Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 42
6 ÍSLENSKT GRÆNMETISUMAR 2012 Vissir þú ... að paprikan er svo rík af C -vítamíni að hún jafnast á við fjórar appelsínur? ... að paprikur geymast best við 15° - 18°hita? ... að paprikur eru algjörlega fitusnauðar og innihalda lítið af kaloríum? ... að paprikan á að vera þétt og föst í sér og með fallegum og sterkum lit þegar hún er keypt? ... að prikan verður fyrst græn áður en hún breytir um lit? ... að paprikan inniheldur B vítamín? ... að paprikur eru til í gulum, rauðum,grænum, appelsínugulum, fjólubláum og meira að segja brúnum lit? Paprikuplantan er upprunnin í Mið-Ameríku og Suðaustur-Asíu. Spánverjar fluttu hana með sér frá Ameríku til Evrópu á sautjándu öld. Það var svo ekki fyrr en eftir síðari heimsstyrjöldina að hún barst til norðanverðrar Evrópu. Orðið paprika er dregið af latneska orðinu piper og gríska orðinu piperi, sem þýðir pipar. Á hebresku er heitið paprika og á japönsku papurika. Lengi vel var paprika mest ræktuð í Ungverjalandi, Búlgaríu, Rúmeníu og Miðjarðarhafslöndunum en nú eru vinsældir hennar það miklar að hún er ræktuð í flestum löndum Evrópu, bæði utandyra og í gróðurhúsum. Paprikan er af náttskuggaætt (Solanaceae) og því náskyld eggaldini, tómat og kartöflu. Í öllum tegundum papriku er kapsikín, efnið sem gefur þeim hið sterka og einkennandi bragð. Það finnst einkum í fræjunum og himnum innan í aldininu. Úr þessum hlutum aldinsins í kryddpapriku er unnið svokallað chilli duft. Himnurnar og fræin eru einnig nokkuð bragðsterk í venjulegri papriku. Paprika er samheiti yfir aldin tegundarinnar capsicum annuum sem eru stór og mild á bragðið. Til eru margar gerðir af papriku sem eru ólíkar að stærð, lögun og lit en einnig er talsverður munur á bragðinu. Plantan myndar fyrst græn aldin sem síðan verða rauð, gul, appelsínugul, hvít eða dökkfjólublá þegar þau eru fullþroskuð. Rauð og gul paprika er því í raun fullþroskuð græn paprika sem hefur skipt um lit. Við meiri þroska eykst sætuinnihald aldina en efnið kapsikín minnkar, þannig að lituð aldin eru að jafnaði bragðbetri en þau grænu. Sérstök sæt paprika er ræktuð hér á landi og er mjög vinsæl. Hún er í laginu eins og litla kryddpaprikan (chilli), en miklu stærri. Kryddpaprika myndar minni aldin en verjuleg paprika en er mun bragðsterkari. NæriNgargildi Best er að fá vítamín og steinefni úr fæðunni og þá sérstaklega úr grænmeti og ávöxtum. Allt grænmeti er hollt fyrir líkamann en dökkt og litsterkt grænmeti er almennt næringarríkara en það ljósara. Paprika er mjög rík af C vítamíni. Í rauðum aldinum er þrisvar sinnum meira C vítamín en í appelsínum og í grænum aldinum tvöfalt meira af C vítamíni en í appelsínum. Í papriku er einnig mikið af A vítamíni, B vítamíni, steinefnum og trefjum. Grænar og gular paprikur eru mjög ríkar af beta-karótíni sem umbreytist í A-vítamín í líkamanum. Beta-karótín flokkast sem andoxunarefni og ver frumur líkamans gegn slæmum áhrifum súrefnis og mengunar. Einnig er talið að andoxunarefni eins og beta-karótín og C-vítamín minnki hættu á myndun krabbameins í líkamanum auk þess að draga úr oxun LDL kólesteróls í æðum sem hefur bein áhrif á lægri tíðni kransæðasjúkdóma. Í paprikku eru einnig svokölluð plöntuefni (phytochemicals) sem flokkast ekki með vítamínum en efla varnir líkamans og auka C vítamín sprengjan Til eru margar gerðir af papriku sem eru ólíkar að stærð, lögun og lit en einnig er talsverður munur á bragðinu. Paprika er mjög rík af C vítamíni. Í rauðum aldinum er þrisvar sinnum meira C vítamín en í appelsínum. heilbrigði hans. Í papriku, eins og öllu grænmeti, eru trefjar sem eru nauðsynlegar fyrir heilbrigði meltingarkerfisins. Paprikur má nota á óteljandi vegu. Hráar eru þær notaðar í salöt, sem álegg ofan á brauð, með ostum og kexi eða með ídýfu. Paprikur eru einnig ljúfengar í kjöt- og fiskrétti, pastarétti, grænmetisrétti, súpur, á grillið og fylltar t.d. með kjöti og hrísgrjónum. Paprikur eru sérlega góðar með tómötum og ólífuolíu og í ýmis konar kryddlegi. Paprika er hitaeiningasnauð, í 100g eru 36 hitaeiningar (kcal). geymsla Geymsluþol papriku er nokkuð mismunandi, þó geymast græn óþroskuð aldin best. Réttur hiti er 8 – 12 °C. Papriku hættir nokkuð til að tapa vatni í þurru lofti. Hún þolir illa að vera nálægt vörum sem mynda etýlen t.d.eplum, tómötum og perum. 5 stk rauðar paprikur 2 stk rauðar kartöflur 1 vorlaukur ½ lítri vatn Olífuolía Hvítlaukssalt og pipar Saxið grænmetið mjög smátt setjið í pott og brúnið í olíunni. Vatni bætt út í. Sjóðið í 35 mínútur. Kryddið eftir smekk. Maukið súpuna með töfrasprota. Upplögð hressing þar sem þetta er sannkölluð C vítamín sprengja. - HS 6-8 íslenskar paprikur í mismunandi litum 6 msk ólífuolía 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt nýmalaður pipar salt 1-2 msk furuhnetur nokkur basilíkublöð (má sleppa) Útigrill eða grillað í ofninum, hitað og paprikurnar grillaðar við góðan hita, þar til hýðið er allt orðið svart. Snúið öðru hverju svo að þær grillist jafnt. Þeim er svo stungið í bréfpoka eða settar í skál og plast breitt yfir. Látnar standa í um 5 mínútur og þá ætti að vera auðvelt að fletta hýðinu af þeim. Best er að gera þetta yfir sigti svo að safinn fari ekki til spillis. Skerið grilluðu paprikurnar í breiðar ræmur og raðið á disk. Hrærið paprikusafanum saman við ólífuolíu, hvítlauk, pipar og salt og hellið yfir paprikurnar. Dreifið furuhnetum yfir og skreytið með basilíkublöðum sem skorin hafa verið í ræmur. Berið paprikurnar t.d. fram sem forrétt eða sem meðlæti með grilluðum mat. Einnig má skera þær í mjórri ræmur og nota þær og olíuna út á pasta. - NR Paprikusúpa Grillað paprikusalat paprikur Karrýkryddaðir paprikubitar 2 stk paprika 1/2 tsk rifið engifer 2 msk karrýduft 1/2 tsk madras karrýduft 1 stk hvítlauksrif (fínt saxað) Olía til steikingar salt og cayennapipar Skerið paprikuna í bita. Hitið olíu á pönnu og létt brúnið smátt saxað engiferið, karrýið og saxaðann hvítlaukinn. Bætið paprikunni út á og eldið í 1 mín. Smakkið til með cayennapipar og salti. - HS Kuskus fylltar paprikur 4 stórar paprikur, gjarna mismunandi litar 3 msk ólífuolía 200 g kúskús vatn eftir þörfum safi úr 1 sítrónu nýmalaður pipar salt 150 g konfekttómatar (eða venjulegir) 2 vorlaukar ½ knippi steinselja, söxuð 1 ostarúlla með mango og jalape Ofninn hitaður í 180°C. Paprikurnar skornar í tvennt eftir endilöngu, stilkur, kjarni og fræ fjarlægt og þær síðan penslaðar með 1 msk af olíu og raðað í eldfast mót. Kúskúsið sett í skál, sjóðandi vatni hellt yfir samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum og látið standa í um 5 mínútur. Þá er sítrónusafa, 2 msk af olíu, pipar og salti hrært saman við. Tómatarnir, vorlaukurinn og steinseljan söxuð smátt og blandað saman við. Paprikurnar fylltar með kúskúsblöndunni og síðan er ostarúllan skorin í sneiðar og 1-2 sneiðar settar ofan á hvern paprikuhelming. Sett í ofninn og bakað í 20-25 mínútur. Borið fram með grænu salati (t.d. grand-salati) og góðu brauði. - NR Vi g fÚ S Bi rg iS SO n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.