Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Qupperneq 20

Fréttatíminn - 25.05.2012, Qupperneq 20
Léttöl 14 dagar þangað til gleðin byrjar Fylgstu með okkur á facebook.com/carlsberg Þýski framherjinn Mario Gomez þykir vera líklegastur til að verða markakóngur Evrópumótsins í sumar samkvæmt veðmálasíðunni Betsson. Tveir hollenskir framherjar, Robin Van Persie og Klaas Jan Huntelaar, eru á meðal fjögurra líklegustu. Robin Van Persie 10/1 Van Persie valinn besti leikmaður í ensku úrvals- deildinni á nýastöðnu tímabili. Hann skoraði þrjátíu mörk í deildinni og alls 37 mörk í 47 leikjum. Öll bestu lið Evrópu vilja fá þennan frábæra hollenska framherja í sínar raðir í sumar en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal. Cristiano Ronaldo 13/1 Ef ekki væri til leikmaður sem heitir Lionel Messi þá væri Ronaldo yfirburðaleikmaður í heiminum. Hann skoraði 46 mörk í 38 deildarleikjum með Real Madrid og alls 60 mörk í 55 leikjum á þessu tímabili. Hann líður að einhverju leyti fyrir það að portúgalska liðið er ekki jafnsterkt og þau allra bestu, Þýskaland, Holland og Spánn. Klaas Jan Huntelaar 14,5/1 Eftir martraðarár hjá Real Madrid og AC Milan hefur Huntelaar heldur betur fundið fjölina sína hjá Schalke. Hann skoraði 48 mörk í 47 leikjum á nýafstöðnu tímabil og hefur skorað í þremur landsleikjum Hollendinga í röð. Framlína Hollendinga með hann og Van Persie saman er ekki árennileg. Karim Benzema 17/1 Benzema er kannski mesti markaskorari Evrópu en hann átti frábært tímabil með Real Madrid. Hann skoraði 32 mörk í 52 leikjum og í ljósi þess að hann er framherji númer eitt hjá Frökkum telja menn hann líklegan til að skora mikið. Gomez líklegastur til að verða markakóngur Þótt framherjinn Mario Gomez hafi sennilega átt sinn lélegasta leik á tímabilinu á laugardaginn þegar lið hans Bayern München tapaði fyrir Chelsea í úrslitaleik meistara- deildar Evrópu um síðustu helgi þá leikur enginn vafi á því að hann er einn besti fram- herji Evrópu í dag. Og menn hafa ekki misst trú á honum því veðmálarisinn Betsson er á því að Gomez sé líklegastur til að skora flest mörk allra á Evrópumótinu sem hefst 8. júní. Líkurnar á því að Gomez verði markakóngur eru 8/1 og skýtur hann mönnum eins og Robin Van Persie, Cristiano Ronaldo og heimsmeistarakeppnismarka- maskínunni Miroslav Klose ref fyrir rass. Og það er kannski ekki skrýtið. Gomez skoraði 26 mörk í þýsku deildinni, tvö mörk í bikarnum og þrettán mörk í meistaradeildinni – alls 41 mark í 52 leikjum. Gomez er framherji af gamla skólanum. Hans helsta athafnasvæði er inni í teignum og í kringum hann. Og þar er hann eitraður eins og andstæðingar hans hafa fengið að kynnast. Fernando Torres 20/1 Torres vill væntanlega gleyma þessu tímabili sem fyrst. Hann gekk í gegnum helvíti og skoraði aðeins ellefu mörk í 46 leikjum. Þó mátti greina meira líf á tanki Torres undir lok tímabilisins sem gefur fyrirheit fyrir Evrópumótið. Torres var hetjan á síðasta Evrópumóti og græðir nú á því að David Villa er meiddur. Fernando Llorente 20/1 Llorente gengur undir nafninu Konungur ljónanna vegna fram- göngu sinnar á vellinum. Þessi 195 sentimetra fram- herji Athletic Bilbao er einn sá eftir- sóttasti í Evrópu og vart líður sá dagur sem hann er ekki orðaður við stórlið úr álfunni. Hann skoraði 29 mörk í 51 leik í vetur og berst við nafna sinn Torres um fram- herjastöðuna hjá Spáni. Miroslav Klose 20/1 Klose er landsliðsmaður í orðisins fyllstu merkingu. Honum gengur mikið mun betur með þýska landsliðinu en félags- liðum sínum. Hann skoraði 16 mörk í 33 leikjum fyrir Lazio á Ítalíu í vetur en skoraði níu mörk í sex leikjum fyrir þýska liðið í undankeppni EM og hefur skorað 14 mörk í þremur heimsmeistarakeppnum. Þegar hann klæðist þýska búningnum er hann alltaf líklegur til að skora. Markakóngar EM frá upphafi 2008 David Villa, Spáni 4 2004 Milan Baros, Tékklandi 5 2000 Patrick Kluivert, Hollandi 5 Savo Milosevic, Serbíu 5 1996 Alan Shearer, Englandi 5 1992 Henrik Larsen, Danmörku 3 Karlheinz Riedle, Þýskalandi 3 Dennis Bergkamp, Hollandi 3 Tomas Brolin, Svíþjóð 3 1988 Marco Van Basten, Hollandi 5 1984 Michel Platini, Frakklandi 9 1980 Klaus Allofs, V-Þýskalandi 3 1976 Dieter Müller, V-Þýskalandi 4 1972 Gerd Müller, V-Þýskalandi 4 1968 Dragan Dzajic, Júgóslavíu 2 1964 Jesús María Pereda, Spáni 2 Ferenc Bene, Ungverjalandi 2 Dezso Novák, Ungverjalandi 2 1960 Francois Heutte, Frakklandi 2 Valentin Ivanov, Sovétríkjunum 2 Viktor Ponedelnik, Sovétríkjunum 2 Milan Galic, Júgóslavíu 2 Drazan Jerkovic, Júgóslavíu 2 20 fótbolti Helgin 25.-27. maí 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.