Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Side 68

Fréttatíminn - 25.05.2012, Side 68
Helgin 25.-27. maí 201260 tíska 5 dagar dress „Ég er alltaf búin að ákveða í hverju ég ætla að klæðast kvöldinu áður,“ segir Anna Þóra Alfreðsdóttir 24 ára sem er að læra að verða tannlæknir. „Þegar ég leggst upp í rúm á kvöldin þá ákveð ég oftast í hverju ég ætla að klæðast næsta dag. En auðvitað getur það breyst. Það fer mikið eftir skapi. Ég nota mjög mikið af gömlum fötum, bæði sem ég finn af mömmu minni og jafnvel ömmu, og para það við eitthvað nýtt. Mér finnst mjög gaman að dressa mig upp og finnst mér bara allt ganga betur fyrir sig ef ég er ánægð með klæðarval dagsins. Þar sem ég er með annan fótinn í London kaupi ég eiginlega mín öll föt þar. Secondhand-búðir eru í miklu uppáhaldi hjá mér en svo finnst mér alltaf gaman að kíkja í þessar týpísku búðir eins og Zöru, Topshop og Urban Outfitters.“ tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Sjálfstæðinu fylgir útgeislun Ég get fullyrt það að við erum flest, ef ekki öll, fórnarlömb tískunnar. Það er kannski ekkert slæmt í sjálfu sér, því það sem slíkt hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda. Þó er mikilvægt að við getum staðið með sjálfum okkur þegar kemur að klæðavali og að við sköpum okkar eigin persónu- lega stíl samhliða því að fylgja tískunni. Sjálfstæði skipti máli. Okkur á að líða vel bæði í eigin skinni sem og fötunum sem við veljum okkur á hverjum degi. Því fötin okkar lýsa oft persónuleikanum. Það þýðir lítið að kaupa sér föt sem samfélagið segir okkur að fjárfesta í, ganga í þeim en líða ekki vel í þeim klæðum. Því sjálfstæðinu fylgir útgeisl- unin. Útgeislun viljum við flest hafa. Að mínu mati hefur tískan aldrei verið eins einhæf og einmitt núna í íslensku samfélagi. Það er eins og hún hafi náð að sameina allskonar týpur, sem áður voru hinar mestu andstæður og gert þær sem eitt. Fjölbreytnin er því lágmarki og sjálfstæðið í dvala um þessar mundir. Því miður. Um þetta er vitaskuld ekki hægt að alhæfa, því að sjálfsögðu er til fólk úti í samfélaginu sem er alveg sama hvað öðrum finnst, fylgir ekki tískunni heldur sínu innsæi. Vonandi fer slíkur hugsunar- háttur að komast í tísku og að fjölbreytnin mun þá aðeins færast í aukana. Þriðjudagur Skór: Gs Skór Kjóll: Keyptur í Osló 1994 Belti: Frá mömmu Taska: Vero Moda Mánudagur Skór: Rauði Krossinn Buxur: Topshop Jakki: Jofama Klútur: Gjöf frá ömmu Miðvikudagur Skór: Manía Buxur: Topshop Jakki: Topshop Skyrta: Asos Hanskar: Kooples Fimmtudagur Skór: Manía Kjóll: Zara Jaki: Einvera Veski: Álaskinn Föstudagur Skór: Gamlir af ömmu Buxur: Tops- hop Bolur: frá vinkonu Skyrta: Spútnik Gleraugu: Brik road Blandar gömlu og nýju saman Nýr söluvefur fyrir íslenska tískuunnendur Vefsíðan fataskipti.is er orðin vinsæl meðal íslenskra tískuunnenda, en þar má selja fötin og kaupa föt sem og skipta á fötum við aðra seljendur. Stofna má aðgang sér að kostnaðar- lausu og því geta allir stofnað aðgang og byrjað á sumarhreingerningu án frekari tafar. Á vefsíðunni er hægt að finna bæði kvenmanns- og karlmanns- flíkur, barnafatnað og aðrar vörur sem ekkert endilega tengjast klæðnaði. Naglalakksfyrirtækið Ruffain, sem þekkt er fyrir að hanna gervineglur með hálf- mánamynstri, vinnur nú að nýrri sumarlínu fyrir snyrtivörufyrirtækið MAC. Línan mun saman- standa af fallegum hálfmánamynstruðum nöglum í öllum litum og varalit í stíl og hefur fyrirtækið þegar kynnt hluta framleiðsl- unnar. Línan mun vera væntanleg á Banda- ríkjamarkaði í lok júní og mun hluti hennar koma hingað til lands nokkrum vikum síðar. Verst selda tölublað Vogue frá upphafi Söngkonan Adele, sem hefur selt í kringum 17 milljónir platna, er ekki eins góð að selja tímarit og koma tónlist á framfæri. Söngkonan prýddi forsíðu breska tímaritsins Vogue síðastliðinn október og reyndist það verst selda tölublað Vogue tímaritsins frá upphafi. Ritstýra tíma- ritsins, Alexandra Shulman, segir að tónlistarstjörnur hafi aldrei verið vinsælar á forsíðu tímarita. „Þrátt fyrir að Adele sé ein vinsælasta kona heims um þessar mundir virðist sem fólk hefur ekki að áhuga að fjárfesta í tímariti með henni á forsíðu.“ Ný naglalína frá Mac

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.