Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Síða 6

Fréttatíminn - 18.05.2012, Síða 6
BLÖNDUNARLOKI FYLGIR. VÖNDUÐ VARA ÁRATUGA REYNSLA HITAKÚTAR RYÐFRÍIR NORSK FRAMLEIÐSLA Olíufylltir rafmagnsofnar Stærðir: 250W-2000W V ið finnum þetta á eigin skinni, við jeppamenn. Þegar ég fer á fjöll þá eru færri bílar en áður og alveg ljóst að menn ferðast ekki jafnmikið og þeir gerðu,“ segir Hafliði Sigtryggur Magnússon, formaður jeppaklúbbsins 4x4, um áhrif síhækkandi eldsneytisverðs á ferðir jeppamanna. Í dag kostar lítrinn af bensíni 257 krónur en kostaði rétt rúmar 150 krónur í maí 2008. Hækkunin er tæplega 42 prósent og segir Hafliði að kostnaður jeppamanna af ferða- lögum á bílum sínum hafi aukist í beinu hlutfalli við hækkun bensínverðs. Verð á díselolíu er einnig um 257 krónur „Staðan er orðin þannig að menn eru farnir að spara fyrir stóru ferðunum. Þetta er jafnvel orðin spurning hvort maður fer með fjölskylduna til útlanda eða í þriggja til fjögurra daga ferð upp á hálendið. Slík ferð er farin að slaga upp í utanlandsferð,“ segir Hafliði og bætir við að það sé algjörlega ljóst að jeppamenn vilji lægra eldsneytisverð. „Við höfum ekki mótmælt form- lega en höfum komið okkar skilaboðum óbeint áleiðis til þeirra sem ráða.“ En þrátt fyrir færri ferðir og hátt eldsneytisverð er starfsemi klúbbsins í blóma. „Félagsstarfið er jafn- kröftugt og það var þó að menn ferðist ekki eins og áður. Það eru fjögur þúsund manns í klúbbnum og nú fara menn bara styttri ferðir. Algengustu ferðirnar eru orðnar þær sem menn komast á einum tanki. Þegar þeir geta lullað í bæinn aftur á síðustu dropunum. Þannig er nú okkar veruleiki,“ segir Hafliði. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Aukinn afli og aflaverðmæti Heildarafli íslenskra skipa í apríl, metinn á föstu verði, var 32,8 prósentum meiri en í apríl 2011. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 29,9 prósent miðað við sama tímabil 2011, sé hann metinn á föstu verði, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Aflinn nam alls 80.340 tonnum í apríl 2012 samanborið við 36.756 tonn í apríl 2011. Botnfiskafli jókst um tæp 3.900 tonn frá apríl 2011 og nam rúmum 35.900 tonnum. Þar af var þorskaflinn tæp 16.100 tonn, sem er aukning um rúm 2.700 tonn. Ýsuafli nam 4.700 tonnum. - jh Algeng- ustu ferð- irnar eru orðnar þær sem menn komast á einum tanki  Ferðalög JeppaFerðir Jeppamenn í bobba vegna eldsneytisverðs Mikið hefur dregið úr fjallaferðum jeppamanna á undanförnum árum í takt við hækkandi eldsneytisverð. Formaður jeppaklúbbsins 4x4 segir að himinhátt eldsneytisverð sé ákaflega heftandi fyrir hina fjögur þúsund meðlimi klúbbsins og vonast eftir lækkun. Hafliði Sigtryggur Magnússon á góðri stund með Patrol-jeppann sinn uppi á hálendinu. Nokkuð sem er sjaldgæf sjón þessi dægrin. Stýrivextir hækkaðir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði vexti bankans um 0,5 prósentur á miðvikudaginn. Daglánavextir eru 6,50 prósent, vextir af lánum gegn veði til sjö daga 5,50 prósent, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 5,25 prósent og innlánsvextir 4,50 prósent. Þjóðhagsspá sem birtist í Peningamálum staðfestir, að því er fram kemur í tilkynningu Seðlabankans, að batinn sem hófst síðla árs 2010 heldur áfram og nær til flestra sviða efnahagslífsins. Þróttur innlendrar eftirspurnar er töluverður og sjást skýr merki um bata á vinnu- og fasteignamarkaði. Horfur eru á ívið meiri hag- vexti en í febrúarspá bankans. Verðbólga hefur verið meiri en spáð var og verðbólguhorfur hafa versnað. - jh Minnsta atvinnuleysi síðan 2008 Atvinnuleysi mældist 6,5% í apríl og minnkar um 0,6 prósentustig frá því í mars, samkvæmt tölum Vinnumála- stofnunar. Þetta er í neðri mörkum þess bils sem stofnunin hafði reiknað með (6,4%-6,8%) og hefur skráð atvinnuleysi ekki mælst minna síðan í desember árið 2008, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Í apríl í fyrra mældist atvinnuleysi 8,1% og var að jafnaði 8,5% á fyrstu fjórum mánuðum það árið. Í ár hefur skráð atvinnuleysi að jafnaði mælst 7,0%. Alls voru 10.990 einstaklingar atvinnulausir í lok apríl, sem er fækkun um 827 einstaklinga frá því í mars. - jh Lítill munur á Þóru og Ólafi Ragnari Lítill munur er á fylgi Þóru Arnórs- dóttur og Ólafs Ragnars Grímssonar til embættis forseta Íslands, að því er fram kemur í könnun MMR. Af þeim sem tóku afstöðu voru 43,4 prósent sem sögðust myndu kjósa Þóru en 41,3 prósent sögðust myndu kjósa Ólaf Ragnar. Ari Trausti Guðmundsson fékk stuðning 8,9 prósent þeirra sem tóku afstöðu. Aðrir frambjóðendur voru nefndir af 6,4 prósentum svarenda samanlagt. 52,4 prósent framsóknar- manna og 62,2 prósent sjálfstæðis- manna sögðust kjósa Ólaf Ragnar en 72,7 prósent samfylkingarfólks og 62,6 prósent Vinstri-grænna Þóru. - jh Hópbílar buðu lægst í Akureyrarakstur Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar bárust fjögur tilboð í fólksflutninga á sérleyfisleiðinni Reykjavík-Akureyri. Til- boð Hópbíla var lægst. Hópbílar fengu fyrr á árinu sérleyfið á Suðurlandi og voru lægstir á leiðinni Akranes-Mos- fellsbær, að því er fram kemur í Skessu- horni. Í útboðinu felst að ekið verður bæði í gegnum Akranes og Sauðárkrók. Heimilt var að bjóða í sitt hvora leiðina en bílar keyra frá báðum endastöðvum á hverjum morgni. Hópbílar buðu 110,2 milljónir í báða verkhlutana. Hóp- ferðabílar Reynis Jóhannssonar buðu 124 milljónir, Bílar og fólk 147,1 milljónir og Kynnisferðir 164,8 milljónir. -jh 6 fréttir Helgin 18.-20. maí 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.