Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.09.2012, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 28.09.2012, Blaðsíða 24
Hagkvæmir heimilisbílar Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is Nú getur þú kíkt á ergo.is og kynnt þér yfir 50 nýjar tegundir grænna bíla og kosti grænna bílalána. 1Blönduð eyðsla á hverja 100 km 2Rekstur í eitt ár á meðalstórum fólksbíl m.v. að bensínverð sé 243 kr., dísilverð 243 kr. og akstur á ári 20.000 km Árgerð 20052 sjálfskiptur · bensín Árgerð 20122 beinskiptur · dísil Sparnaður á ári 228.420 kr.Eyðsla1 218.700 kr. 4,5 l 447.120 kr. 9,2 l - = 24.480 kr.Bifreiðagjöld 9.760 kr.34.240 kr. - = 2.040 kgCO2 útblástur 2.380 kg 119 g/km 4.420 kg 221 g/km - = E N N E M M / S ÍA / N M 5 3 4 2 3 leiðast út í glæpi. Rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun og rétt þjón- usta dregur úr líkunum á því að fólk með raskanir lendi í vandræð- um síðar á lífsleiðinni. Haukur Einarsson, sálfræð- ingur hjá Fangelsismálstofnun, segir að raskanir á borð við ADHD og fíkniraskanir séu algengari hjá föngum en almennt gerist. Í nýlegri rannsókn sem gerð var á íslenskum föngum og ADHD kom í ljós að rúmlega helmingur fanga hafði reynst vera með ADHD í bernsku. Sex af hverjum tíu þeirra reyndust enn með einkenni ADHD á fullorðinsárum. Vildi fyrst ekki sérskóla Ásta segist hafa verið því mótfallin til að byrja með að senda son sinn í Brúarskóla. „Ég hélt að hann fengi fullnægjandi þjónustu í almennum skóla en svo reyndist ekki vera,“ segir hún. Sonur Ástu er í grein- ingarferli en hefur þegar fengið greiningu á skyldum röskunum. Skólar fara fram á greiningar til að veita börnum tilskilinn stuðning en greiningarferlið getur tekið mörg ár og á meðan fær barnið ekki þá þjónustu sem það hefur þörf fyrir. „Allt að tveggja ára bið er eftir forgreiningu á einhverfu og svo tekur við enn einn biðlist- inn til að fá fullnustugreiningu,“ segir hún. Hún segir að nýr bekkjarkenn- ari hafi meðal annars stuðlað að því að sonur hennar einangraðist félagslega. Það hafi kennarinn gert með því að útiloka drenginn til að mynda frá því að fara með bekknum í ferðalag. „Honum var þó ekki sagt frá því og var fullur tilhlökkunar að fara í ferðalög með vinum sínum. Ég fékk síðan símtal á föstudegi eftir skóla um að hann væri ekki velkominn í ferðalagið á mánudeginum. Skólinn bar við manneklu en ég veit að það var fyr- irsláttur. Auk þess hefði ég getað farið með honum sjálf ef ég hefði fengið lengri fyrirvara,“ segir hún. „Það er til einn og einn skóli með starfsfólk með sérþekkingu en langstærsti hluti kennara hefur ekki þekkingu á því hvernig takast á við börn með hegðunarerfiðleika og raskanir,“ segir Ásta. Þurfti að berjast í leikskóla Karlotta og Þorgerður taka undir þetta. Þorgerður er mjög sátt með þá þjónustu sem drengurinn henn- ar er að fá í skóla. Hún ákvað samt sem áður að senda hann í skóla í öðru hverfi þar sem hún vissi að börnum með einhverfugreiningu væri vel sinnt með þeim hætti sem henni hugnaðist fyrir barnið sitt. Hún leggur mikla áherslu á atferlisþjálfun sem hún segir að skili miklum árangri sé henni beitt markvisst og ákveðið. „Skóli drengsins hefur komið fyllilega til móts við þarfir hans og er ég mjög ánægð með þá þjónustu sem ég hef fengið. Við lentum hins vegar í miklum erfiðleikum í leik- skóla og mættum ótal veggjum þegar við börðumst fyrir því að hann fengi atferlisþjálfun,“ segir hún. Karlotta nefnir dæmi af sínum syni sem tók ósjaldan einhverf- uköst í skólastofunni. „Kennarinn var sífellt að reyna að halda honum ADHD er alþjóð- leg skammstöfun sem stendur fyrir Attention Deficit Hyperactivity Disorder eða athyglisbrestur og ofvirkni. Niðurstöður rannsókna hér- lendis og erlendis sýna að um 7,5 prósent barna greinast með athyglisbrest og ofvirkni. Telja má að sex þúsund börn á Íslandi séu því með ADHD. Orsakir athyglis- brests eru líf- fræðilegar og stafa af truflun boðefna í miðtaugakerfi og heila. Rannsóknir benda ennfremur til þess að þessi röskun gangi í erfðir. Rannsóknir benda til þess að erfðir skýri um 75-95% einkenna ADHD. Börn og ung- lingar með ADHD eiga erfitt upp- dráttar bæði náms- lega og félagslega. Um 50-70% þeirra eru áfram með einkenni athyglis- brests og ofvirkni sem fullorðin og um 30% þeirra þróa með sér al- varleg sálfélagsleg vandamál og ánetj- ast vímuefnum. Rannsóknir sýna ennfremur fram á að um helmingur fanga á Íslandi uppfyllir eða hefur á lífsleiðinni upp- fyllt greiningarvið- mið um ADHD. Um ADHD Nemendur með sérþarfir er að finna í nær öllum bekkjum í grunnskólum landsins. Foreldrar sem standa að stofnun Daumakerfisins telja kennara ekki alla í stakk búna til þess að veita börnunum viðunandi þjónustu þrátt fyrir góðan vilja. Ljós- mynd/NordicPhotos/GettyIMages Um 700 nemendur í Reykjavík eru með grein- ingar um alvarlega fötlun og röskun í almennum grunnskólum borgarinnar en það er 5 prósent nem- enda. Allir umsjónarkenn- arar og kennarar sinna þeim börnum sem stunda nám í grunnskólunum og eru með greiningar. Nemendur með sérþarfir eru í öllum grunnskólum borgarinnar og í flestum bekkjardeildum. Nemendur með greiningar í öllum bekkjum Þessar greiningar skiptast þannig:  ADHD og skyldar raskanir 35.2 prósent  Einhverfa og einhverfurófsraskanir 29 prósent  Alvarleg málhömlun 10.3 prósent  Skynhamlanir (Heyrnar- og sjónskerðing) 3.8 prósent  Hreyfihamlanir 3.8 prósent  Þroskahamlanir 15.1 prósent  Langveikir nemendur og nemendur með greiningar sem ekki falla undir vinnu- reglur um úthlutun 2.8 prósent 24 viðtal Helgin 28.-30. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.