Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.09.2012, Side 56

Fréttatíminn - 28.09.2012, Side 56
56 bíó Helgin 28.-30. september 2012 Þetta þykir allt mjög sérstakt.  Frumsýndar  rIFF BíóveIsla í reykjavík r IFF hefur vakið mikla athygli í útlönd-um og fjöldi erlendra gesta, fjölmiðla – og fagfólks sækir hátíðina ár hvert. Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi RIFF, segir erlenda fjölmiðla hafa sýnt hátíðinni mikinn áhuga og RIFF hafi til dæmis fengið góða umfjöllun í fyrra hjá New York Times, The Guardian, La Republica, El Pais og Politiken. „Fjölmiðlar virðast hafa mikinn áhuga á þessari hátíð og það eru líklega ýmsar skýringar á því. Ísland þykir spennandi en kannski vegur sá fókus sem við höfum, kar- akter hátíðarinnar, líka þungt. Þessi áhersla okkar á unga og nýja leikstjóra en því fylgir auðvitað að við sýnum mikið af nýjum mynd- um. Meðal annars myndir sem eru nýkomnar frá hátíðunum í Toronto og Feneyjum.“ Þá hafa sérviðburðir RIFF vakið athygli og Hrönn nefnir sérstaklega sundbíóið sem hefur mælst ákaflega vel fyrir. „Þetta þykir allt mjög sérstakt.“ Hrönn segir dagskrá RIFF ekki síst setta saman úr brotum af því besta sem verið hefur í gangi á öðrum hátíðum undanfarna mánuði í bland við glænýjar myndir, nýfrum- sýndar á tveimur stærstu hátíðum heims í Feneyjum og Toronto. „Og svo er náttúrlega fullt af heimildar- myndum um alls konar spennandi málefni.“ Þýskaland verður i brennidepli hátíðarinnar þetta árið og þýskar myndir verða heims- frumsýndar. „Við verðum líka með 50 Norðurlandafrumsýningar og níu Evrópu- frumsýningar,“ segir Hrönn og bætir við að þeir sem vilji fylgjast vel með því sem er að gerast í kvikmyndaheiminum í dag verði að mæta á RIFF. Úrvalið er slíkt og tíminn það knappur að óhjákvæmilegt er fyrir þá áhugasömustu að velja og hafna og Hrönn segir dagskránni skipt niður í flokka til þess að auðvelda fólki að ná utan um dagskrána og finna það sem helst höfðar til þess. Þannig megi ganga að ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki vísu í keppnisflokknum Vitranir og í flokkn- um Fyrir opnu hafi megi finna bestu myndir síðustu mánaða sem hafi verið að gera það gott á öðrum hátíðum. Heiðursgestir RIFF eru heldur ekki af verri endanum þetta árið en hingað mæta ítalski hrollvekjumeistarinn Dario Argento, danski óskarsverðlaunaleikstjórinn Susanne Bier, sem tekur við heiðursverðlaunum RIFF úr hendi forseta Íslands, og íranski leikstjór- inn Marjane Satrapi. Sartapi er þekktust fyrir Persepolis en nýjasta mynd hennar er Chicken with Plums. Hún fær verðlaun RIFF sem upprennandi meistari. „Þessi mynd er að mínu mati gersamlega frábær og óhætt að mæla með henni,“ segir Hrönn. „Og við gerum okkur vonir um að Satrapi eigi eftir að gera mikið í framtíðinni.“ Þrjár myndir Argentos verða sýndar á RIFF að honum viðstöddum og Jón Gnarr borgarstjóri mun afhenda honum viðurkenn- ingu RIFF fyrir æviframlag í þágu kvik- myndalistarinnar. Allar frekari upplýsingar um dagskrá RIFF er að finna á vef hátíðarinnar, www.riff.is Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík er nú haldin í níunda sinn. Hátíðin hófst formlega á fimmtudagskvöld með sýningu nýjustu myndar Sólveigar Anspach, Queen of Montreuil. Sem fyrr er áherslan ekki síst lögð á verk ungs og upprennandi kvikmyndagerðarfólks en sú viðleitni hátíðarinnar á sinn þátt í miklum áhuga erlendra fjölmiðla á hátíðinni en hróður hennar hefur á liðnum árum borist víða. Úrval heimildarmynda er sérlega spennandi þetta árið og ljóst að þeir sem ætla sér að fleyta rjómann mega hafa sig alla við næstu tvær vikurnar eða svo Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Í framtíðar- tryllinum Looper leikur Joseph Gordon-Levitt mafíuleigumorð- ingja sem fær það leiðinlega verkefni að drepa eldri út- gáfu af sjálfum sér sem Bruce Willis leikur. Árið 2042 eru tímaferðalög orðin að raunveruleika. Slíkt flakk er þó ólöglegt og mafían stjórnar þeim og notar til þess að senda fólk sem hún vill drepa aftur í tímann. Þar bíða hinir svokölluðu „looperar“ eftir þeim, drepa og fela líkin. Kosturinn við þetta er að enginn saknar fólks sem drepið er í fortíðinni. Levitt leikur Joe sem hefur hagnast vel á starfi sínu sem „looper“ en hikar þegar kemur að því að honum er falið að drepa eldri útgáfu af sjálfum sér. Þar með er hann kominn á dauðalista mafíunnar ásamt eldri útgáfunni af sjálfum sér og þeir gamli Joe og ungi Joe þurfa að snúa bökum saman í baráttu upp á líf og dauða fyrir fortíð sinni og framtíð. aðrir miðlar: Imdb: 8.5, Rotten Tomatoes: 93%, Metacritic: 88% Drög að framtíðarsjálfsmorði Fjölbreyttir bíódagar fram undanLeikstjórinn ofsóknar-brjálaði Oliver Stone hefur löngum sérhæft sig í umdeildum kvikmyndum en er á nokkuð sígildum slóðum í Savages. Hann mætir hér til leiks með úrvalsliði leikara á borð við Benicio Del Toro, John Travolta, Salma Hayek, Aaron Johnson, Emile Hirsch, Blake Lively og Taylor Kitsch. Savages segir frá félögunum Ben og Chon sem rækta besta mari- júana sem sögur fara af. Þeir hafa hagnast vel á viðskiptum með grasið en eins og gengur og gerist þegar vel gengur vilja margir komast í gróðann. Eiturlyfjadrottningin Elena er ein þeirra en Ben og Chon hafna öllu samstarfi við hana þannig að hún ákveður að bretta upp ermar og grípa til róttækra þvingunaraðgerða. aðrir miðlar. Imdb: 6.8, Rotten Tomatoes: 49%, Metacritic: 59% Hrönn Marínósdóttir segir engan sem vilji fylgjast með því sem er að gerast í kvikmyndum geta sleppt því að mæta á RIFF. Nemo í 3D Pixar-tölvuteikni- myndin Finding Nemo sló í gegn árið 2003 og er meðal ástsælustu teiknimynda fyrir- tækisins sem fyrst heillaði unga sem aldna með hinni byltingar- kenndu Toy Story árið 1995. Finding Nemo er nú komin aftur í bíó og að þessu sinni í þrívídd og ætti endur- koman að gleðja bæði eldri áhorfendur sem og nýja fulltrúa yngstu kynslóðar bíógesta. Finding Nemo fjallar um örvæntingarfulla leit fisksins Marlin að syni sínum Nemo sem týnist í sjónum og endar sem skrautfiskur í búri á tannlæknastofu. Aðrir miðlar: Imdb: 8.1, Rotten Tomatoes: 99%, Metacritic: 89% Joseph Gor- don-Levitt og Bruce Willis leika einn og sama manninn í Looper. John Travolta hefur lítið látið fyrir sér fara undanfarið en Oliver Stone teflir honum fram nú. Barist um gott gras Söngkona vinsæla Adele mun syngja Bond-lagið í Skyfall og bætist þá í vaskan flokk tónlistarfólks sem hefur sungið Bond-lög en þar á meðal eru Louis Armstrong, Paul McCartney, Madonna, A-ha, Duran Duran, Shirley Bassey og Tom Jones. Fregnir af því að framleiðendur Skyfall ætli sér að tefla Adele fram í næsta Bond-lagi gáfu Entertainmentwise tilefni til þess að gera könnun á meðal lesenda sinna um hvaða Bond-lag þeim þætti best þeirra allra. Sjálfsagt kemur það einhverjum á óvart að titillag síðustu Bond-myndar Rogers Moore, A View To A Kill með eitísbandinu Duran Duran, þykir besta Bond-lag allra tíma. Rúm 80% völdu Duran Duran-lagið en meistari Paul McCartney og The Wings enduðu í öðru sæti með lag fyrstu Moore-mynd- arinnar, Live And Let Die. Nancy Sinatra hafnaði í þriðja sæti með You Only Live Twice en Carly Simon fékk aðeins 1.33% með ballöðunni Nobody Does it Better úr The Spy Who Loved Me.  a vIew To a kIll BesTa Bond-lagIð Duran Duran rúlla yfir samkeppnina Roger Moore kvaddi James Bond við undirleik Duran Duran. MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  MIÐASALA: 412 7711 KOMDU Í KLÚBBINN! bioparadis.is/klubburinn Farðu núna á www.bioparadis.is/klubburinn! SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! RIFF Í BÍÓ PARADÍS TIL OG MEÐ 7. OKT.! KOMDU Í KLÚBBINN!

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.