Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.05.2012, Síða 42

Fréttatíminn - 18.05.2012, Síða 42
10 viðhald húsa Helgin 18.-20. maí 2012 GLUGGAR OG HURÐIR Selós // Gagnheiði 72 // Selfoss // Sími 482 4100 • Gluggar • Opnanleg fög • Útidyrahurðir • Svalahurðir • Rennihurðir • Bílskúrshurðir www.selos.is Gluggar og hurðir frá Selós eru CE vottuð og prófuð hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands Stofnað 1973 Ert þú að kaupa vottaða glugga og hurðir? Ágreiningur um svalalokanir Svalalokanir njóta vaxandi vinsælda, þær hafa ýmislegt sér til ágætis en geta breytt ásýnd húsa verulega. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum.  Svalir Lokun svaLa hefur kosti en spurning er um útLit s valalokanir hafa notið vaxandi vinsælda meðal húseigenda á undanförnum árum. Eru eigendur íbúða í fjöleignarhúsum þar síst undanskildir. Svalalokanir hafa enda marga kosti; þær geta dregið úr viðhaldskostnaði, aukið nýtingarmöguleika eignar- innar og verðgildi hennar um leið. Á móti kemur að áhrif svalalokana á útlit húsa geta verið talsverð og sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Breytingar á eignaskiptayfirlýsingu Samkvæmt 30. gr. laga um fjöleignarhús verður ekki ráðist í endurbætur eða framkvæmdir nema allir eig- endur samþykki ef um er að ræða verulega breytingu á sameign, þar á meðal útliti hússins. Ef framkvæmd- in hefur í för með sér breytingar á sameign, utanhúss eða innan, sem þó geta ekki talist verulegar, þá nægir hins vegar að 2/3 hlutar eigenda, bæði miðað við fjölda og eignarhluta, séu því meðmæltir. Svalalokanir skiptast í tvo meginflokka. Annars vegar er um að ræða fullkomna lokun, en þá er í raun verið að stækka íbúðina og breyta svölunum í auka- herbergi. Lokunin er algerlega vatns- og vindþétt. Þegar slíkar lokanir eru settar upp í fjöleignarhúsum er nauðsynlegt að afla samþykkis allra eigenda húss- ins áður en framkvæmdir hefjast þar sem útlitsbreyt- ingin sem fylgir þessari tegund lokana telst almennt veruleg. Þá þarf almennt að gera breytingar á eigna- skiptayfirlýsingu hússins þar sem lokun af þessu tagi stækkar íbúðina í fermetrum talið og hefur því áhrif á útreikning hlutfallstalna í sameign. Samþykki 2/3 þarf á húsfundi Hins vegar eru í boði svokölluð svalaskjól, eða léttar svalalokanir. Þessi tegund svalalokana hefur minni áhrif á útlit hússins og því dugar almennt að 2/3 eigenda á húsfundi samþykki útlitsbreytinguna sem hún hefur í för með sér. Hér er um að ræða glerfleka, sem festir eru í brautir ofan á svalahandrið og neðan í þak eða gólf svala á næstu hæð hússins. Gluggapóstar eru þannig ýmist ekki til staðar eða ekki áberandi. Svalaskjól af þessu tagi eru yfirleitt 98-99% vatns- og vindheld. Rétt er að taka fram að þrátt fyrir allt framangreint er það forsenda þess að samþykki 2/3 eigenda á hús- fundi dugi fyrir svalaskjólum að eigendur hafi val um það hvort þeir loka sínum svölum og að þeir greiði fyrir framkvæmdina sjálfir. Þegar tilskilið samþykki meðeigenda liggur fyrir þarf að óska eftir byggingaleyfi fyrir framkvæmdinni. Þá getur jafnframt verið nauðsynlegt að hönnuður hússins samþykki breytinguna. Álit kærunefndar húsamála Í nýlegu áliti kærunefndar húsamála var fjallað um svalalokanir af léttari gerðinni. Eigendur fjöleignar- húss greindi þar á um það hvort nauðsynlegt væri að afla samþykkis allra eigenda til þess að heimila lokun svala eða hvort nægilegt væri að 2/3 viðstaddra eigenda á húsfundi samþykktu tillögu um að heimila svalalokanir. Stjórn húsfélagsins taldi samþykki 2/3 á húsfundi nægja og voru lagðar fram fundargerðir til staðfestingar á því að þess hefði verið aflað. Tillagan hafði verið samþykkt á þeirri forsendu að hver og einn eigandi tæki ákvörðun um lokun sinna svala og fjármagnaði framkvæmdina sjálfur. Nefndin taldi að þess bæri að gæta að svalalokun væri fyrirbyggjandi með tilliti til viðhalds auk þess sem hún yki verulega notagildi eignarinnar fyrir þá sem kysu að ráðast í slíka framkvæmd. Að þessu gættu og þegar virt væri samkvæmt teikningum sú breyting sem lokun svala hefði á útlit hússins yrði hún ekki talin það veruleg að samþykki allra þyrfti til að ráðast í framkvæmdina. Niðurstaðan nefndar- innar var því á þá leið að nægilegt væri að 2/3 eigenda á húsfundi samþykktu að heimila svalalokanir af þessari gerð (svalaskjól). Löglegt samþykki lægi því fyrir og eigendum væri heimilt að loka svölum sínum í samræmi við teikningar húsfélagsins. Helga Þórhallsdóttir lögfræðingur lántaka Hyggist húsfélag taka lán til að fjár- magna framkvæmdir verður að taka ákvörðun um það á húsfundi og þá er nauðsynlegt að geta tillögu þar að lútandi í fundarboði. Slík lán- taka húsfélagsins getur verið með ýmsum útfærslum og blæbrigðum þannig að forsvarsmenn húsfélags- ins ættu að kanna það hjá lánastofn- unum hvaða möguleikar og út- færslur eru í boði. Húsfélagið sem slíkt getur verið lántakandi en þá er brýnt að vel sé að öllu staðið við- víkjandi ákvörðunartökuna. Rétt er að geta þess að slík fjármögnun er talin afbrigðileg í þeim skilningi að enginn íbúðareigandi verður knúinn til að taka lán ef hann vill heldur greiða hlutdeild sína beint í peningum. Flækjur Þegar sameiginleg framkvæmd er fjármögnuð með lántöku hús- félagsins til margra ára geta ýmsar flækjur orðið milli núverandi og fyrrverandi eiganda og húsfélags- ins. Húsfélagið myndi alltaf og þar með taldir íbúðareigendur á hverj- um tíma verða ábyrgir gagnvart lánastofnuninni. Hins vegar er það meginregla að endanleg ábyrgð hvílir á þeim, sem voru eigendur þegar framkvæmdin var ákveðin og gerð. Almennt má kaupandi bú- ast við því að sé búið sé að greiða fyrir þær framkvæmdir sem lokið nema seljandi upplýsi hann um annað og þeir semja um annað sín á milli. Lögveð Húsfélög eiga lögveð í íbúð þess sem ekki greiðir hlutdeild sína í sameiginlegum kostnaði. Lögveðið stendur í eitt ár. Upphafstími þess miðist við gjaldaga greiðslna og uppgjör á verkinu í þröngum skiln- ingi. Lögveðið er dýrmætur réttur sem gæta verður að og passa upp á að glatist ekki. Það er sérstakur réttur sem heyrir til undantekn- inga og skýtur öðrum veðhöfum ref fyrir rass. Það sést ekki veð- bókarvottorði og getur rýrt og raskað hagsmunum bæði veðhafa og skuldheimtumanna. Þess vegna eru því settar þröngar skorður. Best að hver eigandi fjármagni sína hlutdeild Best er og affararsælast að hver eigandi fjármagni sína hlutdeild í sameiginlegum framkvæmdum af sjálfsdáðum og eftir atvikum með fulltingi síns viðskiptabanka. Með því verða línur einfaldar og réttar- staða eigenda og húsfélagsins skýr og án eftirmála. Hins vegar er það sjálfsagt og eðlilegt að húsfélag sem slíkt fái fyrirgreiðslu banka til að fjármagna framkvæmdina á sjálfum framkvæmdatímanum með yfirdráttarheimild eða á ann- an hátt. Þegar framkvæmdinni er lokið og öll kurl til grafar komin er affararsælast að hver eignandi geri upp við húsfélagið sem svo gerir upp við verktakann og bankann ef því er að skipta. Með því lyki hlut- verki húsfélagsins í fjármögnun- inni og rekstur þess og fjármál verða með því einfaldari og örugg- ari en ella. Ábyrgðin út á við Fram hjá því verður ekki litið að ábyrgð eigenda í fjöleignarhúsi út á við, gagnvart þriðja aðila, til dæmis banka og verktaka, er einn fyrir alla og allir fyrir einn. Þannig getur kröfuhafi að vissum skilyrð- um uppfylltum gengið að hverjum og einum eigenda ef vanskil verða af hálfu húsfélags og eða einhvers eigenda. Það getur því skiljanlega staðið skilvísum eigenda sem ekki má vamm sitt vita fyrir svefni að vera til margra ára spyrtur saman í fjárhagslega skuldbindingu með meira og minna óskilvísum sam- eigendum. og dragast nauðugur inn í deilur í kjölfar eigendaskipta. Hvoru tveggja getur leitt til leið- inda og fjárútláta í bráð að minnsta kosti. Húseigendafélagið Sigurður Helgi Guðjónsson hrl Fjármögnun framkvæmda  lántaka ákvörðun á húsfundi Skjól á svölum er eftirsóknarvert

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.