Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Qupperneq 17

Fréttatíminn - 12.10.2012, Qupperneq 17
 viðhorf 17 Helgin 12.-14. október 2012 7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum. www.kia.is Verð frá 3.655.777 kr. Kia cee’d Sportswagon LX 1,4 dísil ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 2- 20 30 Við kynnum nýjan Kia cee’d Sportswagon – stærri og rúmbetri útgáfu af hinum vinsæla Kia cee'd. Hann er vel búinn og kraftmikill en samt sparneytinn, eyðir frá aðeins 4,4 l/100 km í blönduðum akstri. Komdu við í sýningarsal Öskju að Krókhálsi 11 eða hjá umboðsmönnum okkar og kynntu þér þennan stórglæsilega bíl. Við tökum vel á móti þér. Þér er boðið að reynsluaka nýjum Kia cee’d Sportswagon *M.v. 50% útborgun eða uppítökubíl að sambærilegu verðmæti. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,06 %. Aðeins 30.777 kr. á mánuði í 84 mánuði* I nnflytjendur eru stundum til umfjöllunar í fjölmiðlum og ekki síst þegar frétta- flutningurinn snýr að því sem aflaga fer hjá þeim eða samfé- laginu sem þeir búa í. Á hinn bóginn virðast jákvæðar hliðar á málefnum innflytjenda sjaldan teljast til tíðinda. Þann 14. sept- ember sl. var haldið HringÞing um mennta- mál inn- flytjenda í Rúgbrauðs- gerðinni sem 240 manns sóttu. Þar gafst þátttak- endum kostur á að hlusta á hringborðsumræðu um áhrif orðræðu, viðhorfa og fordóma á tækifæri innflytjenda til náms og umræðu um kennara- menntun og innflytjendur. Þátt- takendur lögðu sjálfir ýmislegt til málanna enda höfðu stjór- nendur gott lag á að virkja þá í umræðunum. Á Markaðstorgi góðra hug- mynda voru kynnt 40 áhuga- verð og hagnýt verkefni í námi og kennslu innflytjenda á öllum skólastigum. Markaðstorgið bar nafn með rentu og höfðu þátttakendur dágóðan tíma til að rölta á milli borða og kynna sér framboðið, en umfram allt til að spjalla við aðra og skiptast á hugmyndum og upp- lýsingum. Í málstofu um helstu álita- mál í tengslum við mennta- mál innflytjenda, stöðu þeirra og mikilvægar aðgerðir var unnið hörðum höndum við að finna lausnir á knýjandi álita- málum. Málstofan, sem full- trúar mennta- og menningar- málaráðuneytisins skipulögðu, var mjög metnaðarfull og krefjandi. Álitamálin sem lögð voru fyrir þátttakendur voru 29, þar á meðal: nemenda af erlendum uppruna úr fram- haldsskólum, þátttaka ríkisins og atvinnurekenda í kostnaði við íslenskukennslu fullorð- inna, Íslenska fyrir útlendinga á fullorðinsaldri- námskrár í grunnnámi og framhaldsnámi, móðurmálskennsla fyrir nem- endur með annað móðurmál en íslensku, trúarbragðafræðsla í grunn- og framhaldsskólum og viðurkenning á trúarlegum fjöl- breytileika, fjölmenningarleg fræðsla og aðgerðir gegn for- dómum og misrétti í skólum, sí- menntun fyrir kennara á öllum skólastigum vegna nemenda með annað móðurmál en ís- lensku og menntun atvinnu- lausra innflytjenda. Til stendur að nota afurðir málstofunnar og annars sem fram kom á þinginu til að forgangsraða verkefnum í þróun menntunar innflytjenda og til að greina for- gangsverkefni fyrir væntanlega framkvæmdaáætlun ríkis og sveitarfélaga. Þegar undirbúningur Hring- Þingsins stóð sem hæst kom fram hjá einum þátttakenda, sem boðaður hafði verið á fund undirbúningshópsins, að grunnskólakennarar í afskekkt- um sveitarfélögum hefðu engar bjargir þegar kæmi að námi og kennslu nemenda sem væru Hulda Karen Daníels- dóttir, verkefnastjóri og formaður undirbúnings- hóps HringÞings um menntamál innflytjenda. Lausnamiðuð nálgun Metnaðarfullt HringÞing um menntamál innflytjenda innflytjendur og með annað móðurmál en íslensku. Í lok þingsins kvað við allt annan tón hjá viðkomandi enda hafði hann komist í snertingu við gerjunina sem á sér stað í málaflokknum. Hann hafði hitt fjölmarga eld- huga, fulltrúa kennara og ann- arra stétta sem hafa unnið mörg hagnýt og áhugaverð verkefni. Einnig hafði hann séð og fengið upplýsingar um hvar mætti finna fjölmargar bjargir sem innflytj- endur, kennarar og aðrir geta nýtt sér. Reyndar var það sam- hljóma niðurstaða margra þátt- takenda að þótt við Íslendingar ættum langt í land á mörgum sviðum sem snúa að málefnum innflytjenda, þá hefði það komið þeim á óvart hve margar og fjölbreyttar bjargirnar eru nú þegar. Það sem einkenndi Hring- Þingið var lausnamiðuð nálgun og hve fjölbreyttur hópur þátt- takenda var. Þar voru fulltrúar innflytjenda, allra skólastiga og fullorðinsfræðslu og fjöl- margra annarra hópa. Engin erindi voru flutt á þinginu að frátöldum ávörpum mennta- og menningarmálaráðherra og velferðarráðherra og hefur það sjálfsagt skilað sér í jafningja- bragnum sem sveif yfir vötnum. En það sem sárlega vantaði var að fjölmiðlar fjölluðu um þingið og greindu frá því sem er efst á baugi í málaflokknum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá fulltrúa fjölmiðla á vettvang HringÞingsins, sem stóð yfir í heilan dag, þáði enginn boðið. Það má velta því fyrir sér hvort góðar fréttir af málefnum inn- flytjenda séu ekki fréttnæmar. Nánari upplýsingar um Hring- Þingið má nálgast hér: http:// tungumalatorg.is/hringthing Að HringÞinginu stóðu Inn- flytjendaráð, velferðarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðu- neytið, Þjónustumiðstöð Mið- borgar og Hlíða, Skóla- og frí- stundasvið Reykjavíkurborgar, Fjölmenningarsetur, Tungumála- torg, Háskóli Íslands, Þjónustu- miðstöð Breiðholts og Samband íslenskra sveitarfélaga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.