Læknablaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 36
LÆKNABLAÐIÐ
116
þurrir og ekki aSþrengdir af skónum. Höf. hefir ekki reynst vel aö l)era
fitu á andlit til varnar kali. Þeim mönnum er hættast, sem þjaka'ðir eru
og hungraöir, einkanlega ef fæöiö hefir veriö bætiefna-snautt og ef til
vill aðkenning af skyrbjúgi.
Viö lækning á kali ráöleggur höf. aö n o t a h æ g a n h i t a, h e 1 s t
1 í k a m s h i t a, en hefir ótrú á að nugga kalbletti meö snjó eða köldu
vatni.
A n d 1 i t o g e y r u. Heimskautafarar hafa gætur á andlitum félaga
sinna; sjáist kall)lettur, er borin á hann heit hönd.
F i n g u r. Ef hönd kelur eöa fingur, er best að stinga hendinni inn í
bert klofið.
F æ t u r. Fótakals veröur oft ekki vart fyr en um seinan, vegna þess
hve tilfinning er oft dauf í fótum, enda þykir ómak aö fara úr skóm og
sokkaplöggum til þess að hyggja aö fótunum. Mjög reynist oft erfitt aö
lialda fótum þurrum og er hættan því meiri. Höf. notaði ætíö á heim-
skautsferöum sínum hægan hita og massage á fæturna; ef ekki kom til-
finning eöa pílur i fótinn eftir fáar mínútur, var honum stungiö inn á
bert hold einhvers félaganna, og þurfti stundum aö halda því áfram
klukkustundum saman. Þegar blóörásin er komin i lag, skal hafa þurra,
hlýja dúka um liminn, en ekki heit „fomenta“, til þess aö forðast mikla
reaction (bullæ, suppuratio, gangræna).
Höf. telur sjaldgæft, aö kalnir sjáist aðrir líkamshlutar; eitt sinn sá
hann þó aö. penis kól á mjög þjökuðum manni, er hægöi sér úti í grimd-
arfrosti. G. Cl.
Holdsveikraeyjan. Fyrir íy árum tók stjórn Philippi-eyjanna aö ein-
angra holdsveika menn á eynni Culion, sem eingöngu er ætluö holdsveik-
um; alls eru þar nú um 5 þús. manns. Séö er fyrir ýmsum þægindum, svo
sem rafljósi og tilbúnum ís, skemtunum og góðu atlæti í hvívetna. Sjúkl.
læknaöir meö chaulmoograolíu. Fjöldi manna hefir verið holdsveikur á
Phil.eyjum og fengust til skams tíma holdsveikir menn viö barnakenslu
og afgreiðslu í matvælabúðum. Sjúklingum er nú að fækka. Kent hefir
andúöar gegn því að einangra sjúklingana, fjarri vinum og vandamönn-
um, enda þykir rekstur þessa mesta holdsveikrahælis heimsins alldýr.
Hafa komið fram kröfur um að koma í stað þessa mikla hælis upp hjálp-
arstöðvum víðsvegar um eyjarnar; en landsstjórnin vill engu breyta í
þessu efni. — (Journ. of Am. Med. Ass. 4. apr. '25). G. Cl.
Próf. August Wassermann andaöist í Berlín þ. 16. mars s.l., 59 ára aö
aldri; varð hann prófessor við Berlínarháskóla 1898, en síðustu 12 árin
veitti hann forstööu sérstakri deild á Robert Koch-stofnuninni og starf-
aði mjög að cancer og tub.-rannsóknum. Allir læknar kannast viö nafn
Wassermanns vegna W.-reactionar á syphilis, sem hann fann, og viö hann
er kend. Vann hann aö blóðrannsóknum þessum í félagi við Neisser o. fl.
Árið 1905 fann Schaudinn spirochæte pallida, en aðferö sína viö syphilis-
reactionina birti próf. W. ári síðar.