Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Page 2

Fréttatíminn - 25.05.2012, Page 2
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is  LögregLumáL InnanhússmáL hjá sérstökum saksóknara OR greiðir 15,6 milljónir í vexti dag hvern 5,7 milljarðar greiddir vextir á síðasta ári Ársreikningur 2011 Orkuveita Reykjavíkur Borgarbúar fá umboðs- mann Borgarbúar fá brátt umboðsmann sem fær sjálfstæða stöðu, heyrir stjórnskipulega undir forsætisnefnd og verður stað- settur á skrifstofu borgarstjórnar. Helga Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, segir fyrirmyndina frá Kaup- mannahöfn, þar sem starfi fjöldi ráðgefandi aðila fyrir borgarbúa. Hún segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvenær umboðs- maðurinn taki til starfa. í fyrstu verður þetta tilraunaverkefni til eins árs, þar sem það komi í hlut við- komandi að þróa vinn- una sjálfur. stefnt er að því að ráða lögfræðing í stöðuna. „við erum spennt og höldum að þetta geti aukið aðgengi borgarbúa að stjórnsýslunni.“- gag Huga þarf að þeim skuldsettu Meirihluti borgarráðs telur mikilvægt að alþingi taki meira tillit til skuldsettra sjávarútvegsfyrirtækja en gert er í frumvarpinu um breytta fiskveiðistjórnin og veiðigjald. Borgarráð bendir á að það megi gera með því að gefa lengri aðlögunarfrest við innleiðingu á sérstöku veiðigjaldi. Þetta kemur fram í umsögn þess til alþingis sem lögð var fyrir borgarráð þann 18. maí. Borgarráð leggur einnig áherslu á að alþingi hagi veiðigjöldum þannig að vel rekin fyrirtæki geti staðið undir þeim og jafnframt skilað eigendum sínum ásættanlegum arði. „einnig þarf að tryggja að þjóðin, eigandi fiskimiðanna, fái ásættanlegan arð af sinni auðlind.“ Þá fagnar borgarráð sérstaklega því að settur verði á lagg- irnar markaður, kvótaþing, sem gefi nýjum aðilum færi á að komast inn í greinina. - gag Vilja húsmæðraorlofið burt og segja það tímaskekkju Bæjarráð Hafnarfjarðar skorar á alþingi og samband íslenskra sveitarfélaga að beita sér fyrir því lög um hús- mæðraorlof verði felld út gildi. Bæjarráðið telur þau ganga gegn lögum um jafnrétti kynjanna, nútíma jafnréttissjónar- mið og jafnréttisáætlun Hafnarfjarðarbæjar. Bærinn þráaðist við að greiða lögbundin framlög til Orlofs- nefndarinnar í fyrra og fékk hún ekki greiðsluna fyrr en nú í janúar. Nefndin sendi því engar húsmæður í orlof í fyrra, en nokkrar húsmæður fóru í ferðir með húsmæðrum annarra sveitarfélaga. Í bréfi formanns nefndarinnar um miðjan apríl bað hún bæjarstjórnina að virða nú gjalddaga sem sé lög- varinn, sem bæjarráðið gerir nú.- gag Orkuveitan greiddi tæplega 5,7 milljarða króna í vexti á síðasta ári. Það gera tæplega 15,6 milljónir á dag, tæplega 650 þúsund á klukkustund, ellefu þúsund á mínútu eða 180 krónur á sekúndu. Þetta er 1,9 milljörðum meira en Orkuveitan greiddi í laun og 17 prósent af tekjunum. skuldastaða orkufyrirtækis höfuðborgarbúa og nágrannasveitarfélaga er þung. samkvæmt síðasta árs- reikningi voru skuldir þess 234.741.857.000 Þetta eru 234 milljarðar króna og 1,1 milljarði krónum hærri en árinu á undan. Það er þó rúmum sex milljörðum lægra en 2009, en skuldirnar sveiflast með gengi krónunnar. Orkuveitan kynnir uppgjör fyrsta ársfjórðungs nú í vikunni. - gag Sá óvenjulegi atburður átti sér stað í gær að gæsluvarðhaldsúrskurður yfir tveimur föngum, Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni, var kveðinn upp á fangelsinu á Litla Hrauni en ekki í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi eins og venjan er þegar fangar eru annars vegar. Annþór Kristján og Börkur voru úrskurðir í þriggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa ráðið öðrum fanga bana í fangelsinu í síðustu viku. Maðurinn lést vegna innvortis blæðinga sem urðu til vegna bar- smíða. Annþór og Börkur voru þeir einu sem sáust á eftirlitsmyndavélum við klefa manns- ins í kringum þann tíma sem andlát hans bar að. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst var það mat lögreglunnar að ekki væri á hættandi að flytja Börk til Selfoss þar sem hann hafði lent í slagsmálum við lögreglu á miðvikudag- inn, þegar krafan um gæsluvarðhald var tekin fyrir. Annþór Kristján og Börkur hafa haft í mörg horn að líta undanfarnar vikur. Þeir rufu báðir reynslulausn þegar þeir voru handteknir í síðasta mánuði vegna gruns um aðild að líkamsárás og frelsissviptingu. Annþór hafði nýlokið afplánun fjögurra ára dóms vegna fíkniefnasmygls en Börkur fimm og hálfs árs dóms vegna tilraunar til manndráps með exi. Í fyrirtöku fyrir nokkrum dögum hrækti Börkur síðan á dómarann í málinu. -óhþ  DómsmáL tveIr hrottar í gæsLuvarðhaLD Börkur ekki hæfur til ferðalaga gæsluvarðhaldsúrskurður yfir föngunum tveimur var kveðinn upp á litla hrauni. k æra sérstaks saksóknara á hendur tveimur lögreglumönn-um, Guðmundi Hauki Gunn- arssyni og Jóni Óttari Ólafssyni, vegna brots á þagnarskyldu í starfi hefur sett rannsókn á Vafningsmálinu í uppnám þar sem tvímenningarnir stýrðu rann- sókn málsins um leið og þeir skrifuðu skýrslu fyrir þrotabú Milestone. Vafn- ingsmálið snýst um 10 milljarða króna lántöku Milestone hjá Glitni og Sjóvá í febrúar 2008 og er fyrirtaka í því máli 6. júní næstkomandi. Auk þess er óvissa hjá embætti sér- staks saksóknara um stöðu rannsókna á málefnum Glitnis þar sem tvímenn- ingarnir unnu jafnframt fyrir skila- nefnd Glitnis um leið og þeir unnu að rannsókn á málum er tengjast bank- anum. Samkvæmt heimildum Fréttatímans telja Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason, sem ákærðir hafa verið fyrir aðkomu sína að Vafningsmálinu svo- kallaða, líklegt að sérstakur saksókn- ari neyðist til að fella málið gegn þeim niður þar sem grundvallarákvæði laga um rannsókn mála hafi verið brotin. Guðmundur Haukur og Jón Óttar komu sem lánsmenn til sérstaks saksóknara frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu árið 2009 og unnu að rannsókn kæru í tengslum við Vafningsmálið svokallaða. Þeir létu af störfum um áramót en unnu áfram fyrir sérstakan saksóknara sem verktakar. Samkvæmt heimildum Fréttatímans er atburðarás málsins á þá leið að í ágúst 2011 hafði skiptastjóri Milestone, Grímur Sigurðsson, samband við sér- stakan saksóknara og óskaði allra gagna í máli Milestone. Hann fékk þau afhent. Lögreglumennirnir tveir settu sig í kjölfarið í samband við Grím og réðu sig í framhaldinu sem verktakar til þrotabúsins. Á sama tíma stýrðu þeir rannsókn málsins fyrir sérstakan saksóknara. Guðmundur og Lárus voru kallaðir til yfirheyrslu í byrjun september og síðan aftur um miðjan október. Þann 2. nóvember skiluðu tví- menningarnir skýrslu sem er grund- völlur ákæru á hendur Lárusi og Guð- mundi sem gefin er út 15. desember. Heimildir Fréttatímans herma enn- fremur að Lárus og Guðmundur íhugi að höfða mál gegn sérstökum sak- sóknara á grundvelli þess að hann hafi brotið gegn mannréttindum þeirra við rannsókn málsins. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Glitnisrannsókn sérstaks í uppnámi Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari hefur kært fyrir brot á þagnarskyldu unnu ekki eingöngu skýrslu fyrir þrotabú Milestone á eigin vegum á meðan þeir störfuðu við rannsókn mála þeim tengdum, heldur unnu þeir einnig fyrir skilastjórn glitnis. Fyrir vikið eru rannsóknir sérstaks saksóknara á málum tengdum glitni í uppnámi. glitnismenn búast við niðurfellingu. guðmundur Haukur gunnarsson. Ljósmynd af heimasíðu PPP. Jón Óttar Ólafsson. Ljósmynd af heimasíðu PPP. Lögreglumenn sem unnu fyrir sérstakan saksóknara að rannsókn mála tengdum glitni hafa komið rannsókn málanna í uppnám því þeir unnu samhliða störfum sínum hjá sérstökum saksóknara fyrir skilastjórn glitnis og þrotabú Milestone. Ljósmynd/Hari 2 fréttir Helgin 25.-27. maí 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.