Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.09.2012, Síða 64

Fréttatíminn - 28.09.2012, Síða 64
Niðurstaða: Stundum gengur allt upp í leikhúsi og Rautt er þannig sýning. Hún er nær hnökralaus og Jóhann Sigurðarson og Hilm- ar Guðjónsson sem sniðnir í hlutverkin.  Rautt Höfundur: John Logan. Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir. Þýðing: Guðrún Vilmundardóttir. Leikmynd: Helga I. Stefánsdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guð- mundsson. Hljóð: Thorbjørn Knudsen. Leikarar: Jóhann Sigurðarson og Hilmar Guðjónsson. Jóhann Sigurðarson leikur Mark Rothko en Hilmar Guðjónsson leikur uppskáldaðan aðstoðarmann. Rothko svipti sig lífi 66 ára gamall.  FRumsýning Á sama tíma að ÁRi í BoRgaRleikhúsinu Á sama tíma að ári – aftur Í kvöld frumsýnir Borgarleikhúsið nýja uppfærslu á leikritinu Á sama tíma að ári sem hefur tvisvar áður slegið í gegn á Ís- landi. Fyrst árið 1978 en þá léku Margrét Guðmundsdóttir og Bessi Bjarnason þau George og Doris sem hittast eitt febrúar- kvöld á hóteli og eyða nótt saman. Tveim- ur áratugum síðar léku Tinna Gunn- laugsdóttir og Sigurður Sigurjónsson parið sem þurfti ekki nema eina nótt til að kveikja neistann. Þau hittast á hverju ári, sagan endurtekur sig, ár eftir ár, og í ár leika Guðjón „Gói“ Karlsson og Nína Dögg Filippusdóttir turtildúfurnar. Á þessum árvissu fundum finnum við fyrir umróti sögunnar; kvenfrelsisbaráttunni, hippatímanum, Víetnamstríðinu og því hvernig viðhorf þeirra til lífsins breytast. Verkið naut mikillar hylli á sínum tíma. Það var frumflutt í New York árið 1975 og stuttu síðar var gerð vinsæl bíómynd. Umfjöllunarefnið var strax eldfimt en parið umrædda lifir sínu lífi alla hina daga árs- ins, fyrir utan þessa einu nótt, og giftir sig og eignast fjölskyldu. Verkið er því í raun um framhjáhald og þykir sprenghlægilegt á köflum. Guðjón „Gói“ Karlsson og Nína Dögg Filippus- dóttir leika turtildúfurnar að þessu sinni. Alvöru listaverk í Borgarleikhúsinu Um síðustu helgi var frumsýnt í Borgarleikhúsinu leikritið Rautt eftir John Logan í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Jóhann Sigurðarson og Hilmar Guðjónsson fara með aðalhlutverkin í þessari sýningu en í henni gengur allt upp.  leikdómuR Rautt B orgarleikhúsið frumsýndi um síð-ustu helgi leikritið Rautt eftir hand-ritshöfundinn John Logan (fræg- astur fyrir The Aviator, Gladiator og fleiri Hollywood-handrit) í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur (enn eitt meistaralega vel unna stykkið frá henni). Aðeins tveir leik- arar eru á sviðinu, þeir Jóhann Sigurðar- son og hinn ungi Hilmar Guðjónsson, sem báðir standa sig með prýði. Hjákátlegur og ofbeldisfullur Leikritið fjallar um hinn fræga abstrakt- expressjónista Mark Rothko (Jóhann Sig- urðarson) sem var samtíðarmaður Jackson Pollock og Willem de Kooning. Um er að ræða skáldverk sem byggir að einhverju leyti á sönnum atburðum. Í lok sjötta ára- tugarins voru Rothko borgaðar svimandi háar upphæðir til að mála málverk sem áttu að prýða veitingastað Four Sesons hótelsins á Manhattan. Honum er mikið niðri fyrir, eins og fyrri daginn, og vægast sagt skrúðmæltur um gildi listaverkanna við uppdiktaðan aðstoðarmann (Hilmar Guðjónsson). Þeirra samtöl eru listilega vel skrifuð og í fyrri hluta verksins er Rothko hjákátlegur, ofbeldisfullur og uppfullur af háum hugmyndum um eigið ágæti. Frábær leikur Stundum gengur allt upp í leikhúsi og Rautt er þannig sýning. Hún er nær hnökralaus og Jóhann Sigurðarson og Hilmar Guð- jónsson sem sniðnir í hlutverkin. Jóhann bætti upp frumsýningartafs á texta með Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is stórbrotinni nærveru og Hilmar lét Jó- hann aldrei drekkja sér í öllum sínum mikilfengleik (sem er þó nokkuð afrek fyrir ungan leikara). Þetta verk er enn ein rósin í hnappagat Kristínar Jóhann- esdóttur sem leikstýrir sýningunni af ástríðufullri nærgætni (í alvörunni). Leikmyndin hæfir verkinu, risamálverk upp um alla veggi og terpentínuilmur í salnum. Þýðingin rennur vel og tónlist- in bæði skemmtileg og fléttast vel inn í söguna og styrkir frábærar samræður á milli persónanna. Snilldarlega vel skrifað Mark Rothko var erfiður og margbrot- inn persónuleiki. Hann kom ungur til Ameríku frá Rússlandi og var drykk- felldur og uppreisnargjarn. Meðalgóður málari sem fann sig í framvarðarsveit abstrakt-expressjónistanna sem margir hverjir lifðu öfgafullu lífi. Rothko hljóm- ar í fyrstu sem hrokagikkur og leiðinda karlskarfur en hægt og hægt fer manni að þykja vænt um hann. Líf hans og list endurspeglar lífið sjálft á mjög abstrakt hátt og þetta skilja aðstandendur sýn- ingarinnar (í lokin er maður farinn að halda með Rothko). Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Á sama tíma að ári – frumsýnt í kvöld Gulleyjan (Stóra sviðið) Lau 29/9 kl. 14:00 6.k Lau 6/10 kl. 14:00 9.k Sun 14/10 kl. 14:00 12.k Sun 30/9 kl. 16:00 7.k Sun 7/10 kl. 14:00 10.k Lau 20/10 kl. 14:00 13.k Sun 30/9 kl. 19:00 8.k Lau 13/10 kl. 14:00 11.k Sun 21/10 kl. 14:00 14.k Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma Á sama tíma að ári (Stóra sviðið og Hof) Fös 28/9 kl. 20:00 frums Sun 7/10 kl. 20:00 5.k Lau 20/10 kl. 22:00 aukas Lau 29/9 kl. 20:00 2.k Fös 12/10 kl. 19:00 6.k Fim 1/11 kl. 20:00 Lau 6/10 kl. 19:00 3.k Lau 13/10 kl. 19:00 7.k Fös 2/11 kl. 20:00 Lau 6/10 kl. 22:00 4.k Lau 20/10 kl. 19:00 8.k Lau 10/11 kl. 19:00 Hjartnæmur og bráðfyndinn gamanleikur. Nóvembersýningar í Hofi Rautt (Litla sviðið) Fös 28/9 kl. 20:00 6.k Fim 4/10 kl. 20:00 10.k Fim 11/10 kl. 20:00 14.k Lau 29/9 kl. 20:00 7.k Fös 5/10 kl. 20:00 11.k Fös 12/10 kl. 20:00 15.k Sun 30/9 kl. 20:00 8.k Lau 6/10 kl. 20:00 12.k Mið 3/10 kl. 20:00 9.k Sun 7/10 kl. 20:00 13.k Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Fös 28/9 kl. 20:00 10.k Fös 5/10 kl. 20:00 13.k Mið 10/10 kl. 20:00 17.k Lau 29/9 kl. 20:00 11.k Lau 6/10 kl. 20:00 14.k Fim 11/10 kl. 20:00 18.k Sun 30/9 kl. 20:00 12.k Sun 7/10 kl. 20:00 15.k Fim 4/10 kl. 20:00 aukas Þri 9/10 kl. 20:00 16.k Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Sýningum lýkur 11/10 Saga Þjóðar (Litla sviðið) Fös 26/10 kl. 20:00 1.k Lau 10/11 kl. 20:00 6.k Lau 24/11 kl. 20:00 11.k Lau 27/10 kl. 20:00 2.k Sun 11/11 kl. 20:00 7.k Fim 29/11 kl. 20:00 12.k Fös 2/11 kl. 20:00 3.k Fös 16/11 kl. 20:00 8.k Fös 30/11 kl. 20:00 13.k Lau 3/11 kl. 20:00 4.k Lau 17/11 kl. 20:00 9.k Fim 6/12 kl. 20:00 14.k Fös 9/11 kl. 20:00 5.k Fös 23/11 kl. 20:00 10.k Fös 7/12 kl. 20:00 15.k Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Gói og baunagrasið (Litla sviðið) Sun 7/10 kl. 13:00 1.k Sun 14/10 kl. 13:00 2.k Sun 21/10 kl. 13:00 3.k Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri Íslenski Dansflokkurinn: Októberuppfærsla (Stóra sviðinu) Fös 5/10 kl. 20:00 frums Sun 14/10 kl. 20:00 Sun 18/11 kl. 20:00 Fim 11/10 kl. 20:00 Sun 21/10 kl. 20:00 Sun 25/11 kl. 20:00 It is not a metaphor, Cameron Colbert og Hel haldi sínu, Jérôme Delbey TRYGGÐU ÞÉR SÆTI! 4 SÝNINGAR Á 11.900 KR. MEÐ LEIKHÚSKORTI Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30 Við sýnum tilfinningar Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is Við sýnum tilfinningar Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 30/9 kl. 14:00 7.sýn Lau 20/10 kl. 17:00 aukas Sun 18/11 kl. 14:00 21.sýn Sun 30/9 kl. 17:00 táknm Sun 21/10 kl. 14:00 13.sýn Sun 18/11 kl. 17:00 22.sýn Sun 7/10 kl. 14:00 9.sýn Sun 21/10 kl. 17:00 14.sýn Sun 25/11 kl. 14:00 Sun 7/10 kl. 17:00 10.sýn Sun 28/10 kl. 14:00 15.sýn Sun 25/11 kl. 17:00 Lau 13/10 kl. 14:00 aukas Sun 28/10 kl. 17:00 16.sýn Sun 2/12 kl. 14:00 Lau 13/10 kl. 17:00 aukas Sun 4/11 kl. 14:00 17.sýn Sun 2/12 kl. 17:00 Sun 14/10 kl. 14:00 11. sýn Sun 4/11 kl. 17:00 18.sýn Sun 9/12 kl. 14:00 Sun 14/10 kl. 17:00 12.sýn Sun 11/11 kl. 14:00 19.sýn Sun 9/12 kl. 17:00 Lau 20/10 kl. 14:00 aukas Sun 11/11 kl. 17:00 20.sýn Sýningar í desember komnar í sölu. Tryggið ykkur sæti því miðarnir fljúga út! Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið) Fös 28/9 kl. 20:30 7.sýn Fös 5/10 kl. 20:30 10.sýn Sun 14/10 kl. 20:30 15.sýn Lau 29/9 kl. 20:30 aukas Lau 6/10 kl. 20:30 12.sýn Lau 20/10 kl. 20:30 16.sýn Sun 30/9 kl. 20:30 8.sýn Sun 7/10 kl. 20:30 13. sýn. Fim 4/10 kl. 20:30 9.sýn Lau 13/10 kl. 20:30 14.sýn Sýningin sem sló öll aðsóknarmet aftur á svið. Sýnd í september og október. Tveggja þjónn (Stóra sviðið) Fös 12/10 kl. 19:30 frums Fös 19/10 kl. 19:30 3.sýn Lau 27/10 kl. 19:30 5.sýn Fim 18/10 kl. 19:30 2.sýn Fös 26/10 kl. 19:30 4.sýn Óborganlega skemmtilegur nýr gamanleikur! Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Mið 7/11 kl. 19:30 Fim 8/11 kl. 19:30 Fim 15/11 kl. 19:30 Miðasala hafin. Aðeins þessar fjórar sýningar í nóvember. FRUMSÝNING 20. OKTÓBER KL. 20 2. sýn: Föstudaginn 26. október 3. sýn: Laugardaginn 27. október 4. sýn: Sunnudaginn 4. nóvember 5. sýn: Laugardaginn 10. nóvember 6. sýn: Laugardaginn 17. nóvember Miðasala í Hörpu og á www.harpa.is - sími 528 5050 - midasala@harpa.is www.opera.is 64 leikhús Helgin 28.-30. september 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.