabbamein sjái að það er
hægt að lifa heilbrigðu lífi eftir að maður
er laus við það.“
Ásdís segist hafa reiðst þegar hún
greindist í síðara skiptið. „Mér fannst
það ósanngjarnt og óhugsandi. Ég var
nýbúin að missa annað brjóstið og fara
í lyfjagjöf sem var algjör hryllingur. Ég
varð fyrst og fremst reið en ekki eins
Sigríður Dögg
Auðunsdóttir
sigridur@ frettatiminn.is
Ásdís Ingólfsdóttir: „Ég hef aldrei barist við krabbamein. Ég hef aldrei hugsað þetta þannig.“ Ljósmynd/Hari
22 viðtal Helgin 12.-14. október 2012