Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.09.2012, Síða 34

Fréttatíminn - 28.09.2012, Síða 34
/peacething Miðasala: www.peacething.is -Hvert er þitt hlutverk? Á meðal fyrirlesara eru: Edda Björgvinsdóttir Jákvæð samskipti dauðans alvara Mazen Maarouf Friður og ICORN verkefnið Silja Bára Ómarsdóttir Ísland og friður Steinþór Pálsson Friður og samfélagsleg ábyrgð landi en þar var til- tekið að eina megin- skýringu á auknum farþegafjölda til og frá Íslandi mætti rekja til leiðakerfis- ins sem Flugleiðir byggðu upp á árunum eftir 1987. Flug- farþegum fjölgaði þannig hlutfallslega meira til og frá Kefla- víkurflugvelli en t.d. um Kastrupflugvöll við Kaupmannahöfn. Á árunum 1994 til 2000 jókst tíðni flug- ferða til og frá Íslandi um 85%. Ein mikil- væg forsenda stefnu- breytingar Flugleiða lá í ákvörðun frá árinu 1987 um endur- nýjun flugflotans og önnur forsenda þess að félagið gat byggt Keflavíkurflugvöll upp sem skipti- stöð var opnun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar árið 1987. Í skýrslu Oxford Economics frá árinu 2010 var komist að þeirri niðurstöðu að hinar góðu flugsam- göngur, ekki síst við stóra markaði eins og London og New York, hefðu mikinn ávinning í för með sér. „Samþætting Íslands við net alþjóð- legra flugsamgangna gerbreytir möguleikunum fyrir íslenskt hag- kerfi,“ sagði þar. Áhrif á ímynd svæðis og sjálfs- mynd heimamanna „Veigamikill liður í því að tekist hef- ur að byggja upp Keflavíkurflugvöll sem öfluga miðstöð millilandaflugs hefur verið vaxandi áhugi erlendra ferðamanna á að heimsækja Ísland. Sá áhugi nærist á landkynningu erlendis en er ekki síður bundinn því að tiltölulega auðvelt og hag- kvæmt er að ferðast til landsins,“ segir í skýrslu Ólafs. „Forsenda þessa aukna fjölda erlendra ferða- manna á Íslandi er tilkoma og tilvist leiðanetsins,“ heldur hann áfram og bendir á að samgöngunetið sem slíkt hafi þannig átt sinn þátt í að gera Ísland að eftirsóknarverðum áfangastað ferðamanna og skapað þannig grundvöll vaxandi ferða- þjónustu og afleiddrar starfsemi í landinu. Í takt við margföldun ferðamanna hafa orðið til margs konar störf í ferðaþjónustu. Fram- boð og sala á gistinóttum hefur margfaldast og er aukningin ekki bundin við Reykjavík. Nefna má að innan Ferðaþjónustu bænda eru um 160 ferðaþjónustubæir sem bjóða samtals um 4.200 gistirými. Ólafur vitnar í Gunnar Þór Jó- hannesson ferðamálafræðing sem segir að markaðssetning ferðaþjónustu hafi í seinni tíð æ meir lotið að því að selja einstaklingum upp- lifun og reynslu sem á einhvern hátt er sérstæð. „Taka má dæmi í þessum samhengi af Vest- fjörðum,“ segir í skýrslu Ólafs, „en þar má heita að í hverjum þéttbýlis- kjarna landshlutans hafi verið stofnað til starfsemi sem tengd er ferðaþjón- ustu með einum eða öðrum hætti.“ Hann nefnir Skrímsla- setrið á Bíldudal og Galdrasýninguna á Hólmavík en hún laðar árlega að sér um 8 þúsund gesti. Stór hluti þeirra, um 65%, eru útlendingar sem flestir hafa komið til landsins með flugi. „Sérstaða byggir á samanburði og er að því leyti sköpuð í gagn- virku sambandi sjálfsmyndar og framandleika. Ferðamanna- iðnaðurinn þrífst á því að vekja athygli á því sem er frábrugðið daglegu umhverfi ferðamannsins,“ segir í skýrslunni, þar sem vísað er í BA-ritgerð Hönnu Bjargar Þórarinsdóttur í ferðamálafræði um starfsemi Strandagaldurs og áhrifa sérstöðunnar á byggðarlagið: „Galdrasýningin á Hólmavík, þar sem byggt er á ríkulegum vitnis- burði um galdrafárið á Ströndum, er dæmi um hvernig staðir eru byggðir upp sem áfangastaðir fyrir ferðamenn. Sýningin er líka gott dæmi um hvernig slík markaðs- setning og miðlun getur haft áhrif á ímynd svæðisins og sjálfsmynd íbúanna. Rannsókn sem gerð var árið 2009 á áhrifum sýningarinnar á samfélagið á Hólmavík sýnir að hún hafi leitt til sterkari sjálfsmynd- ar heimamanna og haft jákvæð félagsleg og efnahagsleg áhrif á samfélagið á þessu svæði.“ Sérstaða í heimi dægurtón- listar Annað dæmi um menningarsvið sem tengist bættum samgöngum Íslands við umheiminn er vett- vangur dægurtónlistar í landinu. Stofnað var til tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves árið 1999 í sam- starfi við Icelandair sem kynn- ingarvettvangs fyrir nýja innlenda og erlenda dægurtónlist og sem tilraun til að laða að erlenda ferða- menn utan háannatíma í ferðaþjón- ustu. Í ár er áætlað að um 7 þúsund manns sæki hátíðina, þar af um 3.800 erlendir gestir frá Evrópu, Bandaríkjunum og víðar. Hátíðin hefur náð að marka sér orðspor og sérstöðu sem tónlistarhátíð flytj- enda sem líklegir eru til að skipa sér sess í heimi dægurtónlistar. Aukin meðvitund fyrir sér- kennum Ólafur vísar til hugtaksins sjálfs- myndar í skýrslu sinni þar sem vísað er til sameiginlegra ein- kenna eða eiginleika sem fólk álítur sig eiga með einhverjum tilteknum hópi sem það samsamar sig með og þá um leið aðgreinir sig frá öðrum og segir síðan: „Í gegnum viðurkenningu utanað- komandi aðila á tilteknum þáttum sem einkenna land og þjóð byggist upp sjálfsmynd sem getur svo birst í því hvernig landið er kynnt á erlendum vettvangi...“ Síðan segir þar, og er vitnað til Guðmundar Hálfdanarsonar og rits hans, Ís- lenska þjóðríkið: „Rétt eins og leiða má líkur að [því] að áhugi út- lendinga á átjándu og nítjándu öld á miðaldahandritum sem skrifuðu voru á Íslandi hafi stuðlað að því að Íslendingar tóku að líta á sig sem bókmenntaþjóð (og þar með hafi sjálfstraustið vaxið og Íslendingar farið að líta á sig sem þjóð meðal þjóða) má ætla að áhugi á íslenskri náttúru (sem meðal annars sprett- ur af því hversu ólík hún er nátt- úrunni í þéttbýlum heimalöndum ferðamannanna) hafi aukið með- vitund Íslendinga sjálfra fyrir sér- kennum hennar og stuðlað að því að þeir ímyndi sér að þeir standi í sérstöku sambandi við hana og hlúi jafnframt að því sambandi.“ Í lok skýrslu sinnar segir Ólafur: „Hér að framan var því varpað fram að uppbygging í ferðaþjónustu vegna ferðamanna sem sótt hafa Ísland heim til að njóta íslenskrar náttúru hafði auðveldað aðgengi og breytt viðhorf Íslendinga sjálfra til íslenskrar náttúru. Í því sam- hengi má spyrja hvort tiltölulega nýlegur áhugi útlendinga á tónlist sem álitin er spretta á einhvern hátt úr íslenskri náttúru eða standa í sérstöku sambandi við hana stuðli að því að Íslendingar tengi í ríkara mæli sjálfsmynd sína íslenskri dægurtónlist og hugmyndinni um íslenska náttúru sem áhugaverða, fallega, stórbrotna o.s.frv. Það er ekki ósennilegt að jákvæður áhugi og virðing annarra (útlendinga) stuðli að því að íslensk náttúra, eða eftir atvikum íslensk menning, skipi hærri sess og fái jákvæðari merkingu í hugsun Íslendinga um sjálfa sig í leit að svari við spurn- ingunni: „Hver er ég?“.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Retro Stefson á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. Spyrja má hvort tiltölulega nýlegur áhugi útlendinga á tónlist sem álitin er spretta á einhvern hátt úr íslenskri náttúru eða standa í sérstöku sambandi við hana stuðli að því að Íslendingar tengi í ríkara mæli sjálfsmynd sína íslenskri dægurtónlist og hugmyndinni um íslenska náttúru sem áhugaverða, fallega og stórbrotna? Ljósmynd/Iceland Airwaves Forsenda þessa aukna fjölda erlendra ferðamanna á Íslandi er tilkoma og tilvist leiða­ netsins. 34 úttekt Helgin 28.-30. september 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.