Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 12.10.2012, Blaðsíða 24
MEÐLIMIR MEÐ PREMIUM ICELANDAIR AMERICAN EXPRESS® FRÁ KREDITKORTI GREIÐA EKKERT ÁRGJALD Í ICELANDAIR GOLFERS Golfsettið ferðast frítt! Þú nýtur þessara hlunninda: • Þú greiðir ekkert gjald fyrir golfsettið þegar þú ferðast með Icelandair. • Þú færð ýmis tilboð á golfvöllum hér heima og erlendis og hjá samstarfs- aðilum Icelandair Golfers. Innifalið í 5.900 kr. árgjaldi er m.a.: • 2.500 Vildarpunktar • 2.000 kr. gjafabréf í Saga Shop • 100 æfingaboltar í Básum • Merkispjald á golfpokann Icelandair Golfers er klúbbur sem auðveldar þér að spila golf út um allan heim. + Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is Eftirlit er lífsnauðsynlegt Ég hef á tilfinningunni að stór hluti kvenna skoði sjaldan eða aldrei brjóst sín. Þetta miða ég við fjölda kvenna á öllum aldri sem hafa komið til mín og spurt hvernig ég hafi fundið þetta hjá mér og hvernig eigi að skoða sig. Allar árvekniherferðir vekja athygli á þessu en ég er ansi hrædd um að alltof margar gleymi sér svo árum skipti að þreifa brjóstin. Þannig var það allavega með mig. Kannski var það feimni, hef ekki hugsað það í þaula en eitthvað fær mann til að vera ekki að koma of mikið við sig. Þegar ég hins vegar fékk mjólkurstíflur og mjólkaði mig í lengri tíma þá þurfti ég að skoða mig reglulega og kynnt- ist þannig eðlilegu og óeðlilegu ástandi brjósta minna. Ég fann að brjóstvefurinn var stöðugt að breytast yfir mánuðinn, það voru alls konar þykk- ildi og þrymlar sem komu og fóru. Þannig er það með allar konur, brjóstin geta tekið breytingum sem eru alveg eðlilegar. Það er nauðsynlegt að kynnast þessum breytingum, vita muninn á venjulegum vef og óvenjulegum vef. Það sem vakti mig til umhugsunar um fyrirferðina sem reyndist vera illkynja æxli, var að svæðið og hnúturinn var algerlega eymslalaus og öðruvísi en venjuleg fyrir- ferð. Það er skoðun mín að eina leiðin til að finna breytingar sé að skoða sig reglulega. Þannig var það með mig, ég vissi bara strax að eitthvað var ekki í lagi. Að fara í sund Ótalmargt verður flókið við svona innlegg í lífið - sundferðir drengjanna minna voru fáar fyrstu árin. Það að standa í sturtunni með svo skerta kven- ímynd var bara miklu stærri þáttur en ég gerði mér grein fyrir. Og er reyndar enn ef ég á að vera alveg hreinskilin. Loksins þegar kjarkinum var náð og sundferðir gátu byrjað þá stóð ekki á augngotunum og stressaðar mömmur reyndu stundum að passa að börnin gláptu ekki of mikið. Það kom mér á óvart hvað konur leyfðu sér að standa og stara - stóðu jafnvel saman og pískruðu. Ég reyndi að brynja mig fyrir þessu en fann að ef ég var ekki nógu vel stemmd þá mátti oft litlu muna að ég hryndi saman. Hins vegar þegar ég var sterk fannst mér þetta lítið mál og best var að opna umræðu, setjast niður og vita hvort viðkomandi vildi spyrja að einhverju. En það þurfti heilmikinn kjark til að gera það. Ekki allir sem vilja þannig nálgun. Unglingar, þeir eru sínu verstir með fordóma. Hafið það í huga, fræðum krakkana okkar, segjum þeim frá. Ekki leyfa þeim að hafa alla sína vitneskju og samanburð úr tón- listarmyndböndum. Núna níu árum og mörg hundruð sundferðum seinna velti ég því fyrir mér hvar hinar brjóstlausu konurnar halda sig. Þær eru allavega fáar sem koma í sund því ég hef ekki mætt einni einustu og hef miklar áhyggjur af því. „Getur verið að fordómar hamli því að þær leyfi sér að fara í sund?“  Dóróthea JónsDóttir Bók til að hjálpa öðrum Dóróthea Jónsdóttir greindist með brjóstakrabbamein 29 ára. Þá var hún með fimm mánaða son sinn á brjósti og átti annan tveggja ára. Hún hefur skrifað bókina Bleikur barmur um lífsreynslu sína í því skyni að hjálpa öðrum sjúklingum sem eru að hefja sína sjúkdómsgöngu. Hér að neðan eru stuttir kaflar úr bókinni. Dóróthea Jónsdóttir greindist með brjósta- krabbamein 29 ára. Hún hefur skrifað bókina Bleik- ur barmur um lífs- reynslu sína í því skyni að hjálpa öðrum. Staðreyndir um krabbamein kvenna  Ár hvert greinast um 660 íslenskar konur með krabba- mein,samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskrá Krabba- meinsfélagsins.  Um 200 konur greinast með brjóstakrabbamein. Ár hvert deyja 35-40 konur úr brjósta- krabbameini.  Um 80 konur greinast með lungnakrabbamein og 65 deyja úr sjúkdómnum.  Nú eru á lífi um 6.300 konur sem fengið hafa krabbamein, þar af um 2.450 sem hafa fengið brjóstakrabbamein.  Konur á aldrinum frá 20 til 69 ára eru boðaðar í leghálskrabba- meinsleit. Fram að fertugsaldri er boðað á tveggja ára fresti en eftir það yfirleitt á fjögurra ára fresti.  Lífshorfurnar hafa batnað mikið. Um 38% kvenna sem greindust með krabbamein fyrir fjörutíu árum lifðu í fimm ár eða lengur en nú geta um 68% vænst þess að lifa svo lengi. Sambærilegar tölur fyrir brjóstakrabbamein eru 90%.  Því fyrr sem sjúkdómurinn greinist, því betri eru horfurnar á lækningu.  Um 60 konur greinast með krabbamein í ristli eða endaþarmi og 25 deyja úr sjúkdómnum.  Konur á aldrinum frá 40 til 69 ára eru boðaðar í brjóstamynda- töku annað hvert ár. Eldri konur eru einnig hvattar til að fara í skoðun.  Enda þótt ekki sé vitað um orsakir krabbameina í heild er viðurkennt að hægt er að draga úr líkum á sjúkdómnum með heilbrigðum lífsháttum svo sem reykleysi, hreyfingu og neyslu hollrar fæðu. Má huga betur að aðstand- endum Ásdís á tvö börn, tvítuga dóttur og 26 ára son. Þau voru tíu og sextán ára þegar hún greindist fyrst. „Ég sé eftir á að það hafi mátt sinna þeim betur þó svo að við legðum okkur fram við að hlúa að þeim á þessum tíma. Við töluðum mikið við þau um krabbameinið og með- ferðina og þeim stóð til boða að fara til sálfræðings. Þetta var þeim náttúrlega mikið áfall og aukin áhersla hefur verið lögð á að sinna aðstandendum núna síðari ár. For- eldrum mínum fannst þetta vera dauðadómur og urðu ofsalega hrædd en maðurinn minn var eins og klettur. Við héldum þó öll ró okkar og fórum í gegnum þetta saman,“ segir hún. Aðspurð segist hún vilja gefa þeim konum sem nýlega hafi greinst með krabbamein það ráð að vera bjartsýnar og hlúa vel að sjálfum sér. „Það eru mjög miklar batalíkur hjá konum með brjósta- krabbamein,“ bendir hún á. Hún hvetur konur til að fara sér hægt. Sjálf hafi hún farið allt of snemma að vinna eftir að lyfjameðferðinni lauk, það hafi hún fundið eftir á. „Konur verða að gefa sér tíma til að byggja sig upp en hver og ein verður að sjálfsögðu að finna sinn takt,“ segir Ásdís. Fyrst og fremst hvetur hún þó allar konur til þess að nýta sér þjónustu leitarstöðvarinnar. „Farið reglulega í skoðun. Það er óendan- lega mikilvægt,“ segir Ásdís. Laufey Haraldsdóttir var tíu ára þegar móðir hennar, Ásdís Ingólfsdóttir, greindist með brjóstakrabbamein í fyrra skiptið. 24 viðtal Helgin 12.-14. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.