Fréttatíminn - 28.09.2012, Síða 2
Smurostar
við öll tækifæri
ms.is
... ný bragðtegund
H
VÍ
TA
H
Ú
SI
Ð
/
SÍ
A
- 1
1-
05
09
Ný bragðtegund
með
pizzakryddi
Ný viðbót í ...
... baksturinn
... ofnréinn
... brauðréinn
... súpuna
eða á hrökkbrauðið
Fjáröflun leikskóla fór
í dúkkur á deildirnar
„Fallega gert,“ segir Haraldur Gíslason,
formaður Félags leikskólakennara, en
Sjónarhóll – félag fyrir sérstök börn til betra
lífs, hefur gefið öllum leikskólum landsins
dúkkuna Engilráð og brosbókina um hana.
Það gerði Sjónarhóll fyrir peningana sem
Halldór Halldórsson, formaður Sambands
íslenskra sveitarfélaga, færði félaginu með ávísun að andvirði 363 þúsund krónur.
Féð gáfu leikskólakennarar sveitarfélögum. Það var afrakstur styrktartónleika
sem leikskólakennarar stóðu fyrir í fyrrasumar í aðdraganda boðaðs verkfalls fyrir
sveitarfélögin svo þau gætu bætt bág kjör þeirra. „Þetta er komið góðan hring,“ segir
formaðurinn. - gag
S njólaug Ósk Björnsdóttir er 15 ára og hefur verið lögð í einelti frá því hún flutti til Egilsstaða frá Húsavík þegar hún var
á tíunda ári. Hún birti mynd af sér á Facebook-
síðu sinni með tilkynningunni: „þó ég sé feit,
ljót og strákaleg hvað á ég að gera í þessu?
ég á allavega ekki að vera lögð í einelti vegna
þess að einelti lagar ekkert sorry ákvað að
koma þessu hingað en ef ykkur“ finnst þetta
asnalegt þá má ykkur finnast það mér er alveg
sama. :´( plízz hættiði að leggja mig í einelti er
komin með nóg. :´( “
Snjólaug segist hafa séð mynd hjá stúlku á
Facebook sem gerði álíka. „Ég ákvað að sýna
þessari stelpu og öllum hvernig mér líður,“
segir Snjólaug. „Hún gaf mér kjark til þess,“
bætir hún við.
Snjólaug hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð
við birtingu yfirlýsingar sinnar. „Ég sé núna
að það eru miklu fleiri sem standa með mér en
sem leggja mig í einelti,“ segir hún.
Aðspurð segist hún ekki hafa fengið afsök-
unarbeiðni frá neinum þeirra sem lögðu hana
í einelti, fyrrverandi skólabræðrum sínum.
Hún myndi hins vegar gjarnan vilja það. „Þeir
eru ekki einu sinni búnir að „læka“ myndina
eða deila henni. Þeir þora það ekki því þeir
vita hvað þeir gerðu og þeir vita hvernig mér
líður,“ segir Snjólaug.
Hún er ekki sú eina sem gripið hefur til
þessa ráðs.
Agnes Birgisdóttir setti eftirfarandi status
á Facebook-síðu sína: „Ákvað að segja mína
skoðun eins og þessar hugrökku stelpur á
undar mér. Þótt að ég sé feit og ljót, bólu-
grafin og asnaleg, þýðir ekki að þið þurfið að
vera að tala um það! Kannski vitið þið ekki
hvernig þetta er fyrir okkur sem þurfa að fara
í skólann á hverjum degi, vitandi af ykkur að
baktala mann. Sumir eru voða nice, en aðrir
ekki. Einelti er slæmt! Hvernig getið þið ekki
fattað það?! [...].“
Þórkatla, sem segist á Facebook vera dóttir
foreldra sinna, þakkar Snjólaugu fyrir að hafa
veitt sér innblástur til að koma fram og segja
frá einelti í sinn garð. „Ég var lögð í einelti og
mér leið hræðilega með sjálfa mig. Ég var nið-
urbrotin, sjálfstraustið í mínus og fannst eins
og það væri eitthvað að mér, að þetta væri mér
að kenna [...] Orð særa, það er bara þannig.
[...] Berjumst gegn einelti öll sem eitt!“
Helga Guðný er einnig komin með nóg:
„Þótt ég sé feit, með latt auga, bólur, klæði
mig fáránlega að ykkar mati og sé með skrýtið
nef þá á ég ekki skilið að þið leggið mig í
einelti. [...] Ég veit að bróðir minn er einhverf-
ur en þið þurfið ekki að stríða mér útaf því í
nánast hvert einasta skipti sem þið hittið mig.
Hann ákvað ekkert að fæðast svona og hann
getur líka alveg verið yndislegur þið þekkið
hann ekkert. Svo hættið þessu bara. Ég á ekki
heldur að þurfa að berjast í gegnum hvern
einasta dag og fara með kvíðahnút í maganum
í skólann vegna þess að ég sé hrædd um að
þið rakkið mig niður í skólanum [...] Þótt ég
brosi þarf ekki allt að vera yndislegt! Einelti er
ógeðslegt og enginn vill verða fyrir því!“
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
EinElti ÞolEndur EinEltiS Stíga fram og vEita hvEr öðrum kjark
Fórnarlömb eineltis
stíga fram og segja stopp
Orð
særa,
það er
bara
þannig.
Í það minnsta fimm stúlkur á aldrinum 14- 17 ára hafa nýverið stigið fram og hver um sig
mótmælt því opinberlega á samskiptamiðlum að vera lagðar í einelti. Skilaboð þeirra allra eru
áþekk: „Hættið að leggja mig í einelti!“
Snjólaug Ósk
Þórkatla
Helga Guðný
forSEtakjör frEStur forSEtaframbjóðEnda til að Skila uppgjöri að rEnna út
Ari Trausti sá eini sem hefur skilað uppgjöri
Höskuldur
Daði
Magnússon
hdm@
frettatiminn.is
Ari Trausti Guðmundsson er eini frambjóð-
andinn til embættis forseta Íslands í sumar
sem skilað hefur uppgjöri vegna kosninga-
baráttunnar til Ríkisendurskoðunar. Þetta
staðfesti Lárus Ögmundsson, yfirlögfræðingur
Ríkisendurskoðunar, í samtali við Fréttatím-
ann.
Útdráttur úr uppgjöri Ara Trausta hefur
verið birtur á vef Ríkisendurskoðunar. Þar
kemur fram að kostnaður við framboðið nam
alls 1.789.167 krónum. Þar af voru framlög
lögaðila 785 þúsund krónur, framlög 37 ein-
staklinga námu 516.500 krónum en Ari Trausti
lagði sjálfur fram 487.668 krónur.
Í útdrættinum er getið um þau fyrirtæki sem
styrktu framboð Ara Trausta. Hæsta framlagið
þar nemur 200 þúsund krónum. Mesta athygli
vekur þó framlag upp á 180 þúsund krónur frá
Vesturkoti ehf. Það er félag um rekstur hrossa-
ræktarbúsins Vesturkots á Skeiðum. Vesturkot
er í eigu Finns Ingólfssonar, fyrrum ráðherra
og Seðlabankastjóra, og eiginkonu hans og er
það skráð á einkahlutafélagið Fikt, samkvæmt
frétt Viðskiptablaðsins í mars á þessu ári.
Frambjóðendum til embættis forseta Íslands
ber að skila yfirlýsingu og eftir atvikum upp-
gjöri til Ríkisendurskoðunar fyrir 30. septem-
ber 2012. Að sögn Lárusar varða brot á þeim
reglum sektum og jafnvel fangelsi eftir alvar-
leika brotanna.
Ari Trausti Guðmundsson hefur
skilað uppgjöri vegna forsetafram-
boðs síns, einn frambjóðenda. Hann
þáði styrk upp á 180 þúsund krónur
af félagi í eigu Finns Ingólfssonar.
Nærri 90 milljónir
í hinar ýmsu
borgarhátíðir
Borgin styrkir Blúshátíð í Reykjavík, Bók-
menntahátíðina, Food and Fun og Myrka
músíkdaga um tvær milljónir króna í ár
og næstu tvö; samtals sex fyrir hverja
hátíð. Hönnunarmars um fimm milljónir
á ári til 2014. Tónlistarhátíðina Iceland
Airwaves um tíu milljónir á ári næstu
þrjú, með þessu. Og RIFF kvikmynda-
hátíðina um níu milljónir í síðasta sinn
auk þess að greiða 120 þúsund króna
greiðslu fyrir setu fulltrúa borgarinnar
í nefnd hátíðarinnar. Þá fær Jazzhátíð
í Reykjavík þrjár milljónir í ár og næstu
tvö, samtals níu. Samtals eru þetta
rúmar 87 milljónir til þessara rótgrónu
hátíða í borginni sem tryggir þær árin
2012, 2013 og 2014.
Jóhanna ætlar að
hætta
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra tilkynnti um í gær að hún
ætli að hætta þátttöku í stjórn-
málum að loknu þessu kjörtímabili.
Hún mun því ekki gefa kost á sér
í næstu alþingiskosningum sem
fram fara í vor.
Í bréfi sem hún sendi flokksmön-
num Samfylkingarinnar í gær segir
hún:
„Þessi tæplega fjögur ár hafa ve-
rið átakamikil og þung í skauti fyrir
mig eins og alla þjóðina en einnig
gefandi, ekki síst að undanförnu
þegar árangur erfiðisins hefur
sífellt komið skýrar í ljós. [...] En
allt hefur sinn tíma, líka minn tími
í stjórnmálum sem er orðinn ansi
langur og viðburðaríkur.“
2 fréttir Helgin 28.-30. september 2012