Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Qupperneq 33

Fréttatíminn - 18.05.2012, Qupperneq 33
Viðhald húsa Unnið í samvinnu við Húseigendafélagið, Samtök iðnaðarins og Nýsköpunarmiðstöð Íslands Helgin 18.-20. maí 2012 E igendur í fjöleignarhúsum þurfa allir einhvern tímann að ráðast í viðhald, breytingar og endurbætur á íbúðum sínum. Eigendur hafa verulegt svig- rúm gagnvart sameigendum þótt slíkar framkvæmdir valdi sambýlisfólkinu ónæði. En, stundum er þetta „sagan endalausa“ og framkvæmdir spanna langan tíma. Oft er barið, mölvað, sagað og borað á öllum tímum. Slæm umgengni um sameignina er oft fylgifiskur. Eru dæmi um illvígar deilur vegna þessa og að íbúðareigendur hafi jafnvel flúið hús þegar verst hefur látið. Menn nota jafnvel sleggjur og múrbrjóta til tjáskipta. Þegar framkvæmdagleðin gengur af göflum eru góð ráð dýr. Hún er oft stjórnlaus, illviðráðanleg og illkynja í þokkabót. Sáttfýsi, sanngirni, málamiðlun, tillitssemi, skilningur og umburðalyndi eru þau bönd sem hún verður hamin í og tamin. Í fjölbýli er fín línan milli athafnafrelsis og hagnýtingar eins og friðar annars. Jafn- vægið er hárfínt og viðkvæmt. Þar gildir hið gullna meðalhóf sem mörgum gengur svo tregt að feta. Mörkin milli athafnafrelsis eins og næðisréttar annars eru hárfín og þarf lítið til að raska því. Smæstu mál geta á auga- bragði blossað upp í skaðræðis ófriðarbál. Hús hins himneska friðar getur á örskots- stundu orðið vítishús. Djöfulgangur og múrbrot Eigendum fjöleignarhúsa eru sem sagt tak- mörk sett við hagnýtingu eigna sinna og þeir hafa fráleitt frítt spil og mega ekki fara sínu fram á sínum forsendum eingöngu og kæra sig kollótta um hagsmuni og rétt sam- eigenda sinna Á hinn bóginn verða íbúar í fjöleignarhúsum að sætta sig við og þola að vissu marki ónæði og óþægindi sem ekki verða umflúin. Menn verða að sætta sig við það að þeir eru á sama báti, undir sama þaki, og fleira fólk sem lifir sínu lífi og á sér líka tilverurétt. Þeir sem búa í fjölbýli verða að sætta sig við ýmis „óþægindi“ vegna hins nána sambýlis en þeim er hins vegar óskylt að búa við viðvarandi verulegt ónæði. Ýmis konar brölt og fyrirgangur er eðlilegur þátt- ur í viðhaldi og eðlilegum endurbótum og umhirðu eignar, til dæmis hamarshögg og boranir. Öðru máli gegnir hins vegar um múrbrot og annan „djöfulgang“ en telja verð- ur að aðrir eigendur þurfi ekki að þola slíkt nema á daginn. Rík skylda hvílir á eiganda sem stendur í framkvæmdum að hann geri allt sem í hans valdi stendur til að sambýlis- fólk hans verði fyrir sem minnstu ónæði og óþægindum vegna þeirra. Grimmir frekjuhundar Ef fólk færi almennt eftir hinni góðu bók um að gera öðrum ekki neitt sem það vill ekki að aðrir gjöri því þá væri allt í himnalagi. En við erum því miður upp til hópa þrjóskir, yfirgangssamir, ráðríkir, heimaríkir, frekju- hundar sem eiga bágt með að setja sig í spor annarra og beita málamiðlun. Í stað þess að fara eftir boði Nýja testamentisins virðist okkur mikið tamara að fara eftir grimmum og hefnigjörnum boðum Gamla testament- inu um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Og þá er vísast andskotinn laus. Í lögum um fjöleignarhús eru engin bein ákvæði um það hversu lengi og á hvaða tímum megi smíða, brjóta og bramla en þar er hins vegar almennt boðið að íbúar skuli gæta þess að valda sambýlisfólki sínu ekki óþarfa ama og óþægindum. Jafnframt er mælt fyrir um að húsreglur skuli geyma nánari fyrirmæli um hagnýtingu eigna og samskipi eigenda í því efni. Skal í þeim meðal annars koma fram bann við röskun á svefnfriði að minnsta kosti frá miðnætti til klukkan sjö. Frá þessari reglu má þó alls ekki gagnálykta á þá lund að láta megi illum látum á öðrum tímum. Menn eiga alltaf að stíga varlega til jarðar eða gólfs og sýna hver öðrum tillitssemi ávalt og á öll- um tímum. Húsfélag getur sett reglur til höf- uðs ónæðissömum framkvæmdum og sett þeim eðlilegar og sanngjarnar hömlur. Nágrannakærleikurinn Almennt má segja að viðhald og endurbætur í fjöleignarhúsum eigi að framkvæma á eins skömmum tíma og framast er unnt og með sem allra minnstu ónæði og röskun fyrir aðra íbúa hússins. Þó verður að játa fram- kvæmdaglöðum eiganda ákveðið sanngjarnt svigrúm og brýnt er að hann kosti kapps um að hafa samráð við aðra eigendur fyrirfram og upplýsi þá um framgang og stöðu verks- ins og reyni eins og kostur er að taka tillit til eðlilegra sanngjarnra óska og sjónarmiða annarra eigenda við framkvæmdina. Fram- kvæmdir sem hefjast eins og þruma eða loftárás úr heiðskíru lofti valda mikið frekar deilum og leiðindum en þær sem tilkynnt er um fyrir fram og ráðist er í með tillitssemi og nágrannakærleika að leiðarljósi.  FjölEigNaHúS grUNdvallarrEglUr Í SamSkiptUm Grannar ganga af göflunum Íbúar hafa jafnvel flúið hús venga illvígra deilna. PI PA R\ TB W A · SÍ A · 11 22 33 b m va ll a .is Sími: 412 5050 Fax: 412 5001 sala@bmvalla.is BM Vallá ehf. Breiðhöfða 3 110 Reykjavík Gluggar eru ekki bara gler Veldu háeinangrandi PRO TEC Classic glugga sem spara orku BM Vallá býður vandaðar glugga lausnir frá PRO TEC í Danmörku. Gluggarnir eru úr áli og tré og henta vel fyrir íslenskar aðstæður. PRO TEC gluggar hafa verið seldir á Íslandi frá 1993 og verið prófaðir og vottaðir gagnvart íslensku vind- og slagregnsálagi. Glerið er háeinangrandi sem lækkar hitunar kostnað og sparar orku. Hver gluggi er sér smíðaður eftir óskum viðskipta vinar um stærð, lit og lögun. Kynntu þér PRO TEC hjá BM Vallá áður en þú velur glugga. Það gæti borgað sig. Sigurður Helgi Guðjónsson hrl, formaður Húseigendafélagsins, fer hér yfir nokkrar grundvallarreglur í samskiptum þeirra sem búa í fjölbýlishúsum; tæpir á hryllings- sögum og nágrönnum sem eru svo illskeyttir að þeim lánast að breyta húsum í sannkölluð vítishús eins og hendi sé veifað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.