Fréttatíminn - 28.09.2012, Qupperneq 72
HELGARBLAÐ
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Hrósið...
... fær Alfreð Finnbogason, framherji
Heerenveen, sem skoraði fjögur mörk í
bikarleik í vikunni. Alfreð er sannarlega
farinn að láta til sín taka í hollenska
boltanum undir stjórn goðsagnarinnar
Marcos van Basten.
Frábær
listamaður
Aldur: 48 ára.
Starf: Þýðandi og ritari Íbúahreyfingar-
innar í Mosfellsbæ.
Búseta: Mosfellsbær.
Hjúskaparstaða: Gift
Foreldrar: Páll Halldórsson og Ragn-
heiður Jónsdóttir.
Menntun: Lagði stund á bókmenntafræði
og er með masterspróf í ritstjórn- og út-
gáfufræðum.
Fyrri störf: Hefur fengist við veitinga-
rekstur og starfaði á bókasafninu í Mos-
fellsbæ áður en hún hóf störf sem þýðandi.
Áhugamál: Samfélagsmál, jafnréttismál
og hestamennska.
Stjörnumerki: Naut.
Stjörnuspá: „Hafirðu ekki fulla stjórn
á skapi þínu skaltu víkja til hliðar svo
það bitni ekki á þeim sem síst skyldi.
Stundum er vinnan skemmtilegri en
besta skemmtun að þínu mati,“ segir í
stjörnuspá Morgunblaðsins fimmtudaginn
27. september.
Hún er náttúrlega listamaður og það sést best á þessari álykt-un,“ segir Jón Jósef Bjarnason,
bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar
í Mosfellsbæ, en Kristín Pálsdóttir
er ritari hreyfingarinnar og hefur
talað fyrir tillögu hreyfingarinnar um
stofnun píkusafns í Mosfellsbæ. „Hún
hefur rosalegt starfsþrek og er bara
alveg einstök manneskja.“
Sjálfur segist Jón vera „svolítið
mikill nöldrari,“ og hann sér um þá
hlið mála í bæjarstjórn en hópurinn
sem standi að Íbúahreyfingunni,
með Kristínu í fremstu víglínu, sé
frábær.
Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ brást við hugmynd og tillögu
um að opna villidýrasafn í bænum með því að álykta að
réttast væri að opna píkusafn í bænum og safnið yrði þá
einhvers konar kvenlægt andsvar við Hinu íslenska reða-
safni í Reykjavík. Kristín Pálsdóttir er ritari Íbúahreyfing-
arinnar og hún segir að þótt vissulega sé tillagan um píku-
safnið ádeila á fáránlega hugmynd um villidýrasafn þá sé
málið alvarlegt en þetta hafi verið spurning um hversu
langt þyrfti að ganga til þess að „toppa vitleysuna.“
KRistÍn PálsdóttiR
Bakhliðin
Aðeins
þessa
daga5fi
mmtuda
g - mánu
dagsvörum
í bæklin
gnum
af
25 % AFSLÁTTUR
ÖLLUM
Í tilefni þess veitum við 25% kynningarafslátt af öllum vörum í bæklingnum.
Húsgögn, rúm, dýnur, sængur og koddar. Ekki missa af þessu einstaka tilboði!
Athugið! Gildir aðeins fimmtudag til mánudags.
húsgagnabæklingurinn okkar er kominn út!
HLÝ OG FLOTT
FLÍK
FRÁ