Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Síða 58

Fréttatíminn - 25.05.2012, Síða 58
50 heilsa Helgin 25.-27. maí 2012  Hollusta Mikilvægasta líffærið tvær nýjar bragðtegundir! E N N E M M / S ÍA / N M 51 72 7 Ný bragðteguNd- bÉarNaise Ný bragðteguNd- sítróNa og Karrí Upplýsingar í síma 50 1010 1. ostrur Ostrur eru ríkar af sínki og járni sem hjálpa til við að halda heilanum skörpum og minninu í lagi. Sýnt hefur verið fram á að sínk og járn hjálpa til við einbeitni og að muna upplýsingar. Skortur á sínki og járni getur leitt til minnistaps, slæmrar einbeitingar sem og annarra líkamlegra einkenna. 2. Heilkorn Flestir vita hve mikilvæg heilkorn eru fyrir melt- inguna. Færri gera sér hins vegar grein fyrir því hversu veigamikil þau eru fyrir heil- ann. Heilhveiti, hveitiklíð og hveitikím er ríkt af fólínsýru sem og brún hrísgrjón, hafr- ar, bygg og fleiri korntegund- ir. Þær eiga það sameiginlegt að auka blóðflæði til heilans sem eykur jafnframt heila- starfsemina. Þær innihalda einnig B6 vítamín, þíamín, sem bætir minnið. 3. te Gleymdu kaffinu á morgnana – fáðu þér heldur tebolla. Nýuppáhelt grænt eða svart te er sérstaklega gott fyrir heilastarfsemina því það er fullt af sérstakri tegund af andoxunarefni sem nefnist á ensku catechins. Þessi an- doxunarefni hjálpa til við að halda heilanum skörpum en hjálpa einnig heilanum við að vinna gegn andlegri þreytu. 4. Egg Heilinn skreppur saman þeg- ar við eldumst en við getum brugðist við þessari þróun með því að borða egg. Það er vegna þess að egg eru full af B12 vítamínum og lesitíni. B12 vítamín hjálpar gegn heilarýrnun sem oft sést meðal Alzheimersjúklinga. 5. túrmerik Kryddaður matur er góður fyrir heilann, ekki síst ef not- uð eru austurlenskar krydd- blöndur, svo sem karrí. Aðal- innihaldið í þeim er kryddið túrmerik sem inniheldur curcumin sem er fullt af andoxunarefnum sem sporna gegn öldrun heilans. 6. Ber Ef þú ert ekki mikið fyrir grænmeti ertu vonandi ávaxtamanneskja því ávextir, og þá sérstaklega ber, eru mjög góð fyrir heilaheilsuna. Bláber eru, til að mynda, þekkt fyrir sinn þátt í að bæta hreyfigetu sem og námsgetu enda eru þau sögð bestu berin fyrir heilann. Flest ber eru þó stútfull af andoxunarefnum sem hægja á öldrun og því góð fyrir heilann. Ber eru ofurfæði og innihalda fisetín og flavenoid sem gagnast til að bæta minni og hjálpar til við rifja upp liðna viðburði. Fæða sem heilar heilann Við höfum öll heyrt orðatiltækið „þú ert það sem þú borðar“. Við vitum svo sem alveg nú orðið hvað er hollt og hvað er óhollt fyrir líkamann – en hvað með fæðu sem er góð fyrir mikilvægasta líffærið – heilann? Hér er topp-tíu listi yfir fæðutegundir sem þið ættuð að fá á heilann ef þið viljið heila heilann. Næringarinnihald í einum bolla af hráum tómötum (180 g):tómatar Næringarefni Hlutfall af ráðlögðum dagsskammti C-vítamín 38.1% A-vítamín 29.9% K-vítamín 17.7% Kalíum 12.1% Mólýbden 12% Mangan 10.5% Trefjar 8.6% B6-vítamín 7% Fólínsýra 6.7% Kopar 5.5% B3-vítamín 5.3% Magnesíum 4.9% E-vítamín 4.8% B1-vítamín 4.6% Fosfór 4.3% Prótein 3.1% Tryptófan 3.1% Kólín 2.8% Járn 2.7% Hitaeiningar (32) 1% 67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.