Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 3
LÆICNABLAÐIÐ
Reglugerð
um sölu áfengis til lækninga.
Reglugerö þessi er meö ráöi landlæknis sett samkværíit lögum 27. júní
1921, um einkasölu á áfengi, og lögum 8. júní 1925, um aöflutningsbann
á áfengi.
1. gr.
1. Um innflutning lyfja, sem áfengi er í, fer eftir 1. gr. nefndra laga,
um einkasölu á áfengi.
2. Rétt er aö læknar, sem lyfsölurétt hafa, afli sér allra löggiltra áfengis-
lyfja frá áfengisverslun ríkisins eöa einhverri lyfjabúö hér á landi, og
sendi þá jafnan skriflega, sundurliöaöa kaupbeiöni. En seljandi skal
geyma allar slíkar kaupbeiönir.
3. Þá er smáskamtalæknum heimilt aö kaupa áfeng smáskamtalyf ög
vínanda i lyfjaþynningar sínar i lyfjabúöum. En þeir skulu þá eins
og héraöslæknar jafnan senda skriflega, sundurliöaöa kaupbeiöni, og
fylgi hverri slíkri kauplæiöni meömæli frá hlutaöeigandi lögreglu-
stjóra og sóknarpresti. Má vínandaskamturinn samtals ekki fara fram
úr 3 lítrum á ári, nema landlæknir gefi leyfi til þess. Þessar kaupbeiön-
ir skal seljandi geyma, sbr. 2. lið þessarar greinar.
2. gr.
Lyfsölum og læknum er ekki heimilt aö selja ómengaö áfengi (spiritus),
hvorki óblandað né lilandaö öörum efnurn, til neins annars en lækninga,
sjúkdómsrannsókna og annara iökana i læknavísindum, nema um sölu
vínanda til iönþarfa sé aö ræöa samkvæmt áfengisbók, sbr. reglugerö dag-
setta 7. ágúst 1922, um sölu á iðnaðaráfengi, suðuvökva o. fl. Er læknum
stranglega bannaö aö afhenda eöa ávisa áfengi i þeim tilgangi að það
verði ööruvísi notað. Þetta gildir einnig um dýralækna og smáskamta-
lækna.
3- Sr-
Ekkert ómengaö áfengi (spiritus), óblandaö eöa vatnsblandaö, né held-
ur konjak (spir. vini gallici) eöa vín, sem löggilt er til lækninga, má
láta út úr lyfjabúð, nema eftir löglegri lieiöni, sbr. 1. gr., eöa lyfseðli frá
lækni, þar með taldir dýralæknar, og ekki nema einu sinni eftir saina lyf-
seöli; skal honum haldið eftir i lyfjabúöinni.
Nú verður þaö uppvíst, aö einhver önnur áfeng lyf eru höfö til neyslu
og má þá ákveöa að sama regla skuli gilda um þau og taka fram hversu
miklu megi ávísa í einu.